Fleiri fréttir

Fullyrðir að Rooney fari til PSG í sumar

Michael Mulin, sem þekkir vel til hjá franska félaginu PSG, segir öruggt að Wayne Rooney muni fara til PSG í sumar. Rooney leikur sem kunnugt er með Manchester United.

Ragnar skoraði fyrir FCK

Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta markið þegar að FCK hafði betur gegn ríkjandi meisturunum í Nordsjælland í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar.

Hannes á bekknum hjá Mjällby

Hannes Þ. Sigurðsson var í leikmannahópi Mjällby í fyrsta sinn í dag en hann var ónotaður varamaður í 2-1 sigri á Helsingborg.

Ævilangt bann fyrir ólæti

Newcastle ætlar að taka harkalega á þeim stuðningsmönnum knattspyrnuliðs borgarinnar sem höfðu sig mest í frammi í óeirðum í miðbæ Newcastle í gær.

Aguero ekki refsað fyrir rassatæklinguna

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa Argentínumanninum Sergio Aguero fyrir tæklingu sína á David Luiz í undanúrslitaleik enska bikarsins á milli Manchester City og Chelsea. Aguero lét þá takkana vaða í rassinn á David Luiz þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Manchester United minnist þeirra sem létust á Hillsborough

Í dag eru liðin 24 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á áhorfendastæðum Hillsborough-leikvangsins í Sheffield þegar lið þeirra var að spila við Nottingham Forrest í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

Dregið í HM-riðla hjá stelpunum á morgun

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í öðrum styrkleikaflokki á morgun þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM kvenna sem fer fram í Kanada 2015. Íslensk A-landslið í fótbolta hefur aldrei komist á HM.

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Glæsimörk helgarinnar

Aðeins Reading og Liverpool buðu upp á markalaust jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór um helgina.

Barði hest í hausinn

Stuðningsmenn Newcastle voru allt annað en sáttir eftir 3-0 tap sinna manna gegn Sunderland á Englandi í gær. Svo fór að lögregla þurfti að handtaka 29 þeirra að leik loknum.

David Luiz fyrirgefur Aguero rassatæklinguna

David Luiz hjá Chelsea hefur fyrirgefið Sergio Aguero hjá Manchester City fyrir það hann kallar "fimm sekúndur af reiði" en argentínski framherjinn komst upp með það að traðka á rassi Brasilíumannsins í í undanúrslitaleik enska bikarsins á Wembley í gær.

Tveir skotnir til bana á leið á leik á HM-velli

Brasilíumenn halda HM í fótbolta á næsta ári en það bárust ekki góðar fréttir frá einum af leikvöngunum sem verða notaðir í keppninni eftir rúmt ár. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að tveir knattspyrnuáhugamenn hafa verið skotnir til bana á leið sinni á völlinn.

Rodgers: Carrol gæti leikið fyrir Liverpool á ný

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gefið það í skyn að framherjinn Andy Carrol gæti átt framtíð fyrir sér hjá félaginu en leikmaðurinn hefur verið á láni hjá West-Ham að undanförnu.

Ferguson: Finnst ykkur þetta trúverðugt?

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, mun að hans sögn ekki taka þátt í kapphlaupinu um Radamel Falcao frá Atletico Madrid en leikmaðurinn hefur verið orðaður við liðið undanfarna viku.

Hélt að Van Persie myndi drepa mig

Eftir tíu leiki í röð án marks kom loksins að því að Hollendingurinn Robin van Persie skoraði fyrir Man. Utd á nýjan leik.

Steinþór tryggði fyrsta sigurinn fyrir Sandnes

Steinþór Freyr Þorsteinsson var hetja Sandnes Ulf í dag er hann skoraði eina mark leiksins gegn Tromsö. Markið kom á 55. mínútu en þetta var fyrsti sigur Sandnes í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Kolbeinn skoraði í toppslagnum

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax stigu afar mikilvægt skref í átt að hollenska meistaratitlinum í dag er þeir unnu toppslaginn gegn PSV, 2-3.

Hamann: Istanbúl var toppurinn

Þjóðverjinn Dietmar Hamann hefur verið á Íslandi um helgina en hann kom hingað út af árshátíð Liverpool-klúbbsins á Íslandi.

Þungu fargi létt af Van Persie | Myndband

Robin Van Persie gerði mark fyrir Manchester United úr víti í dag en hann hefur ekki verið að finna markaskóna að undanförnu. Leikmaðurinn fagnaði því gríðarlega eins og sjá má á myndabandinu sem fylgir fréttinni.

Pizzasendillinn ánægður með Alfreð

Landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar biðu skemmtileg skilaboð þegar hann opnaði pizzukassa að loknu dagsverki sínu með Heerenveen.

Manchester United vinsælasta liðið á Íslandi

Manchester United er vinsælasta enska knattspyrnuliðið á meðal Íslendinga samkvæmt könnun Þjóðarpúls Capacent. Úrtakið var 1.422 Íslendingar en svarhlutfallið var 60 prósent.

Sunderland valtaði yfir Newcastle

Sunderland vann frábæran sigur á Newcastle, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á St. James' Park í Newcastle.

Messi og Iniesta hvíla í kvöld

Það verður enginn Lionel Messi í liði Barcelona í dag er það spilar gegn Real Zaragoza. Stórstjarnan er enn að jafna sig á meiðslum.

Getum spjarað okkur án Balotelli

AC Milan þarf að sætta sig við að spila næstu þrjá leiki án framherjans Mario Balotelli þar sem hann hefur verið dæmdur í leikbann.

Ekkert mál fyrir Barcelona án Messi

Barcelona náði í kvöld sextán stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeidlarinnar er liðið vann auðveldan útisigur á Real Zaragoza, 0-3.

Heiðar skoraði í sigri Cardiff

Heiðar Helguson skoraði fyrir Cardiff í dag er liðið steig enn eitt skrefið í átt að úrvalsdeildarsæti með 3-0 sigri á Nott. Forest.

Ferguson segir Mancini vera að leita að samúð

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki par hrifinn af þeim ummælum Roberto Mancini, stjóra Man. City, um að Man. Utd hefði það of gott í ensku deildinni. Hann segir að Mancini sé að leita sér að samúð.

Wigan í bikarúrslit

Wigan tryggði sér í dag sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Liðið lagði þá Millwall, 2-0, á Wembley.

Wenger missti aldrei trúna

Arsenal vann dramatískan sigur á Norwich í dag og komst um leið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal skoraði þrjú mörk á lokamínútunum.

Ég þarf engin ráð frá Guardiola

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, er búinn að gera frábæra hluti með þýska liðið á þessu tímabili. Bayern er að bursta þýsku deildina og fór auðveldlega í gegnum Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ferguson: Vináttulandsleikirnir eru vandamálið ekki félögin

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki sammála enska landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson um að enskir landsliðsleikmenn setji landslið sín í annað sætið á eftir félagsliðunum og að kröfur félagsliðanna sé að draga úr möguleikum enska landsliðsins.

Ancelotti vill framlengja samning sinn hjá PSG

Carlo Ancelotti, þjálfari Paris St Germain, sækist eftir því að fá nýjan samning við franska félagið. PSG komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og er á góðri leið með því að vinna frönsku deildina í fyrsta sinn síðan 1994.

Misstu niður 3-1 forystu og töpuðu

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem urðu að sætta sig við 3-4 tap á heimavelli á móti Standard Liège í úrslitakeppni belgíska fótboltans í kvöld. Zulte-Waregem komst í 3-1 og hefði komist á toppinn með sigri.

Sjá næstu 50 fréttir