Fleiri fréttir

Ívar ekki í hópnum

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp fyrir leikinn gegn Dönum ytra þann 21. nóvember næstkomandi.

Leikjum frestað á Ítalíu

Öllum leikjum í B- og C-deildum á Ítalíu sem áttu að fara fram um helgina hefur verið frestað um óákveðinn tíma í kjölfar ofbeldis í tengslum við knattspyrnuleiki þar í landi síðastliðinn sunnudag.

Spáir United titlinum

Norski vængmaðurinn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn segist sannfærður um að Manchester United verji Englandsmeistaratitil sinn á leiktíðinni. United vann 2-0 sigur á Blackburn á sunnudaginn.

Bodö/Glimt í úrvalsdeild

Bodö/Glimt er komið aftur í norsku úrvalsdeildina en liðið lagið Odd Grenland samanlagt 4-2 í tveimur umspilsleikjum. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum.

WBA upp í annað sætið

West Bromwich Albion skaust upp í annað sæti ensku 1. deildarinnar í kvöld. Liðið vann Coventry 4-0 á útivelli. Fyrir leikinn var búist við jafnri viðureign enda aðeins þrjú stig sem skildu liðin að.

Öruggur sigur Arsenal á Reading

Arsenal vann 3-1 útisigur á Reading á Madjeski vellinum í kvöld. Mathieu Flamini, Emmanuel Adebayor og Aleksander Hleb skoruðu mörk Arsenal.

Zlatan leikmaður ársins í Svíþjóð

Í kvöld fór fram lokahóf knattspyrnumanna í Svíþjóð. Það var Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður ítalska liðsins Inter, sem hlaut stærstu verðlaunin en hann var kjörinn leikmaður ársins 2007 í Svíþjóð.

Leikmenn verða að taka ábyrgð

„Leikmenn verða að taka sinn skammt af ábyrgð," segir Steven Gerrard sem stendur við bakið á Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands. McClaren hefur fengið vænan skammt af gagnrýni en Gerrard sýnir honum stuðning.

Bikarmeistarar ekki í Meistaradeildina

Tillaga Michel Platini, forseta knattspyrnusambands Evrópu, um að bikarmeistarar fái sæti í Meistaradeild Evrópu hefur verið felld. Þetta gerðist á stjórnarfundi UEFA í dag.

Barton ekki refsað

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur ákveðið að refsa ekki Joey Barton fyrir tæklingu hans um helgina. Barton átti glæfralega tæklingu á Dickson Etuhu í leik Newcastle og Sunderland á laugardag.

Strachan spáir nýrri Evrópudeild

Gordon Strachan, knattspyrnustjóri skoska liðsins Glasgow Rangers, reiknar með því að lið hans muni innan tíðar mæta sterkustu liðum Evrópu í sérstakri ofurdeild.

Ólafur Páll í Fjölni

Ólafur Páll Snorrason mun spila með nýliðum Fjölnis í Landsbankadeildinni næsta sumar. Ólafur Páll hefur fengið sig lausan undan samningi við FH og staðfesti á vefsíðunni Fótbolti.net að hann mun semja við Fjölni.

Arsenal heimsækir Reading

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn 2. Reading og Arsenal mætast á Madjeski vellinum en leikurinn hefst klukkan 20:00.

Logi: Jónas var efstur á óskalistanum

Logi Ólafsson, þjálfari KR, segir að Jónas Guðni Sævarsson passi vel inn í áætlanir sínar fyrir lið KR-inga og leik liðsins á næstu leiktíð.

Lögreglumaðurinn niðurbrotinn

Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður.

Steinþór áfram í Val

Steinþór Gíslason hefur framlengt samning sinn við Val til loka ársins 2009. Hann gat ekkert leikið með félaginu í sumar vegna meiðsla.

Frail: Eggert valinn í landsliðið

Steven Frail, aðstoðarknattspyrnustjóri Hearts, sagði í samtali við skoska fjölmiðla að Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið valinn í A-landslið Íslands.

Jónas Guðni í KR

Jónas Guðni Sævarsson mun í dag ganga til liðs við KR samkvæmt heimildum Vísis.

Gömlu mennirnir úti í kuldanum hjá Donadoni

Roberto Donadoni landsliðsþjálfari Ítala valdi í dag hópinn sem mæta Skotum og Færeyingum í undankeppni EM í næstu viku. Gömlu kempurnar Alessandro Del Piero og Filippo Inzaghi hljóta ekki náð fyrir augum þjálfarans þrátt fyrir að spila ágætlega með liðum sínum Juventus og Milan.

Strákurinn var óheppinn

Sir Alex Ferguson viðurkenndi að rauða spjaldið sem David Dunn fékk í leik Manchester United og Blackburn í dag hefði verið strangur dómur.

Ánægðastur með að halda hreinu

Guus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, sagðist fyrst og fremst ánægður með að hans menn hefðu náð að halda hreinu í dag þegar liðið burstaði Wigan 4-0 og fjarlægðist fallsvæðið enn frekar.

Einn af okkar bestu leikjum

Avram Grant knattspyrnustjóri sagðist hafa verið ánægður með sína menn í dag þegar lið hans Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Everton á heimavelli.

City heldur þriðja sætinu

Portsmouth og Manchester City skildu jöfn 0-0 í lokaleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag og því eru City-menn enn í þriðja sæti deildarinnar. Hermann Hreiðarsson var á bekknum hjá Portsmouth í dag og kom ekki við sögu. Portsmouth er í sjötta sæti deildarinnar.

Reggina af botninum eftir fyrsta sigurinn

Emil Hallfreðsson og félagar í Reggina unnu loks sinn fyrsta sigur í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Genoa 2-0 á heimavelli sínum. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina í dag og með sigrinum lyfti liðið sér úr botnsætinu.

Ronaldo skaut United á toppinn

Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar með verskulduðum sigri á Blackburn 2-0 á Old Trafford.

Everton náði í stig á Stamford Bridge

Bakfallsspyrna Tim Cahill tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Chelsea í viðureign liðanna á Stamford Bridge í dag eftir að Didier Drogba hafði komið heimamönnum yfir með laglegum skalla.

Eriksson tjáir sig ekki um Eið Smára

Sven-Göran Eriksson vill ekkert gefa upp um áformuð leikmannakaup sín hjá Manchester City þegar félagskiptaglugginn opnast í janúar. Fjöldi leikmanna hafa verið orðaðir við City undanfarið og þar á meðal Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona.

Leik Atalanta og Milan hætt vegna óláta

Leikur Atalanta og Milan sem fara átti fram í ítölsku A-deildinni í dag var flautaður af eftir ólæti áhorfenda í upphafi leiks. Fregnir herma að stuðningsmennirnir hafi reiðst þegar þeir heyrðu af dauða stuðningsmanns Lazio sem féll fyrir voðaskoti lögreglu í dag.

Villa vann grannaslaginn í Birmingham

Skallamark Gabriel Agbonlahor undir lokin tryggði Aston Villa nauman 2-1 sigur á grönnum sínum í Birmingham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Adriano vill fara til Manchester City

Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter hefur nú lýst því yfir að hann vilji komast að hjá félagi í ensku úrvalsdeildinnii þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Hitzfeld sáttur við að tapa stórt

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segist í samtali við Bild vera mjög ánægður með að hans menn hafi fengið 3-1 skell gegn Stuttgart í gær. Hann vill meina að tapið verði þá kannski til þess að vekja hans menn úr rotinu.

Leikjum frestað eftir dauða stuðningsmanns

Leik Inter og Lazio í ítölsku A-deildinni í dag hefur verið frestað eftir að stuðningsmaður Rómarliðsins lét lífið í átökum sem brutust á veitingastað við hraðbraut í Toskana-héraði í dag.

Hundurinn truflar Cole í kynlífinu

Cheryl Cole, eiginkona knattspyrnumannsins Ashley Cole hjá Chelsea, segir bónda sinn ekki geta stundað kynlíf þegar hundurinn þeirra sér til.

Grannaslagur í Birmingham

Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og byrjar fjörið í Birmingham nú klukkan 13 þar sem grannarnir Birmingham og Aston Villa eigast við á St. Andrews vellinum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn 2.

Getafe hefur tak á Barcelona

Smálið Getafe frá Madrid hefur enn föst tök á stórliði Barcelona og í gær vann Getafe 2-0 sigur í einvígi liðanna. Barcelona tapaði 4-0 síðast þegar það mætti á Coliseum fyrir hálfu ári og gekk ekki mikið betur í gærkvöldi.

Tækling Joey Barton til skoðunar

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að taka til skoðunar tæklingu miðjumannsins Joey Barton á Dickson Etuhu í leik Newcastle og Sunderland í gær. Tæklingin þótti nokkuð glæfraleg og lenti leikmönnunum saman í kjölfarið.

Benayoun meiddur

Ísraelski miðjumaðurinn Yossi Benayoun meiddist á nára í leik Liverpool og Fulham í gær og missir fyrir vikið af landsleik gegn Rússum í næstu viku. Þetta er mikið áfall fyrir bæði Ísraela og Englendinga, sem treysta á sigur Ísraela í leiknum til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti á EM.

Fulham hékk í Liverpool í 80 mínútur

Rafa Benitez tefldi fram óbreyttu liði í fyrsta skipti í meira en ár í kvöld þegar lið hans lagði Fulham 2-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Varamaðurinn Fernando Torres braut ísinn á 81. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak og Steven Gerrard innsiglaði sigurinn með marki úr loðinni vítaspyrnu sem dæmd var í lokin.

Meistararnir færðu Bayern fyrsta tapið

Bayern Munchen tapaði í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lá 3-1 fyrir meisturum Stuttgart.

West Ham valtaði yfir arfaslakt lið Derby

Lee Bowyer skoraði tvívegis þegar Íslendingalið West Ham burstaði hörmulegt lið Derby 5-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Derby hefur ekki skoraði mark í 521 mínútu og virðist lítið hafa lítið erindi í deild þeirra bestu á Englandi.

Armréttur og Allardyce hjá Guðna á morgun

Það verður mikið um að vera í þættinum 4-4-2 með Guðna Bergs og Heimi Karls á Sýn 2 á morgun. Þar þarf Guðni Bergsson að standa við gefið loforð og tekur svo símaviðtal við Sam Allardyce, stjóra Newcastle.

Guðmundur framlengir við Keflavík

Guðmundur Steinarsson er búinn að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur um tvö ár. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur síðustu ár, en átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta í dag.

Sjá næstu 50 fréttir