Fleiri fréttir

Segir það hjálpa Englendingum að fara frá Wembley

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það muni hjálpa enska liðinu að fara frá Wembley eftir 2-0 sigur liðsins á Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum mótsins í Róm annað kvöld.

Sjáðu mörkin og vítakeppnina milli Spánar og Sviss

Spánverjar fóru í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir sigur Sviss eftir vítakeppni. Liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma og framlengingu en Spánverjar unnu 3-1 í vítaspyrnukeppni.

Segir upp eftir 7-0 tap

Gunnar Einarsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Víkings frá Ólafsvík í Lengjudeild karla eftir strembið gengi liðsins í sumar. Ólsarar sendu frá sér tilkynningu þess efnis í kvöld.

Fleiri sjálfsmörk í ár en á öllum fyrri mótum til samans

Sjálfsmark Denis Zakaria, leikmanns Sviss, gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í kvöld var það tíunda á yfirstandandi Evrópumóti. Fáheyrt er að svo mörg sjálfsmörk séu skoruð á einu og sama mótinu, enda eru mörkin tíu fleiri en á öllum fyrri EM-keppnum til samans.

Diljá Ýr skoraði í stórsigri á Kristianstad

Tveir leikir voru á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni síðdegis. Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni þar sem Häcken vann 6-2 sigur á Kristianstad en Växjö þoldi 2-0 tap fyrir Eskiltuna.

Simón hetja Spánverja gegn Sviss

Spánverjar lögðu Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í St. Pétursborg í kvöld. Eftir 1-1 jafntefli unnu Spánverjar 3-1 í vítakeppni og eru því komnir í undanúrslit.

Stjörnu­liðið gerði virki­lega vel

Stjarnan vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi Max deild kvenna er liðið lagði Íslandsmeistara Breiðabliks mjög óvænt 1-2 á Kópavogsvelli. Magnaður sigur Stjörnunnar var eðlilega til umræðu í Pepsi Max Mörkunum.

Lára Kristín og banda­rískur fram­herji í raðir Vals

Lára Kristín Pedersen hefur samið við Val eftir að hafa leikið með Napolí í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undanfarna mánuði. Alls lék hún sex deildarleiki með ítalska félaginu eftir að hafa spilað með KR í Pepsi Max deildinni síðasta sumar.

Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig

Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni.

Sjáðu mörk Valsmanna gegn FH

Valur vann í gærkvöld sterkan 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem fyrrum félagarnir Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson leiddu saman hesta sína. Valur er eftir sigurinn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Hvað eru Messi og Barcelona að spá?

Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út í dag, 1. júlí. Hvernig getur það verið að einn albesti knattspyrnumaður allra tíma sé samningslaus og hvað ætli framtíðin beri í skauti sér?

„Belgar með besta hóp í Evrópu“

Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins í fótbolta, segir að Ítalir muni spila sinn leik gegn Belgum í 8-liða úrslitum EM á morgun. Hann býst við hörkuleik.

Matthías Vilhjálmss.: Þetta er eitt skref afturábak

FH mátti þola tap 2-0 fyrir Val á Origo vellinum í kvöld í 11. umferð í Pepsi Max deildinni. FH-ingar geta hvorki verið sáttir við frammistöðu sína né úrslitin og var hljóðið í fyrirliða þeirra samkvæmt því.

Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum

Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna.

Mark Gary Martin dugði skammt í Eyjum

Tveir leikir voru á dagskrá fyrri hluta kvölds í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann 3-2 sigur á Selfossi í Suðurlandsslag og Þór gerði 1-1 jafntefli við Vestra á Akureyri.

Stórtap Emils og félaga - Viðar enn frá

Vålerenga vann öruggan 4-1 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Emil Pálsson var í liði Sarpsborgar en Viðar Örn Kjartansson er enn að jafna sig eftir aðgerð í síðasta mánuði.

Sig­ríður Lára aftur í raðir FH

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá Val. Hún samdi við Val fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með FH sumarið 2020. 

Tveir Víkingar í sótt­kví

Tveir leikmenn Pepsi Max-deildarliðs Víkings eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist leikmann Fylkis sem er með kórónuveiruna.

KA dregur úr skaðanum vegna brotthvarfs Brynjars

KA hefur tryggt sér krafta fyrrverandi leikmanns félagsins sem ætlað er að draga úr högginu við það að miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason hafi verið seldur til Lecce á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir