Fleiri fréttir

Þurftu að æfa inni og munu bera sorgarbönd á morgun

Leikmenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Bayer Leverkusen þurftu að æfa innandyra eftir sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í Leverkusen í dag. Einn lést í sprengingunni og munu leikmenn liðsins bera sorgarband í æfingaleik sínum við Utrecht frá Hollandi á morgun.

KR jafnaði í lokin á Akranesi

Topplið KR náði naumlega í stig gegn ÍA er liðin gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna sem fram fór á Norðurálsvellinum á Akranesi.

Rashford líklega á leið í aðgerð

Enski framherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hyggst fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hafa plagað hann um nokkurra mánaða skeið. Líklegt er að hann yrði frá þar til október fari hann undir hnífinn.

Frá KR í Kórdrengi

Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Tvíburarnir kláruðu Þórsara fyrir norðan

Tvíburabræðurnir Alexander Már og Indriði Áki Þorlákssynir skoruðu mörk Framara er þeir unnu 2-0 sigur á Þór Akureyri í eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

United staðfestir komu Varane

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur greint frá því að það hafi náð samkomulagi um kaup á franska landsliðsmanninum Raphael Varane frá Real Madrid.

Chelsea sagt vera að fá franskan varnarmann undan nefi Tottenham

Hinn 22 ára gamli Jules Koundé, varnarmaður Sevilla á Spáni, er sagður vera langt komin í viðræðum við Chelsea um að ganga í raðir Meistaradeildarmeistaranna. Koundé var í viðræðum við Tottenham en hann vill spila Meistaradeildarfótbolta.

Erik Lamela sá seinasti af „hinum stórkostlegu sjö“ til að yfirgefa Tottenham

Árið 2013 varð Gareth Bale dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Tottenham fyrir rúmlega 85 milljónir punda. Lundúnaliðið fór mikinn á leikmannamarkaðnum það sumarið og fjárfesti í sjö leikmönnum sem stundum voru kallaðir „The magnificent seven,“ eða „hinir stórkostlegu sjö.“

Virgil van Dijk gæti snúið aftur á fimmtudaginn

Virgil van Dijk, miðvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn næsta fimmtudag þegar að liðið mætir Herthu Berlín í æfingaleik. Van Dijk hefur verið frá vegna meiðsla í níu mánuði.

Tottenham fær spænskan landsliðsmann

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur samið við spænska landsliðsmannin Bryan Gil. Hann kemur til félagsins frá Sevilla og skrifar undir fimm ára samning.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum

Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.