Fleiri fréttir

Öll mörkin úr enska boltanum á Vísi

Heil umferð fór fram í enska boltanum um helgina. Alls voru skoruð 24 mörk í leikjunum og er hægt að skoða öll helstu tilþrifin úr leikununum á sjónvarpshluta Vísis. Þar er einnig að finna fallegustu mörk helgarinnar, bestu markvörslurnar, lið umferðarinnar ásamt fleiru.

Milan vill fá Kaka lánaðan | Real vill selja

AC Milan hefur mikinn áhuga á að fá Brasilíumanninn Kaka aftur í herbúðir sínar. Ítalska liðið vill fá kappann á láni en forráðamenn Real Madrid vilja hins vegar selja Kaka.

Mourinho afar ósáttur með leikmenn sína

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, var allt annað en sáttur við leikmenn sína eftir 2-1 tapið gegn Getafe í 2. umferð efstu deildar spænska boltans í gærkvöldi.

Bruce Springsteen kennt um frestunina í Sunderland

Þrátt fyrir miklar rigningar á Englandi í gær varð aðeins að fresta einum leik í úrvalsdeildinni. Það var í Sunderland og nú vilja menn kenna Bruce Springsteen og Coldplay um málið.

Guðjón: Það þarf kraftaverk

"Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en það voru ágætir kaflar í honum. Það var þungt að þurfa að tapa þessu. Við erum í erfiðri stöðu,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍA í kvöld.

Wenger: Við munum skora

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir markalausa jafnteflið gegn Stoke í dag að sóknarleikurinn væri vandamál hjá liðinu. Arsenal hefur ekki enn tekist að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Jóhann Berg sá rautt í markalausu jafntefli gegn Alfreð

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik fyrir hollenska liðið Heerenveen í dag er það sótti Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í AZ Alkmaar heim. Alfreð fór beint í byrjunarlið Heerenveen og lék í fremstu víglínu. Jóhann Berg hóf aftur á móti leik á bekknum.

Markalaust hjá Stoke og Arsenal

Stoke og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal setti harða pressu að marki Stoke er leið á leikinn en liðið náði ekki að angra Vito Mannone í marki Stoke að neinu ráði.

Owen er enn án félags

Hestaáhugamaðurinn og framherjinn Michael Owen er ekki af baki dottinn og hann stefnir ótrauður á að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Eto'o valinn í landslið Kamerún á nýjan leik

Framherjinn Samuel Eto'o er á leið aftur í kamerúnska landsliðið en hann er búinn að afplána átta mánaða bann sem hann fékk fyrir að taka þátt í verkfalli leikmanna.

Heynckes mun líklega hætta næsta sumar

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Munchen, hefur gefið í skyn að hann muni hætta með félagið næsta sumar er samningur hans við félagið rennur út.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 1-1

Stjarnan og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli á Samsungvellinum í kvöld en leikurinn var hluti af 17.umferð Pepsi-deildar karla. Þessi lið berjast um Evrópusætið í deildinni og var þetta gríðarlega mikilvægur leikur fyrir báða bóga. Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega korters leik en Eyjamenn náðu að jafna þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Grindavík 2-1

ÍA lyfti sér í fjórða sæti Pepsí deildar karla í fótbolta með góðum 2-1 sigri á baráttuglöðu liði Grindavíkur í kvöld á Akranesi. Staðan í hálfleik var 1-0 ÍA í vil en ÍA komst í 2-0 áður en Grindavík minnkaði muninn skömmu fyrir leikslok.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Selfoss 1-1

Breiðablik og Selfoss skildu jöfn í 17. umferð Pepsídeildar karla í kvöld. Liðin áttu sitt hvorn hálfleikinn, en Blikar leiddu í hálfleik eftir fínt skallamark Rafns Andra Haraldssonar eftir frábæra fyrirgjöf Þórðar Steinars Hreiðarssonar besta manns Blika í leiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-1

FH komust aftur á sigurbraut með 1-0 sigri á Fylkismönnum í Árbænum í kvöld. Sigurmarkið var í snyrtilegri kantinum, skot af 25-30 metra færi hjá nýliðanum Einari Karli Ingvarssyni.

Real Madrid tapaði gegn Getafe

Spánarmeistarar Real Madrid fengu á baukinn í kvöld er þeir sóttu Getafe heim. Heimamenn geysilega beittir í síðari hálfleik og nældu í sigur.

Liverpool gaf Man. City stig

Martin Skrtel var fyrst hetja og síðan skúrkur er Liverpool tók á móti Man. City. Liverpool komst tvisvar yfir í leiknum en gaf City tvö mörk í 2-2 jafnteflisleik. Seinna markið sem Skrtel gaf var sérstaklega pínlegt.

Cassano lætur Galliani heyra það

Antonio Cassano er orðinn leikmaður Inter og hann beið ekki boðanna með að senda stjórnarformanni AC Milan, Adriano Galliani, tóninn á blaðamannafundi.

Milan vill fá Kaká

Það er ekki enn orðið ljóst hvað verður um Brasilíumanninn Kaká hjá Real Madrid. Hann virðist ekki eiga mikla framtíð hjá félaginu og áhugi er víða að á leikmanninum.

Luiz verður ekki seldur til Barcelona

Roberto do Matteo, stjóri Chelsea, segir að það komi ekki til greina að selja varnarmanninn David Luiz frá félaginu. Hann sé einfaldlega ekki til sölu.

Sahin orðinn leikmaður Liverpool

Framhaldssögunni um Tyrkjann Nuri Sahin er loksins lokið. Hann er orðinn leikmaður Liverpool og mun leika með félaginu sem lánsmaður út leiktíðina. Hann er í eigu Real Madrid. Arsenal sótti einnig stíft að fá leikmanninn en hann endaði í herbúðum Liverpool.

Stjörnugleði í Laugardal - myndir

Stjörnustúlkur tryggðu sér sigur í bikarkeppni KSÍ í dag með góðum 1-0 sigri. Það var fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem tryggði liðinu sigur með glæsilegu marki.

Harpa: Spilaðist eins og við vildum

"Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok.

Þór vann bardagann um Akureyri

Þór frá Akureyri er kominn með þriggja stiga forskot á toppi 1. deildarinnar eftir sætan 1-0 sigur á nágrönnum sínum í KA í kvöld.

Rooney frá í mánuð vegna meiðsla

Wayne Rooney fékk ljótan skurð á lærið í leiknum gegn Fulham í dag. Leikmaður Fulham lenti ofan á honum með þessum skelfilegu afleiðingum.

Margrét Lára farin aftur til Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir er gengin í raðir sænska félagsins Kristianstad. Þar hittir hún fyrir þjálfarann Elísabetu Gunnarsdóttur sem Margréti finnst augljóslega gott að spila fyrir.

Suarez byrjar með hreint borð

Luis Suarez, framherji Liverpool, segist vera hættur að hugsa um öll lætin sem urðu á síðustu leiktíð. Hann segist hafa lagt þau til hliðar og segist ætla að byrja með hreint borð í vetur.

Kenny hættir á Twitter og biðst afsökunar

Markvörður Leeds, Paddy Kenny, er hættur á Twitter og hefur beðið eiganda QPR, Tony Fernandes, afsökunar á sms-unum sem hann sendi í ölæði um síðustu helgi.

Valskonur búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð

Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag?

Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn.

Baldur: Virkilega falleg vika að baki

Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur verið áberandi síðustu daga. Um síðustu helgi tryggði hann KR 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitum bikarkeppninnar með marki á lokamínútum leiksins og í fyrrakvöld skoraði hann tvö mörk í 3-1 sigri á FH í uppgjöri toppliða deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari

Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok.

Hazard og Torres sáu um Newcastle

Það verður ekki annað sagt en að Chelsea líti vel út í upphafi leiktíðar. Liðið vann sannfærandi sigur, 2-0, á Newcastle á heimavelli í dag.

Sjá næstu 50 fréttir