Fleiri fréttir

Özil orðaður við Arsenal

Sífellt heyrist hærri raddir að Mesut Özil, leikmaður Real Madrid sé á leiðinni til Arsenal. Óvissa er um framtíð Özil sem er 24 ára landsliðsmaður Þýskalands.

Bale: Draumur minn að rætast

Gareth Bale skrifaði bréf á opinbera síðu Tottenham þar sem hann þakkar fyrir árin sex hjá félaginu.

Þór/KA vann á Selfossi

Akureyringar gerðu sér góða ferð suður og unnu 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi deild kvenna í dag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í fimmta og sjötta sæti.

Bale orðinn dýrasti leikmaður allra tíma

Tottenham birti rétt í þessu tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Gareth Bale sé genginn til liðs við Real Madrid. Bale hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar og fékk þá ósk sína loks uppfyllta að komst til félagsins.

AZ Alkmaar misstu af þremur stigum á lokametrunum

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í 1-1 jafntefli gegn Vitesse í hollensku úrvaldsdeildinni. Aron Jóhannsson byrjaði á bekknum en kom inná þegar rúmlega 70 mínútur voru búnar af leiknum.

Matti Vill með stórleik í 7-0 sigri

Matthías Vilhjálmsson átti stórleik fyrir Start í 7-0 slátrun á Sandnes Ulf í norsku deildinni í dag. Matthías var á skotskónum og setti þrjú mörk í leiknum.

Swansea sigraði á The Hawthorns

Swansea unnu sinn fyrsta sigur á þessu tímabili þegar þeir mættu á The Hawthorns. Swansea tapaði fyrstu leikjum sínum á tímabilinu gegn Manchester United og Tottenham en náðu þremur stigum í dag.

Villas-Boas telur Tottenham sterkari

Þrátt fyrir að vera að missa sinn besta mann telur Andre Villas-Boas að Tottenham sé sterkara en í fyrra. Framtíð Gareth Bale hefur verið helsta umræðuefni fjölmiðla síðustu vikur en á sama tíma hefur Tottenham fengið til sín fjöldan allan af leikmönnum.

Allegri hefur áhuga á Kaka

Brasilíumaðurinn Kaka var áður fyrr efstur á lista yfir menn sem andstæðingar þyrftu að stöðva. Í dag er hann hinsvegar aðeins varaskeifa í stjörnuliði Real Madrid og ætlar að finna sér nýtt lið í félagsskiptaglugganum.

Isco og Ronaldo afgreiddu Athletic Bilbao

Real Madrid vann öruggan 3-1 sigur á Athletic Bilbao á Santiago Bernebau í dag. Real Madrid hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu.

Giroud tryggði Arsenal sigur

Arsenal hefur verið með gott tak á Tottenham á heimavelli sínum undanfarin ár og á því varð engin breyting í dag. Þá vann Arsenal góðan 1-0 sigur. Bæði lið eru með sex stig í deildinni eftir leikinn.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 0-2

Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni sigur á Keflavík í annað skipti í sumar er liðin mættust suður með sjó í kvöld. Ólafur Karl skoraði eina mark leiksins er liðin mættust í Garðabænum fyrr í sumar.

Frestað á Akranesi

Búið er að fresta öðrum leik í Pepsi-deild karla. Nú er búið að blása af leik ÍA og KR sem átti að hefjast klukkan 18.00.

Búið að fresta leik ÍBV og Vals | Valsmenn eru í Eyjum

Ekki fer heil umferð fram í Pepsi-deild karla í kvöld því búið er að fresta leik ÍBV og Vals sem átti að hefjast klukkan 17.00. Það er ekki búið að gera það formlega en það verður gert klukkan 16.00 að því er heimildir Vísis herma.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fram 1-1

Fram mætti á Þórsvöllinn þar sem þeir spiluðu við heimamenn í Þór í rigningunni á Akureyri. Liðin skildu jöfn, 1-1, í frekar bragðdaufum leik. Ármann Pétur Ævarsson kom heimamönnum yfir en Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði fyrir gestina.

Sjá næstu 50 fréttir