Fótbolti

Kolbeinn spilaði í jafnteflisleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson Mynd/Gettyimages
Kolbeinn Sigþórsson byrjaði inná í 1-1 jafntefli Ajax gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Kolbeinn sem hefur skorað þrjú mörk í hollensku úrvalsdeildinni byrjaði leikinn en var tekinn af velli á 69 mínútu í stöðunni 1-0.

Stuttu seinna jöfnuðu Groningen og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Bæði lið eru með 8 stig eftir leik dagsins, 4 stigum á eftir toppliði PEC Zwolle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×