Fleiri fréttir

Áfram skorar Ings - Jafnt hjá Benítez og Bielsa

Aston Villa komst á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lagði Newcastle United að velli. Jafntefli var í hinum tveimur leikjum sem fram fóru um miðjan dag.

Tap hjá Jökli - Jón Daði enn frá

Jökull Andrésson og félagar hans í Morecambe þurftu að þola 2-1 tap fyrir Gillingham í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Í B-deildinni tapaði Millwall án Jóns Daða Böðvarssonar.

Grealish komst á blað í stórsigri City

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar.

Freiburg lagði Dortmund - Jafnt hjá Augsburg

Dortmund laut lægra haldi gegn Freiburg, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Augsburg gerði jafntefli við Frankfurt í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar.

Fyrsti sigurinn í tæpa þrjá mánuði

Hallbera Gísladóttir og liðsfélagar hennar í AIK unnu 1-0 sigur á Djurgården í Stokkhólmsslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var AIK langþráður.

Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“

„Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með.

Strembin byrjun Schalke heldur áfram

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke þurftu að þola 4-1 tap fyrir Jahn Regensburg í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta.

Klopp býður Fabinho stuðning eftir föðurmissinn

Brasilíumaðurinn Fabinho, miðjumaður Liverpool á Englandi, æfði ekki með liðinu á fimmtudag vegna fráfalls föður hans. Hann verður líklega ekki með liðinu gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku

Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.

Messi enn fjarverandi er PSG fagnaði sigri

Paris Saint-Germain er með fullt hús stiga á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-2 útisigur á Brest í kvöld. Liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum.

„Allir eru Framarar inn við beinið“

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.

Tap í fyrsta leik Berglindar í Svíþjóð

Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvalsdóttir þreytti frumraun sína fyrir Hammarby í Svíþjóð er liðið tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ramsdale genginn í raðir Arsenal

Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor.

Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna.

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Þrjú efstu liðin með sigra í Lengjudeild kvenna

Þrjú efstu lið Lengjudeildar kvenna, KR, FH og Afturelding, unnu öll sína leiki í kvöld. Afturelding vann 3-0 sigur gegn botnliði Augnabliks, KR vann 6-0 stórsigur gegn Víking R. og FH vann 3-2 sigur gegn fallbaráttuliði HK.

Tap hjá Tottenham í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur heimsótti Pacos de Ferreira frá Portúgal í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, og Lundúnaliðið hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna að viku liðinni.

Sjá næstu 50 fréttir