Fleiri fréttir Pálmi mun ekki kaupa Newcastle Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson ætlar ekki að kaupa enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Þetta staðfesti hann í samtali við blaðamann Vísis í morgun. Þar með er ljóst að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson, sem báðir voru tengdir við möguleg kaup á félaginu um helgina, munu kaupa það. 21.8.2007 08:55 Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið Svo virðist vera að að það sé aðeins athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson sem sé að íhuga kaup á enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var orðaður við kaupin í fjölmiðlum á sunnudaginn, sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að hann kæmi ekki nálægt kaupunum á Newcastle. "Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið," sagði Jón Ásgeir. 21.8.2007 00:01 Mál Heinze leysist í fyrsta lagi á morgun Mál argentíska varnarmannsins sterka, Gabriel Heinze, mun ekki leysast fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Heinze vill ólmur komast frá Manchester United til Liverpool en það vilja forráðamenn United ekki fallast á. Heinze flutti mál sitt frammi fyrir stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem hann sagði að sér hafi verið lofað að hann mætti fara ef tilboð upp á 6,8 milljónir punda bærist í hann. 20.8.2007 21:25 Íslendingar á skotskónum í Svíþjóð Stefán Þórðarson skoraði mark IFK Norrköping í 1-1 jafntefli gegn IF Sylvia í dag í næstefstu deild Svíþjóðar. Stefán spilaði allan leikinn í framlínunni en Garðar B. Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður. Norrköping er sem fyrr langefst í deildinni, eða með 15 stiga forskot á næstu lið. Þá skoraði Helgi Valur Daníelsson fyrir Östers IF í 1-1 jafntefli gegn Landskrona. 20.8.2007 20:00 Mourinho segir enga leikara vera í Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur byrjað enn eitt orðaskakið við kollega sinn hjá Liverpool, Rafa Benitez. Núna heldur hann því fastlega fram að enginn í liði hans sé með leikaraskap. 20.8.2007 18:10 Bojnov spilar ekki meira á þessu ári Forráðamenn Manchester City hafa staðfest það að framherjinn Valeri Bojinov verði frá vegna meiðsla næstu fimm mánuði vegna meiðsla. Bojinov var borinn af leikvelli í leiknum gegn Manchester United í gær og eftir skoðun kom í ljós að hann hefði slitið liðbönd í hnénu. Bojinov gekk til liðs við City fyrr í mánuðinum en talið er að hann muni ekki spila knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi í janúar. 20.8.2007 17:47 Diouf vill yfirgefa Bolton El-Hadji Diouf, framherji Bolton, segist vilja yfirgefa Bolton og ganga til liðs við félög sem eru með metnað til að spila í Meistaradeild Evrópu. Diouf segir að Bolton setji of háan verðmiða sig að það sé ástæðan fyrir því að hann sé ekki farinn nú þegar. Bolton vill fá tíu milljónir punda fyrir leikmanninn. Diouf segir að Tottenham, Celtic, Lyon og tveir aðrir klúbbar hafi gert tilboð í sig. 20.8.2007 16:40 Gallas frá næstu þrjár vikur William Gallas, fyrirliði Arsenal, verður hugsanlega frá í allt að þrjár vikur vegna meiðsla í nára sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Þessi þrítugi varnarmaður þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik eftir að hafa farið í tæklingu gegn Roque Santa Cruz. 20.8.2007 15:26 Maður 3. umferðar: Micah Richards Leikmaður helgarinnar er Micah Richards. Það er of langt mál að telja upp öll skiptin sem sóknaraðgerðir Manchester United strönduðu á Richards um helgina. Hann var sem klettur í vörninni ásamt reynsluboltanum Richard Dunne og gaf Tevez og félögum engin grið. 20.8.2007 15:08 Bent, Hargreves, Campbell og Gerrard draga sig úr landsliðshópnum Darren Bent, Sol Campbell, Steven Gerrard og Owen Hargreaves hafa allir dregið sig úr landsliðshóp Englands fyrir vináttuleikinn gegn Þjóðverjum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Þessar fréttir eru áfall fyrir Steve McClaren, stjóra enska landsliðsins, en leikurinn er sá fyrsti á tímabilinu fyrir enska landsliðið. 20.8.2007 15:05 Makelele framlengir við Chelsea Franski miðjumaðurinn Claude Makelele og Chelsea hafa náð samkomulagi um að framlengja samning kappans um eitt ár sem gerir það að verkum að Makelele er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö árin, en hann átti eitt ár eftir að samning sínum. 20.8.2007 14:14 Valsstúlkur mæta Everton Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október. 20.8.2007 12:05 Styles ekki með um næstu helgi Dómarinn sem dæmdi leik Liverpool og Chelsea í gær verður hvíldur um næstu helgi vegna slakrar frammistöðu sinnar. Þetta staðfesti Keith Hackett, yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, nú rétt í þessu. Styles þótti standa sig afspyrnuilla í leiknum og dæmdi meðal annars umdeilda vítaspyrnu. 20.8.2007 11:22 Öll mörk helgarinnar á Vísi Það var mikið um að vera í enska boltanum um helgina. Eins og venjulega getur þú séð öll mörk helgarinnar og öll bestu tilþrifin í enska boltanum á Vísi. Ekki miss af neinu. 20.8.2007 11:16 Ákvörðun um framtíð Heinze tekin í dag Enska knattspyrnusambandið mun í dag fjalla um mál Gabriel Heinze og ákvarða hvort honum verði leyft að fara frá Manchester United til Liverpool. Eins og áður hefur verið greint frá heldur Heinze því fram að hann hafi í höndunum skriflegt loforð frá forráðamönnum United um að hann fái að fara. 20.8.2007 10:02 Gerrard brjálaður út í Styles Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er allt annað en sáttur með frammistöðu Rob Styles í leik Liverpool og Chelsea í gær. Styles gaf Chelsea afar umdeilda vítaspyrnu við litla hrifningu Gerrrard og félaga hans. "Leikmenn Chelsea settu mikla pressu á dómarann allan leikinn og á endanum gaf hann þeim víti," sagði Gerrard. 20.8.2007 09:39 Tottenham að leita að nýjum þjálfara? Þrátt fyrir öruggan 4-0 sigur á Derby á laugardag er Martin Jol, þjálfari Tottenham. langt frá því að vera öruggur í sæti sínu. Enskir fjölmiðlar flytja af því fréttir í dag að stjórnarmenn í félaginu hafi fundað með Juande Ramos, þjálfara Sevilla, á föstudag. 20.8.2007 09:21 Jafntefli á Anfield Liverpool og Chelsie skildu jöfn á heimavelli Liverpool, Anfield. Þetta var síðasti leikur umferðarinnar og eftir leiki helgarinnar er Chelsea í öðru sæti deildarinnar með sjö stig. Livepool á hins vegar leik til góða og er með fjögur stig. 19.8.2007 15:01 Hræðileg mistök Lehman kostuðu Arsenal sigur Arsenal og Blackburn voru rétt í þessu að gera 1-1 jafntefli á Ewood Park. Robin Van Persie kom Arsenal yfir með góðu marki á 18. mínútu en David Dunn jafnaði í seinni hálfleik eftir að Jens Lehman hafði misst skot hans í markið. Þetta eru önnur mistök Lehman á tímabilinu sem kosta Arsenal mark. 19.8.2007 14:25 Erikson sá við Ferguson - United enn án sigurs Nú var að ljúka leik Man City og Man United. City vann leikinn 1-0 með marki frá Geovanni. United er því enn án sigurs eftir þrjá leiki í Úrvalsdeildinni. Bein textalýsing var á leiknum hér á Vísi 19.8.2007 12:03 Veigar Páll með tvö mörk Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk í 2-2 jafntefli liðsins við Stromgodset í norsku úrvaldeildinni í dag og átti stórleik. Mörk Veigars komu bæði á fyrstu 30 mínútum leiksins og komu Stabæk í 2-0. Stromgodset náði hins vegar að jafna með góðum leik í seinni hálfleik. 19.8.2007 15:53 Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. 19.8.2007 15:30 Línur farnar að skýrast Fjölnir vann 4-0 sigur á KA í 1. deild karla í gær og náði með því sex stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið og það síðasta sem gefur sæti í Landsbankadeild. 19.8.2007 15:00 Spilar í dag brákaður á tá Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, lætur ekki brákaða tá koma í veg fyrir að hann spil stórleikinn gegn Chelsea í dag. Gerrard meiddist í 1-0 sigri á franska liðinu Toulouse í forkeppni meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. 19.8.2007 00:01 Umeå vann uppgjörið Umeå á sænska meistaratitilinn vísan þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á JdB Malmö í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattsyrnu kvenna í gær. 19.8.2007 00:01 Valskonur flugu á toppinn Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. 19.8.2007 00:01 HK vann FH Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld. 19.8.2007 00:01 Fyrsti risaslagur tímabilsins á Anfield Það fara fram þrír flottir fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins þegar Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield. 19.8.2007 00:01 Góðir sigrar Íslendingaliðanna í gær West Ham, Reading og Portsmouth unnu öll sína fyrstu sigra í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Wigan skellti Sunderland og fór óvænt upp í toppsætið. Tottenham vann sinn fyrsta sigur með stæl. 19.8.2007 00:01 Markalaust hjá Newcastle og Aston Villa Newcastle og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var frekar bragðdaufur en segja má að Aston Villa hafi verið sterkari aðillinn í leiknum. Newcastle er nú með fjögur stig en Aston Villa fékk sitt fyrsta stig í deildinni. 18.8.2007 16:30 Reading batt enda á sigurgöngu Everton Reading batt enda sigurgöngu Everton með því að leggja liðið að velli, 1-0, á heimavelli sínum í dag í ensku úrvalsdeildinni. Það var Stephen Hunt sem skoraði sigurmarkið rétt undir lok fyrri hálfleiks. Tottenham og Wigan unnu stórsigra og West Ham vann sinn fyrsta leik. Middlesbrough náði í sín fyrstu stig þegar liðið lagði Fulham að velli þar sem táningurinn Lee Cattermole skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. 18.8.2007 13:45 Alan sáttur við stigin þrjú Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, sagðist þokkalega sáttur með leik sinn manna í kvöld en liðið vann sinn fyrsta sigur í deildinni í ár með því að bera sigurorð af Birmingham. Curbishley sagði í lok leiks að sínir menn hefðu verið töluvert óöruggir til að byrja með 18.8.2007 20:59 Margrét Lára með sex mörk gegn Keflavík Valsstúlkur tóku stöllur sínar í Keflavík í bakaríið í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. Þegar uppi var staðið höfðu þær skorað níu mörk gegn engu marki Keflvíkurstúlkna sem sáu aldrei til sólar á heimavelli sínum í Reykjanesbæ. Margrét Lára Viðarsdóttir fór hamförum og skoraði sex mörk og þær Katrín Jónsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir og Nína Björk Óðinsdóttir skoruðu eitt mark hver. Valsstúlkur eru á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og KR en mun betri markatölu. 18.8.2007 16:41 Spáð í spilin: Newcastle v Aston Villa Newcastle tekur á móti Aston Villa á St. James' Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle vann auðveldan sigur á Bolton í 1. umferðinni en ASton Villa tapaði fyrir Liverpool á heimavelli. Leikurinn er sýndur í beinn útsendingu á Sýn 2 og hefst kl. 16.15. 18.8.2007 16:00 Við verjum að verjast betur Sammy Lee og lærisveinar hans í Bolton eru enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 tap gegn Portsmouth í dag. Þrátt fyrir stigaleysið er Lee þó jákvæður en benti þó réttilega á að það væri erfitt að vinna leiki ef liðið héldi aldrei hreinu. 18.8.2007 15:01 Einn besti leikurinn undir minni stjórn Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var himinlifandi með leik sinna manna í sigurleiknum gegn Bolton í dag og sagði leikinn einn þann besta sem liðið hefði spilað undir hans stjórn. 18.8.2007 14:44 Spáð í spilin: Birmingham v West Ham Birmingham tekur á móti West Ham á St. Andrews í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham er með eitt stig eftir tvo leiki en drengirnir hans Eggerts Magnússonar í West Ham er án stiga eftir tap gegn Manchester City í fyrstu umferðinni. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn 2 og hefst kl. 14. 18.8.2007 13:30 Spáð í spilin: Reading v Everton Reading, með Íslendingana Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson innanborðs, tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Reading hefur nælt sér í eitt stig gegn tveimur bestu liðum deildarinnar, Manchester United og Chelsea, en Everton er með fullt hús stiga. Líklegt er að bæði Ívar og Brynjar Björn verði í byrjunarliði Reading. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra. 18.8.2007 13:15 Joorabchian vill láta skoða Tevez-málið upp á nýtt Íranski athafnamaðurinn Kia Joorabchian, sem er umboðsmaður og eigandi Carlosar Tevez, vill láta skoða mál skjólstæðings síns ofan í kjölinn á nýjan leik þar sem hann segir margt óskýrt enn. Joorabchian segist vera tilbúinn til að borga allan kostnað sjálfur af nýrri rannsókn. 18.8.2007 13:06 Spáð í spilin: Fulham v Middlesbrough Fulham og Middlesbrough mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fulham vann mikilvægan sigur á Bolton í miðri viku en Middlesbrough hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra 3 og hefst kl. 14. 18.8.2007 13:00 Spáð í spilin: Tottenham v Derby Tottenham og Derby eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham hefur byrjað tímabilið afar illa og tapað tveimur fyrstu leikjunum. Nýliðar Derby nældu sér hins vegar í stig í fyrstu umferðinni og virðast vera sprækir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra 2 og hefst kl. 14. 18.8.2007 12:45 Spáð í spilin: Wigan v Sunderland Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland sækja Wigan heim á JJB-leikvanginn. Nýliðar Sunderland eru enn taplausir í deildinni en Wigan er líka á góðu róli eftir sigur gegn Middlesbrough á miðvikudaginn. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra 4 og hefst kl. 14. 18.8.2007 12:30 Öruggur sigur hjá Portsmouth Portsmouth bar sigurorð af Bolton, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nwankwo Kanu, John Utaka og Matt Taylor skoruðu mörk Portsmouth eftir að Frakkinn Nicolas Anelka hafði komið Bolton yfir. Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn fyrir Portsmouth en Heiðar Helguson spilaði síðustu sex mínútur leiksins. Portsmouth er komið með fimm stig en Bolton er enn án stiga. 18.8.2007 11:00 Bellamy kominn upp á kant við Curbishley Það tók vandræðagemlinginn Craig Bellamy aðeins mánuð að komast upp á kant við Alan Curbishley, knattspyrnustjóra West Ham. Bellamy reifst heiftarlega við Curbishley eftir tapleik liðsins gegn Manchester City um síðustu helgi og gæti þess vegna hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. 18.8.2007 09:54 Ferguson skýtur fast á Eriksson Það ríkir lítill kærleikur á milli knattspyrnustjóranna Alex Ferguson hjá Manchester united og Sven Görans Eriksson hjá Manchester City. Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni og hefur Ferguson þegar hafið sálfræðistríð gegn Svíanum. Hann segist búast við grófum leik af hendi Manchester City og að hann þekki aðeins tvo af þeim átta leikmönnum sem Eriksson keypti fyrir tímabilið. Ferguson og Eriksson háðu margan hildinn þegar Eriksson var landsliðsþjálfari Englands og rifust oft eins og hundur og köttur. 18.8.2007 09:52 Sjá næstu 50 fréttir
Pálmi mun ekki kaupa Newcastle Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson ætlar ekki að kaupa enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Þetta staðfesti hann í samtali við blaðamann Vísis í morgun. Þar með er ljóst að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson, sem báðir voru tengdir við möguleg kaup á félaginu um helgina, munu kaupa það. 21.8.2007 08:55
Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið Svo virðist vera að að það sé aðeins athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson sem sé að íhuga kaup á enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var orðaður við kaupin í fjölmiðlum á sunnudaginn, sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að hann kæmi ekki nálægt kaupunum á Newcastle. "Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið," sagði Jón Ásgeir. 21.8.2007 00:01
Mál Heinze leysist í fyrsta lagi á morgun Mál argentíska varnarmannsins sterka, Gabriel Heinze, mun ekki leysast fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Heinze vill ólmur komast frá Manchester United til Liverpool en það vilja forráðamenn United ekki fallast á. Heinze flutti mál sitt frammi fyrir stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem hann sagði að sér hafi verið lofað að hann mætti fara ef tilboð upp á 6,8 milljónir punda bærist í hann. 20.8.2007 21:25
Íslendingar á skotskónum í Svíþjóð Stefán Þórðarson skoraði mark IFK Norrköping í 1-1 jafntefli gegn IF Sylvia í dag í næstefstu deild Svíþjóðar. Stefán spilaði allan leikinn í framlínunni en Garðar B. Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður. Norrköping er sem fyrr langefst í deildinni, eða með 15 stiga forskot á næstu lið. Þá skoraði Helgi Valur Daníelsson fyrir Östers IF í 1-1 jafntefli gegn Landskrona. 20.8.2007 20:00
Mourinho segir enga leikara vera í Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur byrjað enn eitt orðaskakið við kollega sinn hjá Liverpool, Rafa Benitez. Núna heldur hann því fastlega fram að enginn í liði hans sé með leikaraskap. 20.8.2007 18:10
Bojnov spilar ekki meira á þessu ári Forráðamenn Manchester City hafa staðfest það að framherjinn Valeri Bojinov verði frá vegna meiðsla næstu fimm mánuði vegna meiðsla. Bojinov var borinn af leikvelli í leiknum gegn Manchester United í gær og eftir skoðun kom í ljós að hann hefði slitið liðbönd í hnénu. Bojinov gekk til liðs við City fyrr í mánuðinum en talið er að hann muni ekki spila knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi í janúar. 20.8.2007 17:47
Diouf vill yfirgefa Bolton El-Hadji Diouf, framherji Bolton, segist vilja yfirgefa Bolton og ganga til liðs við félög sem eru með metnað til að spila í Meistaradeild Evrópu. Diouf segir að Bolton setji of háan verðmiða sig að það sé ástæðan fyrir því að hann sé ekki farinn nú þegar. Bolton vill fá tíu milljónir punda fyrir leikmanninn. Diouf segir að Tottenham, Celtic, Lyon og tveir aðrir klúbbar hafi gert tilboð í sig. 20.8.2007 16:40
Gallas frá næstu þrjár vikur William Gallas, fyrirliði Arsenal, verður hugsanlega frá í allt að þrjár vikur vegna meiðsla í nára sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Þessi þrítugi varnarmaður þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik eftir að hafa farið í tæklingu gegn Roque Santa Cruz. 20.8.2007 15:26
Maður 3. umferðar: Micah Richards Leikmaður helgarinnar er Micah Richards. Það er of langt mál að telja upp öll skiptin sem sóknaraðgerðir Manchester United strönduðu á Richards um helgina. Hann var sem klettur í vörninni ásamt reynsluboltanum Richard Dunne og gaf Tevez og félögum engin grið. 20.8.2007 15:08
Bent, Hargreves, Campbell og Gerrard draga sig úr landsliðshópnum Darren Bent, Sol Campbell, Steven Gerrard og Owen Hargreaves hafa allir dregið sig úr landsliðshóp Englands fyrir vináttuleikinn gegn Þjóðverjum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Þessar fréttir eru áfall fyrir Steve McClaren, stjóra enska landsliðsins, en leikurinn er sá fyrsti á tímabilinu fyrir enska landsliðið. 20.8.2007 15:05
Makelele framlengir við Chelsea Franski miðjumaðurinn Claude Makelele og Chelsea hafa náð samkomulagi um að framlengja samning kappans um eitt ár sem gerir það að verkum að Makelele er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö árin, en hann átti eitt ár eftir að samning sínum. 20.8.2007 14:14
Valsstúlkur mæta Everton Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október. 20.8.2007 12:05
Styles ekki með um næstu helgi Dómarinn sem dæmdi leik Liverpool og Chelsea í gær verður hvíldur um næstu helgi vegna slakrar frammistöðu sinnar. Þetta staðfesti Keith Hackett, yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, nú rétt í þessu. Styles þótti standa sig afspyrnuilla í leiknum og dæmdi meðal annars umdeilda vítaspyrnu. 20.8.2007 11:22
Öll mörk helgarinnar á Vísi Það var mikið um að vera í enska boltanum um helgina. Eins og venjulega getur þú séð öll mörk helgarinnar og öll bestu tilþrifin í enska boltanum á Vísi. Ekki miss af neinu. 20.8.2007 11:16
Ákvörðun um framtíð Heinze tekin í dag Enska knattspyrnusambandið mun í dag fjalla um mál Gabriel Heinze og ákvarða hvort honum verði leyft að fara frá Manchester United til Liverpool. Eins og áður hefur verið greint frá heldur Heinze því fram að hann hafi í höndunum skriflegt loforð frá forráðamönnum United um að hann fái að fara. 20.8.2007 10:02
Gerrard brjálaður út í Styles Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er allt annað en sáttur með frammistöðu Rob Styles í leik Liverpool og Chelsea í gær. Styles gaf Chelsea afar umdeilda vítaspyrnu við litla hrifningu Gerrrard og félaga hans. "Leikmenn Chelsea settu mikla pressu á dómarann allan leikinn og á endanum gaf hann þeim víti," sagði Gerrard. 20.8.2007 09:39
Tottenham að leita að nýjum þjálfara? Þrátt fyrir öruggan 4-0 sigur á Derby á laugardag er Martin Jol, þjálfari Tottenham. langt frá því að vera öruggur í sæti sínu. Enskir fjölmiðlar flytja af því fréttir í dag að stjórnarmenn í félaginu hafi fundað með Juande Ramos, þjálfara Sevilla, á föstudag. 20.8.2007 09:21
Jafntefli á Anfield Liverpool og Chelsie skildu jöfn á heimavelli Liverpool, Anfield. Þetta var síðasti leikur umferðarinnar og eftir leiki helgarinnar er Chelsea í öðru sæti deildarinnar með sjö stig. Livepool á hins vegar leik til góða og er með fjögur stig. 19.8.2007 15:01
Hræðileg mistök Lehman kostuðu Arsenal sigur Arsenal og Blackburn voru rétt í þessu að gera 1-1 jafntefli á Ewood Park. Robin Van Persie kom Arsenal yfir með góðu marki á 18. mínútu en David Dunn jafnaði í seinni hálfleik eftir að Jens Lehman hafði misst skot hans í markið. Þetta eru önnur mistök Lehman á tímabilinu sem kosta Arsenal mark. 19.8.2007 14:25
Erikson sá við Ferguson - United enn án sigurs Nú var að ljúka leik Man City og Man United. City vann leikinn 1-0 með marki frá Geovanni. United er því enn án sigurs eftir þrjá leiki í Úrvalsdeildinni. Bein textalýsing var á leiknum hér á Vísi 19.8.2007 12:03
Veigar Páll með tvö mörk Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk í 2-2 jafntefli liðsins við Stromgodset í norsku úrvaldeildinni í dag og átti stórleik. Mörk Veigars komu bæði á fyrstu 30 mínútum leiksins og komu Stabæk í 2-0. Stromgodset náði hins vegar að jafna með góðum leik í seinni hálfleik. 19.8.2007 15:53
Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. 19.8.2007 15:30
Línur farnar að skýrast Fjölnir vann 4-0 sigur á KA í 1. deild karla í gær og náði með því sex stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið og það síðasta sem gefur sæti í Landsbankadeild. 19.8.2007 15:00
Spilar í dag brákaður á tá Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, lætur ekki brákaða tá koma í veg fyrir að hann spil stórleikinn gegn Chelsea í dag. Gerrard meiddist í 1-0 sigri á franska liðinu Toulouse í forkeppni meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. 19.8.2007 00:01
Umeå vann uppgjörið Umeå á sænska meistaratitilinn vísan þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á JdB Malmö í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattsyrnu kvenna í gær. 19.8.2007 00:01
Valskonur flugu á toppinn Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. 19.8.2007 00:01
HK vann FH Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld. 19.8.2007 00:01
Fyrsti risaslagur tímabilsins á Anfield Það fara fram þrír flottir fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins þegar Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield. 19.8.2007 00:01
Góðir sigrar Íslendingaliðanna í gær West Ham, Reading og Portsmouth unnu öll sína fyrstu sigra í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Wigan skellti Sunderland og fór óvænt upp í toppsætið. Tottenham vann sinn fyrsta sigur með stæl. 19.8.2007 00:01
Markalaust hjá Newcastle og Aston Villa Newcastle og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var frekar bragðdaufur en segja má að Aston Villa hafi verið sterkari aðillinn í leiknum. Newcastle er nú með fjögur stig en Aston Villa fékk sitt fyrsta stig í deildinni. 18.8.2007 16:30
Reading batt enda á sigurgöngu Everton Reading batt enda sigurgöngu Everton með því að leggja liðið að velli, 1-0, á heimavelli sínum í dag í ensku úrvalsdeildinni. Það var Stephen Hunt sem skoraði sigurmarkið rétt undir lok fyrri hálfleiks. Tottenham og Wigan unnu stórsigra og West Ham vann sinn fyrsta leik. Middlesbrough náði í sín fyrstu stig þegar liðið lagði Fulham að velli þar sem táningurinn Lee Cattermole skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. 18.8.2007 13:45
Alan sáttur við stigin þrjú Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, sagðist þokkalega sáttur með leik sinn manna í kvöld en liðið vann sinn fyrsta sigur í deildinni í ár með því að bera sigurorð af Birmingham. Curbishley sagði í lok leiks að sínir menn hefðu verið töluvert óöruggir til að byrja með 18.8.2007 20:59
Margrét Lára með sex mörk gegn Keflavík Valsstúlkur tóku stöllur sínar í Keflavík í bakaríið í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í dag. Þegar uppi var staðið höfðu þær skorað níu mörk gegn engu marki Keflvíkurstúlkna sem sáu aldrei til sólar á heimavelli sínum í Reykjanesbæ. Margrét Lára Viðarsdóttir fór hamförum og skoraði sex mörk og þær Katrín Jónsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir og Nína Björk Óðinsdóttir skoruðu eitt mark hver. Valsstúlkur eru á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og KR en mun betri markatölu. 18.8.2007 16:41
Spáð í spilin: Newcastle v Aston Villa Newcastle tekur á móti Aston Villa á St. James' Park í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle vann auðveldan sigur á Bolton í 1. umferðinni en ASton Villa tapaði fyrir Liverpool á heimavelli. Leikurinn er sýndur í beinn útsendingu á Sýn 2 og hefst kl. 16.15. 18.8.2007 16:00
Við verjum að verjast betur Sammy Lee og lærisveinar hans í Bolton eru enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 tap gegn Portsmouth í dag. Þrátt fyrir stigaleysið er Lee þó jákvæður en benti þó réttilega á að það væri erfitt að vinna leiki ef liðið héldi aldrei hreinu. 18.8.2007 15:01
Einn besti leikurinn undir minni stjórn Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var himinlifandi með leik sinna manna í sigurleiknum gegn Bolton í dag og sagði leikinn einn þann besta sem liðið hefði spilað undir hans stjórn. 18.8.2007 14:44
Spáð í spilin: Birmingham v West Ham Birmingham tekur á móti West Ham á St. Andrews í ensku úrvalsdeildinni í dag. Birmingham er með eitt stig eftir tvo leiki en drengirnir hans Eggerts Magnússonar í West Ham er án stiga eftir tap gegn Manchester City í fyrstu umferðinni. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn 2 og hefst kl. 14. 18.8.2007 13:30
Spáð í spilin: Reading v Everton Reading, með Íslendingana Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson innanborðs, tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Reading hefur nælt sér í eitt stig gegn tveimur bestu liðum deildarinnar, Manchester United og Chelsea, en Everton er með fullt hús stiga. Líklegt er að bæði Ívar og Brynjar Björn verði í byrjunarliði Reading. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra. 18.8.2007 13:15
Joorabchian vill láta skoða Tevez-málið upp á nýtt Íranski athafnamaðurinn Kia Joorabchian, sem er umboðsmaður og eigandi Carlosar Tevez, vill láta skoða mál skjólstæðings síns ofan í kjölinn á nýjan leik þar sem hann segir margt óskýrt enn. Joorabchian segist vera tilbúinn til að borga allan kostnað sjálfur af nýrri rannsókn. 18.8.2007 13:06
Spáð í spilin: Fulham v Middlesbrough Fulham og Middlesbrough mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fulham vann mikilvægan sigur á Bolton í miðri viku en Middlesbrough hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra 3 og hefst kl. 14. 18.8.2007 13:00
Spáð í spilin: Tottenham v Derby Tottenham og Derby eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham hefur byrjað tímabilið afar illa og tapað tveimur fyrstu leikjunum. Nýliðar Derby nældu sér hins vegar í stig í fyrstu umferðinni og virðast vera sprækir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra 2 og hefst kl. 14. 18.8.2007 12:45
Spáð í spilin: Wigan v Sunderland Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland sækja Wigan heim á JJB-leikvanginn. Nýliðar Sunderland eru enn taplausir í deildinni en Wigan er líka á góðu róli eftir sigur gegn Middlesbrough á miðvikudaginn. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra 4 og hefst kl. 14. 18.8.2007 12:30
Öruggur sigur hjá Portsmouth Portsmouth bar sigurorð af Bolton, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nwankwo Kanu, John Utaka og Matt Taylor skoruðu mörk Portsmouth eftir að Frakkinn Nicolas Anelka hafði komið Bolton yfir. Hermann Hreiðarsson spilaði allan leikinn fyrir Portsmouth en Heiðar Helguson spilaði síðustu sex mínútur leiksins. Portsmouth er komið með fimm stig en Bolton er enn án stiga. 18.8.2007 11:00
Bellamy kominn upp á kant við Curbishley Það tók vandræðagemlinginn Craig Bellamy aðeins mánuð að komast upp á kant við Alan Curbishley, knattspyrnustjóra West Ham. Bellamy reifst heiftarlega við Curbishley eftir tapleik liðsins gegn Manchester City um síðustu helgi og gæti þess vegna hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. 18.8.2007 09:54
Ferguson skýtur fast á Eriksson Það ríkir lítill kærleikur á milli knattspyrnustjóranna Alex Ferguson hjá Manchester united og Sven Görans Eriksson hjá Manchester City. Liðin mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni og hefur Ferguson þegar hafið sálfræðistríð gegn Svíanum. Hann segist búast við grófum leik af hendi Manchester City og að hann þekki aðeins tvo af þeim átta leikmönnum sem Eriksson keypti fyrir tímabilið. Ferguson og Eriksson háðu margan hildinn þegar Eriksson var landsliðsþjálfari Englands og rifust oft eins og hundur og köttur. 18.8.2007 09:52