Fleiri fréttir

Kolbeinn: Er ekki kominn í toppform

"Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins.

Gylfi Þór: Alveg sama hvar ég spila

"Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum.

Eiður: Gott að sigra án þess að leika vel

"Ég held við séum sáttir við sigurinn en það hefði hæglega getað verið meiri hraði í leiknum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir sigurinn á Færeyjum í kvöld.

Sigrar hjá Spáni og Portúgal

Bæði Spánn og Portúgal voru á sigurbraut í kvöld í vináttulandsleikjum sínum. Portúgal lagði Panama á heimavelli á meðan Spánverjar sóttu sigur til Púertó Ríkó.

Noregur, Svíþjóð og Danmörk töpuðu öll

Norðmenn, sem verða fyrstu andstæðingar Íslands í undankeppni HM, töpuðu á heimavelli í kvöld. Þá fengu þeir á sig þrjú mörk gegn Grikkjum sem eru þekktir fyrir flest annað en góðan sóknarleik.

Malmö á toppinn

Íslendingaliðið Malmö vann í kvöld útisigur, 1-2, á Guðbjörgu Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Djurgarden.

Man. Utd búið að kaupa Van Persie frá Arsenal

Stuðningsmenn Arsenal eru í sárum eftir að staðfest var nú í kvöld að Man. Utd væri búið að festa kaup á þeirra besta manni, Robin van Persie. Þetta er staðfest á heimasíðu Man. Utd. BBC segir að kaupverðið sé 24 milljónir punda og mun Hollendingurinn skrifa undir fjögurra ára samning.

Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum

KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014.

Agger: Barcelona er eina félagið sem freistar mín

Danski landsliðsmiðvörðurinn Daniel Agger er enn leikmaður Liverpool þrátt fyrir tilboð frá Englandsmeisturum Manchester City og hann segist ekki spenntur fyrir neinu öðru félagi íensku úrvalsdeildinni. Daninn viðurkennir samt að Barcelona væri áhugaverður möguleiki fyrir sig í framtíðinni.

Fabrice Muamba leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba mun ekki leika fleiri fótboltaleik á ferlinum en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Muamba er aðeins 24 ára gamall og hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands. Hann varð fyrir því að hjarta hans stöðvaðist í leik vetur með Bolton og stóð endurlífgun yfir í 78 mínútur.

Elín Metta með sína aðra þrennu í fjórum leikjum - sjáið mörkin

Hin 17 ára gamla Elín Metta Jensen hefur farið mikinn í Pepsi-deild kvenna í sumar og skoraði í gær þrennu í 7-1 stórsigri á KR á Vodafonevellinum. Þetta var önnur þrenna Elínar Mettu í fjórum síðustu deildarleikjum Vals en hún er alls búin að skora 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Hodgson vonast til þess að John Terry sleppi við refsingu

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, segist vonast til þess að aganefnd enska knattspyrnusambandsins refsi ekki John Terry fyrir framkomu sína í leik á móti Queens Park Rangers fyrir tæpu ári síðan.

Lampard vill ljúka ferlinum hjá Chelsea

Frank Lampard hefur áhuga á því að ljúka ferlinu með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Lampard, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð en hann verður með enska landsliðinu í kvöld í vináttulandsleik gegn Ítalíu.

Ársmiðasala hjá AC Milan gengur afar illa

Það gengur illa að selja ársmiða hjá ítalska stórliðinu AC Milan fyrir komandi keppnistímabil. Félagið hefur selt stærstu stjörnur liðsins, Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva, og stuðningsmenn liðsins hafa haldið að sér höndum varðandi kaup á ársmiðu. Salan hefur ekki verið lélegri frá árinu 1986.

Maradona vill starfa í Kína

Diego Maradona, sem á sínum tíma var besti knattspyrnumaður heims, hefur áhuga á að fá þjálfarastarf í Kína. Argentínumaðurinn mun á næstum dögum taka þátt í verkefni á vegum góðgerðasamtaka og hefur hinn 54 ára gamli Maradona lýst yfir áhuga á að fá starf þar í landi.

Fimm lið án lykilmanna á mánudaginn

Fimm lið í Pepsi-deild karla verða án lykilmanna í 16. umferð Pepsi-deildar karla sem hefst á mánudagskvöld. Leikmennirnir taka út leikbönn.

Alfreð: Hef aldrei verið í betra formi

Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skorar og leggur upp mörk í nánast hverjum leik. Þeir eru því margir sem vilja sjá hann í byrjunarliðinu gegn Færeyingum í kvöld.

Við verðum að fara að vinna leiki

Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna.

Dean Martin fagnaði með heljarstökki

Dean Martin, leikmaður og aðstoðarþjálfari Skagamanna, fagnaði marki sínu í 3-2 sigrinum gegn Keflavík á dögunum með glæsilegu heljarstökki. Martin verður fertugur þann 31. ágúst.

Mark Heiðars dugði ekki til

Íslendingaliðið Cardiff City komst alla leið í enska deildarbikarnum á síðustu leiktíð en bikarævintýrið í ár var stutt því liðið er úr leik eftir 2-1 tap gegn Northampton.

Hulk vill spila á Englandi eða Spáni

Brasilíski sóknarmaðurinn Hulk segist tilbúinn að yfirgefa herbúðir Porto. Hann er spenntastur fyrir því að spila á Englandi eða Spáni.

Nær útilokað að Bretar verði með lið í Ríó

Alex Horne, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir breskt karlalandslið ekki verða meðal þátttökuþjóða í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016. Þá segir hann ólíklegt að kvennalandslið verði sent til keppni.

Eiður Smári: Ég vil taka síðustu árin með trompi

"Þetta er skringileg staða hjá mér að vera ekki hjá félagsliði en vera valinn í landsliðshópinn," segir Eiður Smári Guðjohnsen en Íslendingar mæta Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli annað kvöld.

Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 15. umferð karla í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 15. umferð Pepsideildar karla. Það gekk mikið á í leikjunum sex og alls voru skoruð 28 mörk og höfðu sérfræðingar þáttarsins, Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson, um nóg að ræða. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshluta Vísis.

Grétar Rafn reiknar með því að semja í dag eða á morgun

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson segist reikna með því að ganga frá samningum við nýtt félag í dag eða á morgun. Grétar Rafn hefur verið samningslaus frá því í vor en hann var áður á mála hjá Bolton Wanderers.

Fjórir Íslandsvinir í landsliðshópi Færeyinga

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Færeyingum í æfingaleik á Laugardalsvelli annað kvöld. Fjórir liðsmenn Færeyinga eru íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnir.

Mourinho leggur til nýtt viðurnefni á sjálfan sig

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að viðurnefnið "Hinn eini" sé meira við hæfi en "Hinn einstaki" þar sem hann hefur stýrt félagi til sigurs í þremur sterkustu deildum í Evrópu.

Agger vill vera áfram hjá Liverpool

Daniel Agger, leikmaður Liverpool, hefur tjáð sig um áhuga Manchester City á sér. Hann segist þó umfram allt vilja spila fyrir Liverpool.

Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010

Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar.

Arnór Ingvi lánaður til Noregs

Hinn stórefnilegi leikmaður Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason, mun ekki spila fleiri leiki með Keflavík í sumar því búið er að lána hann til norska liðsins Sandnes Ulf.

Sjá næstu 50 fréttir