Fleiri fréttir

Rifti samningi sínum við Roma og samdi við erki­fjendurna í Lazio

Spánverjinn Pedro er genginn í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Lazio. Það sem vekur athygli við þessi félagaskipti er að Pedro lék með Roma á síðustu leiktíð en hefur nú skipt um félag í Rómarborg, eitthvað sem fáir hafa gert í gegnum tíðina.

KR-ingar skikkaðir í sóttkví fram yfir helgi

Leikmenn, þjálfarar og aðrir úr starfsliði KR í 1-0 sigrinum gegn HK í Kórnum á mánudag eru komnir í sóttkví. Ástæðan er sú að leikmaður úr byrjunarliði KR greindist með kórónuveirusmit.

Alfreð hættir á Selfossi

Alfreð Elías Jóhannsson hættir sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta í haust. Hann greindi frá þessu sjálfur á Facebook.

Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi

„Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Rummenigge sér fyrir sér að Haaland endi hjá Liverpool

Liverpool hefur ekki látið mikið af sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar í samanburði við samkeppnisaðilana í Manchester United, Chelsea og Manchester City. Það gæti samt verið von á einhverju stóru í framtíðinni.

Lewandowski vill nýja á­skorun og ætlar að yfir­gefa Bayern

Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann.

Arnór Ingvi rekinn af velli á Gillette Stadium í nótt

New England Revolution tókst að landa sigri í MLS-deildinni þrátt fyrir að vera manni færri í átján mínútur. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hafði fengið sitt annað gula spjald.

Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst

Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir.

Leik ÍA og KR frestað vegna smitsins

Leik ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem átti að fara fram á sunnudaginn kemur hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem greindist í röðum KR-inga í dag.

Albert og félagar töpuðu í Glasgow

Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru í slæmri stöðu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Celtic í fyrri leik liðanna í Glasgow í kvöld.

Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.

María út af í hálfleik í Meistaradeildartapi

María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði fyrri hálfleik fyrir Celtic sem tapaði 2-1 fyrir spænska liðinu Levante í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Celtic er því úr keppni en spilar um þriðja sæti í sínum undanriðli.

Ødega­ard búinn að semja við Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. 

Fjórir lykil­menn fjar­verandi í toppslag Víkings og Vals

Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum.

Kristian­stad hafði betur í Ís­lendinga­slagnum í Meistara­deildinni

Íslendingalið Kristianstad tók á móti Bröndby í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í dag. Fór það svo að Kristianstad vann 1-0 og fer áfram í næstu umferð forkeppninnar á meðan Bröndby er úr leik. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði liðanna í dag.

Leikmaður KR smitaðist

Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví.

Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

Ødegaard nálgast Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili.

Kristján: Spilum leikinn án okkar markahæstu leikmanna

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, sagði í viðtali eftir 2-0 tapið gegn Þrótti að það hafi verið erfitt að spila án tveggja markahæstu leikmanna liðsins en þær Katrín Ástbjarnardóttir og Hildigunnur Ýr voru hvorugar með í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir