Fleiri fréttir

Lars Lagerbäck: Verð svekktur ef við vinnum ekki

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur ytra í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00. Strákarnir fóru til Kýpur með þrjú stig í ferðatöskunni eftir sigur á Norðmönnum. Landsliðsþjálfarinn ætlar sér sigur í kvöld og segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að strákarnir hafi ekki báða fætur á jörðinni.

Íslenska landsliðið hefur aldrei unnið tvo fyrstu leikina

Íslenska karlalandsliðið getur náð sögulegum árangri á Kýpur í kvöld þegar liðið mætir heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2014. Með sigri verður liðið með fullt hús eftir tvo leiki sem hefur aldrei gerst áður í sögu Íslands í undankeppnum HM og EM.

Elín Metta og Sandra María bættu met Margrétar Láru

Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen tryggðu sér um helgina markadrottningartitilinn í Pepsi-deild kvenna og settu um leið nýtt met því aldrei hafa yngri leikmenn orðið markahæstar í efstu deild kvenna.

Barcelona fer í fánaliti Katalóníu

113 ára bið Katalóníubúa eftir því að sjá upphaldsliðið sitt í fánalitum Katalóníu lýkur loksins á næstu leiktíð. Þá verður varabúningur félagsins í rauðum og gylltum lit.

Reynt að múta markverði Ghana á HM 2006

Richard Kingson, fyrrum landsliðsmarkvörður Ghana, hefur greint frá því að sér hafi verið boðið 37 milljónir króna fyrir að tapa viljandi 2-0 fyrir Tékkum á HM árið 2006.

Knattspyrnudómari hótaði að skjóta Hannes

Hannes Þ. Sigurðsson er á sínu fyrsta tímabili með FC Atyrau í Kasakstan og það er ljóst á færslu hans inn á twitter að hann er staddur í allt öðrum menningarheimi en fótboltamenn eiga að venjast í Vestur Evrópu. Vefsíðan fótbolti.net segir frá ævintýri Hannesar inn á síðu sinni í kvöld.

Man. City býður Silva gull og græna skóga

Spænski landsliðsmaðurinn David Silva er í samningaviðræðum við Man. City þessa dagana. Félagið vill endilega gera nýjan, langtímasamning við leikmanninn.

Levein reiður út í skoska fjölmiðla

Skoski landsliðsþjálfarinn, Craig Levein, er allt annað en sáttur við skoska fjölmiðla eftir að þeir fóru mikinn eftir fyrsta leik liðsins í undankeppni HM. Honum lauk með markalausu jafntefli.

Sjöunda tapið í röð hjá 21 árs landsliðinu - töpuðu 0-5 í Belgíu

Íslenska 21 árs landsliðið lék sinn síðasta leik í undankeppni EM í kvöld þegar strákarnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0 á móti Belgíu í Freethiel. Íslenska liðið vann Belga í fyrsta leiknum sínum í riðlinum en tapaði síðan sjö síðustu leikjunum sínum með markatölunni 2-20.

Solbakken um Björn Bergmann: Virðist alltaf meiðast í sófanum

Stale Solbakken, stjóri Wolves, hefur eins og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck lítið getað notað Björn Bergmann Sigurðarson á tímabilinu en þessi stórefnilegi íslenski framherji er búinn að vera mikið meiddur. Björn Bergmann hefur sem dæmi ekki enn náð að spila landsleik fyrir Lagerbäck þótt að Svíinn hafi verið duglegur að velja hann í landsliðshópana sína.

Margrét Lára spilaði með Kristianstad í kvöld

Margrét Lára Viðarsdóttir lék í kvöld með Kristianstad þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Margrét Lára verður ekki með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum á móti Norður-Irlandi og Noregi á næstu dögum þar sem hún gaf ekki kost á sér vegna meiðsla.

Gerrard: Verður að sýna Sterling þolinmæði

Hinn 17 ára gamli leikmaður Liverpool, Raheem Sterling, var í dag valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Úkraínu. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að það þurfi að fara varlega með unga menn eins og Sterling.

Neymar: Ég er ekki vél

Brasilíska undrabarnið Neymar er ekki kátur með stuðningsmenn landsliðsins eftir að þeir bauluðu á hann í vináttulandsleik gegn Suður-Afríku á föstudag.

Cahill eða Jagielka mun leysa Terry af hólmi

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur greint frá því að hann muni aðeins gera eina breytingu á byrjunarliði sínum í leiknum gegn Úkraínu annað kvöld.

Benitez hissa á því að heyra ekkert frá Anfield

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez viðurkennir að hafa beðið við símann í sumar eftir að ljóst varð að Kenny Dalglish yrði ekki áfam með Liverpool. Benitez átti von á símtali frá Anfield.

Spurs ekki búið að gefast upp á Moutinho

Þó svo forráðamenn Tottenham séu ósáttir við kollega sína hjá Porto vegna þess að salan á Moutinho gekk ekki í gegn í síðasta mánuði hafa þeir ekki gefist upp á leikmanninum.

Kári getur ekki spilað á morgun

Kári Árnason mun ekki geta leikið með íslenska landsliðinu gegn Kýpur ytra á morgun. Þetta staðfesti Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari við Vísi í dag.

Lloris ætlar að funda með Villas-Boas

Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er nýkominn til Tottenham og þegar hefur verið mikið drama í kringum hann þar sem ekki er útlit fyrir að hann verði markvörður númer eitt hjá félaginu. Ekki strax í það minnsta.

Lampard: Stoltur af því að spila fyrir England

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist aldrei hafa íhugað að leggja landsliðsskóna á hilluna í sumar og er ánægður að hafa ákveðið að halda áfram með landsliðinu.

Petrov: Erfitt en á réttri leið

Búlgarinn Stiliyan Petrov hefur tjáð sig um veikindi sín í fyrsta sinn síðan greint var frá því að hann væri að hafa betur í baráttu sinni við hvítblæði.

Sabella: Messi er hamingjusamur

Þó svo að Cristiano Ronaldo segist vera óhamingjusamur hjá Real Madrid er Lionel Messi í skýjunum, bæði með félasgliði sínu og landsliði.

England og Jamaíka bítast um Sterling

Theodore Whitmore, landsliðsþjálfari Jamaíku, segist nú bíða þess að táningurinn Raheem Sterling taki ákvörðun um hvaða landsliði hann vilji spila með í framtíðinni.

Buffon verður áfram hjá Juventus

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að markvörðurinn Gianluigi Buffon muni í næstu viku skrifa undir nýjan langtímasamning við Juventus.

Matthías og Guðmundur skoruðu báðir

Þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson voru báðir á skotskónum þegar að lið þeirra, Start, gerði 3-3 jafntefli við Tromsdalen í norsku B-deildinni í dag.

Bellamy enn í sárum eftir fráfall Speed

Craig Bellamy hefur greint frá því að hann eigi afar erfitt uppdráttar eftir fráfall Gary Speed á síðasta ári og að það hafi til að mynda valdið erfiðleikum í hjónabandi sínu.

Terry frá vegna ökklameiðsla

John Terry verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Úkraínu á Wembley-leikvanginum á þriðjudagskvöldið.

Katrín spilaði með Djurgården á ný

Katrín Jónsdóttir spilaði með sænska liðinu Djurgården í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði þegar að liðið tapaði fyrir Kopparbergs/Göteborg í dag, 2-0.

Ferguson sagður vilja kaupa Ronaldo

Sunday Mirror greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson ætli að leita eftir stuðningi stjórnar Manchester United um að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo sem félagið seldi til Real Madrid á 80 milljónir punda fyrir þremur árum.

Hef aldrei átt betra samtal við leikmann

Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, segir að hann hafi gjörbreytt afstöðu sinni til Robin van Persie eftir samtal sem þeir áttu í sumar.

Drillo: Rangstöðumarkið átti að standa

Norðmenn eru enn í sárum eftir 2-0 tapið fyrir Íslandi á föstudag og landsliðsþjálfari Noregs, Egil "Drillo“ Olsen, kvartaði sáran í viðtölum við norska fjölmiðla í gær.

Kári gæti spilað á þriðjudaginn

Íslenska landsliðið lenti nú í kvöld á flugvellinum í Larnaca á Kýpur eftir langt ferðalag. Kári Árnason var með í för.

Sjá næstu 50 fréttir