Fleiri fréttir

Silva lagði upp bæði mörk Portúgals

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Portúgal og Spánn unnu sigra í leikjum sínum í riðli 2 í A-deilk keppninnar. 

Salah og Kerr þóttu standa upp úr

Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. 

„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“

Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta.

Einn sigur á heilu ári fyrir skyldu­sigurinn í kvöld

Á síðustu 365 dögum hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta aðeins unnið einn sigur en það var á heimavelli gegn Liechtenstein, 4-0, í október í fyrra. Í kvöld gefst kærkomið tækifæri á öðrum sigri, gegn San Marínó sem er neðst á heimslista FIFA.

Liverpool nær samkomulagi við Núñez

Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna.

Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong

Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með.

Cancelo bjargaði einhverfu barni

Portúgalski bakvörðurinn í liði Manchester City, Joao Cancelo, bjargaði 10 ára einhverfum strák frá því verða undir hóp stuðningsmanna á Etihad vellinum.

Ísak Snær fluttur á sjúkrahús

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og U21-landsliðsins, fór meiddur af velli í 3-1 sigri landsliðsins á Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Dramatík í Cardiff | Pólverjar niðurlægðir í Belgíu

Walesverjar fögnuðu fyrsta HM sætinu í nærri sjö áratugi í vikunni og það var mögulega enn þá smá þynnka í þeim fyrir leik þeirra í kvöld gegn Hollendingum á heimavelli en gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Belgar svöruðu fyrir tapi í fyrstu umferð með 6-1 sigri á Póllandi. Báðir leikir voru í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool

Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans.

Sara í Söru stað hjá Lyon

Lyon hefur gengið frá samningum við þýsku landsliðskonuna Söru Däbritz sem kemur frá erkifjendunum í Paris Saint-Germain. Sara mun fylla í skarð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur yfirgefið Lyon.

Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern

Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“.

Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City

Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum.

Hákon Arnar orðaður við Venezia í ítölskum fjöl­miðlum

Svo virðist sem staðarmiðlar í Feneyjum séu búnir að átta sig á að líklega sé Íslendingur sóttur í hvert sinn sem félagaskiptaglugginn opnar. Nú er Hákon Arnar Haraldsson, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands í fótbolta, orðaður við Íslendingalið Venezia.

Kane: „Ég elska að skora mörk“

Harry Kane varð í kvöld aðeins annar leikmaður enska landsliðsins frá upphafi til að skora 50 mörk fyrir liðið. Hann er nú aðeins þremur mörkum á eftir Wayne Rooney sem er sá markahæsti í sögu liðsins.

Ítalir tylltu sér á toppinn | Færeyingar sáu tvö rauð í tapi

Ítalir tylltu sér á topp 3. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir að liðið vann 2-1 sigur gegn Ungverjum í kvöld. Þá máttu frændur okkar Færeyingar þola 0-1 tap gegn Lúxemborg í C-deild eftir að hafa fengið tvö rauð spjöld í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir