Fleiri fréttir

Landsliðshópar fyrir Íran og Lúxemborg klárir

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt tvo landsliðshópa fyrir vináttulandsleikina gegn Íran og Lúxemborg. Fyrri leikurinn gegn Íran fer fram í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember en seinni leikurinn við Lúxemborg fer fram 14. nóvember í Lúxemborg.

Frá varamannabekk Fredrikstad til AC Milan?

Samkvæmt norskum fjölmiðlum í dag er framherjinn Dominic Adiyiah, liðsfélagi Garðars Jóhannssonar hjá Fredrikstad í Noregi, líklega á leið til ítalska stórliðsins AC Milan.

Brown vonast til að halda starfi sínu hjá Hull

Það gengur mikið á hjá Hull City þessa dagana en stjórnarformaður félagsins, Paul Duffen, er hættur hjá félaginu. Í gær var talið að búið væri að sparka stjóranum, Phil Brown, en hann vonast til að starfa áfram fyrir félagið.

Drenthe: Verðum að sýna fólki okkar rétta andlit

Hollenski landsliðsmaðurinn Royston Drenthe hjá Real Madrid hefur komið knattspyrnustjóra félagsins Manuel Pellegrini til varnar en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi undanfarið.

Góðgerðarleikur í Kórnum á milli HR og HÍ

Úrvalslið Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mætast í góðgerðarleik í fótbolta í Kórnum á laugardag kl. 17. Bæði liðin eru skipuð leikmönnum úr liðum í Pepsi-deild karla en Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, stýrir liði HR og Magnús Gylfason stýrir liði HÍ.

Myndi kosta 11 milljónir evra að reka Pellegrini

Spænskir fjölmiðlar eru fullvissir um að starf knattspyrnustjórans Manuel Pellegrini hjá Real Madrid hangi á bláþræði eftir að félagið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Keane: Erum með sterkari leikmannahóp en Arsenal

Framherjinn Robbie Keane hjá Tottenham er byrjaður á sálfræðihernaði fyrir Lundúnaslaginn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann lýsti því yfir á blaðamannafundi að leikmannahópur Tottenham væri sterkari en hjá Arsenal.

Pedro með tvö í sigri Barcelona

Pedro skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á neðrideildarliðinu Cultural Leonesa í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en sá síðari fer fram á Nou Camp.

Arsenal vann Liverpool

Arsenal vann í kvöld 2-1 sigur á Liverpool í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Naumt í Norður-Írlandi

Katrín Ómarsdóttir var hetja íslenska landsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Norður-Írlandi ytra í undankeppni HM 2011.

Messi skilur ekkert í Real Madrid

Það er um fátt annað talað á Spáni í dag en niðurlægingu Real Madrid en liðið tapaði eins og kunnugt er 4-0 fyrir Alcorcon. Líklega mesta niðurlæging í sögu félagsins.

Martinez neitar að hafa tjáð sig um Ferguson

Breskir fjölmiðlar margir hverjir birtu í dag þýtt viðtal úr spænska blaðinu AS þar sem knattspyrnustjórinn Roberto Martinez hjá Wigan fullyrðir að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United fái sérmeðferð hjá enska knattspyrnusambandinu.

Tíu lélegusta kaup sumarsins

Strákarnir á vefsíðunni sport.co.uk hafa tekið saman lista yfir tíu lélegustu kaupin í Evrópuboltanum í sumar. Eflaust eru ekki allir á eitt sáttir um þennan lista.

Mourinho: Zenga er ekki vinur minn á morgun

Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur tjáð Walter Zenga, þjálfara Palermo, að vinskapur þeirra fjúki út um gluggann á meðan liðin þeirra mætast á vellinum.

Mancini og Spalletti orðaðir við Real Madrid

Ítalskir og spænskir fjölmiðlar keppast nú við að setja saman lista af líklegum eftirmönnum Manuel Pellegrini í starfi hjá Real Madrid fari svo að knattspyrnustjórinn verði látinn fara.

Paris viðurkennir að hafa pantað seiðkarlinn Pepe

Furðulegasta fréttamáli í áraraðir er ekki lokið. Paris Hilton hefur nú viðurkennt að seiðkarlinn Pepe sé á sínum snærum. Seiðkarlinn segist hafa lagt álögur á Cristiano Ronaldo sem sé ástæðan fyrir því að hann sé meiddur.

Aquilani og Nasri spila væntanlega í kvöld

Þrír leikir fara fram í enska deildabikarnum í kvöld. Chelsea fær Bolton í heimsókn, Scunthorpe sækir Man. City heim en stórleikurinn er á Emirates þar sem Arsenal og Liverpool mætast.

Eyjamenn hafa rætt við Atla - mál Gunnars Heiðars enn í frosti

Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, viðurkennir að félagið hafi sett sig í samband við Atla Jóhannsson en tilkynnt var formlega á heimasíðu KR í gær að leikmaðurinn myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Vesturbæjarliðið.

Martinez: Sir Alex Ferguson fær sérmeðferð hjá FA

Knattspyrnustjórinn Roberto Martinez hjá Wigan gagnrýnir enska knattspyrnusambandið (FA) harðlega fyrir að þora ekki að taka á knattspyrnustjóranum Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United.

Pellegrini: Vona að stuðningsmennirnir fyrirgefi okkur

Það var ekki hátt risið á knattspyrnustjóranum Manuel Pellegrini hjá Real Madrid þegar hann svaraði blaðamönnum eftir vægast sagt vandræðalegt 4-0 tap gegn þriðju deildarliðinu Alcorcon, sem er einnig frá Madrid, í fjórðu umferð Konungsbikarsins á Spáni í gærkvöldi.

Stjörnumprýtt lið Real Madrid steinlá gegn Alcorcon

Real Madrid hóf göngu sína í konungsbikarnum á Spáni vægast sagt hörmulega í kvöld þegar liðið tapaði 4-0 gegn c-deildarliðinu og grönnum sínum í Alcorcon á Santo Domingo-leikvanginum en staðan var 3-0 fyrir heimamönnum í hálfleik.

Atli yfirgefur herbúðir KR

Eyjamaðurinn Atli Jóhannsson verður ekki áfram hjá KR en fregnirnar voru staðfestar á heimasíðu KR í kvöld. Atli kom til KR frá ÍBV fyrir tímabilið árið 2007 og hefur leikið alls 72 leiki og skorað 6 mörk fyrir Vesturbæjarliðið síðan þá.

Enski deildarbikarinn: United vann Barnsley

Manchester United komst í átta-liða úrslit deildarbikarsins í kvöld eftir 0-2 sigur gegn Emil Hallfreðssyni og félögum í Barnsley á Oakwell-leikvangunum. Emil lék allan leikinn á miðjunni hjá Barnsley og stóð vel fyrir sínu.

Benitez: Gerrard vonandi klár um næstu helgi

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur staðfest að miðjumaðurinn og fyrirliðinn Steven Gerrard verði ekki með Liverpool gegn Arsenal í enska deildarbikarnum annað kvöld.

Aguero orðaður við Chelsea - félagaskipti velta á banninu

Samkvæmt heimildum götublaðsins The Sun eru forráðamenn Chelsea tilbúnir að endurnýja áhuga sinn á framherjanum Sergio Aguero hjá Atletico Madrid í janúar fari svo að áfrýjun Lundúnafélagsins vegna félagskiptabannsins frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu nái í gegn.

Ancelotti: Heit mjólk og rauðvín frábær lyf gegn flensu

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea er ósammála kollega sínum „Stóra“ Sam Allardyce hjá Blackburn sem telur næsta víst að leikmenn Chelsea séu næstir til þess að smitast af svínaflensu eftir leik liðanna um síðustu helgi.

Sjá næstu 50 fréttir