Fleiri fréttir Real Madrid í þriðja sæti Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða. 21.1.2007 21:54 Van Persie úr leik í sex vikur Jöfnunarmark hollenska framherjans Robin Van Persie hjá Arsenal gegn Manchester United reyndist honum dýrt, því í myndatöku eftir leikinn kom í ljós að hann er með brákað bein á ristinni og verður því frá keppni í að minnst sex vikur. 21.1.2007 21:02 Barcelona lagði Tarragona Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld. 21.1.2007 19:59 Wenger hrósar "ljónunum" sínum Arsene Wenger var mjög ánægður með sína menn í dag þegar Arsenal náði að leggja Manchester United að velli 2-1 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Wenger líkti leikmönnum sínum við ljón. 21.1.2007 19:23 Dramatískur sigur Arsenal á Man Utd Arsenal vann í dag dramatískan 2-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og því er ljóst að forskot United er enn aðeins sex stig á toppnum. Wayne Rooney kom United yfir í fyrri hálfleik, en Robin Van Persie jafnaði á 87. mínútu fyrir Arsenal og það var svo hinn magnaði Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn í uppbótartíma. 21.1.2007 17:53 Jafnt á Emirates í hálfleik Ekkert mark er enn komið í stórleik Arsenal og Manchester United á Emirates vellinum í London. Jafnræði hefur verið með liðunum fyrir hlé, en Jens Lehmann hefur tvisvar varið meistaralega frá framherjum United. 21.1.2007 16:53 Sigurganga Inter heldur áfram Ítalíumeistarar Inter Milan héldu áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í A-deildinni í dag þegar liðið lagði Fiorentina 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Roma varð á í messunni og náði aðeins jafntefli við Livorno á útivelli þar sem Francesco Totti jafnaði leikinn 1-1 áður en hann var rekinn af velli í lokin. 21.1.2007 16:41 Látum Larsson ekki eyðileggja fyrir okkur aftur Cesc Fabregas, miðvallarleikmaður Arsenal, segir ekki koma til greina að láta sænska markaskorarann Henrik Larsson endurtaka leikinn frá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þegar sá sænski átti stóran þátt í sigri Barcelona á Arsenal. Liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16. 21.1.2007 15:47 Everton vann Wigan - Andy Johnson meiddur Wigan tapaði sínum sjöunda leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þá lágu fyrir Everton 2-0 á heimavelli. Andy Johnson framherji Everton meiddist illa. 21.1.2007 15:34 Luku leik með sjö leikmönnum Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum. 21.1.2007 14:13 KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur. 21.1.2007 14:30 Kevin Davies framlengir við Bolton Framherjinn Kevin Davies skrifaði í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton sem gildir til ársins 2010. Davies er 29 ára gamall, en hefði eflaust kosið sér að halda upp á nýja samninginn en með 5-1 tapi eins og raunin varð hjá Bolton gegn Middlesbrough í dag. 20.1.2007 22:15 Neill fer til West Ham Breska sjónvarpið greindi frá því í dag að ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill hefði ákveðið að ganga í raðir West Ham frá Blackburn, en þar hafi honum verið boðinn allt að helmingi hærri samningur en hjá Liverpool. 20.1.2007 21:30 Young samþykkir að fara til Aston Villa Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir að framherjinn ungi Ashley Young hjá Watford hafi gert munnlegt samkomulag við sig um að ganga í raðir Villa. Hinn 21 árs gamli framherji hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að liðið gerði kauptilboð í hann. Fréttir herma að Villa muni kaupa leikmanninn á um 8 milljónir punda. 20.1.2007 20:30 Calderon baðst afsökunar Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir. 20.1.2007 19:44 Middlesbrough burstaði Bolton Sjö af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Middlesbrough stal senunni nú síðdegis með því að vinna 5-1 stórsigur á Bolton á heimavelli sínum. West Ham náði aðeins að hanga á 2-2 jafntefli gegn Newcastle eftir að hafa náð 2-0 forystu, en Reading lagði Sheffield United 3-1. Heiðar Helguson var rekinn af velli í liði Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham. 20.1.2007 16:59 Liðið skortir sjálfstraust Jose Mourinho viðurkenndi að sína menn hefði einfaldlega skort sjálfstraust í dag þegar Chelsea tapaði 2-0 fyrir Liverpool. Rafa Benitez var að vonum ánægður með sína menn þegar hann landaði sigri í 100. deildarleik sínum með þá rauðu. 20.1.2007 15:58 Middlesbrough að bursta Bolton Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu. Middlesbrough hefur 4-1 forskot gegn Bolton á heimavelli sínum og Íslendingalið West Ham hefur yfir 2-1 á St. James Park. Þá hefur Reading yfir 1-0 gegn Sheffield United, en mörkin má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.1.2007 15:53 Liverpool lagði Chelsea Liverpool vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í upphafi leiks. Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og hefur liðið nú hlotið 46 stig, fimm stigum minna en Chelsea sem er í öðru sæti. Þetta var 100. deildarleikur liðsins undir stjórn Rafa Benitez knattspyrnustjóra. 20.1.2007 14:34 Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom heimamönnum yfir eftir 4 mínútur og Jermaine Pennant bætti við öðru marki á 19. mínútu. Petr Cech er kominn í markið hjá Chelsea á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 20.1.2007 13:43 Við erum úr leik ef við töpum Arsene Wenger viðurkennir að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn ef það tapar fyrir Manchester United á heimavelli á sunnudag. Arsenal er þegar 15 stigum á eftir United, en Wenger segir það ekki þýða að hans menn geti ekki unnið sigur á toppliðinu. 19.1.2007 22:00 Milan Baros til Lyon? Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa gengur í raðir Lyon í Frakklandi í næstu viku ef marka má fréttir frá Frakklandi nú undir kvöldið. Baros er sagður hafa hringt í Gerard Houllier persónulega til að biðja hann afsökunar á að hafa neitað að ganga í raðir liðsins fyrir einu og hálfu ári. 19.1.2007 21:00 Gremja í berbúðum Galaxy vegna launa Beckhams Miðjumaðurinn Peter Vagenas hjá knattspyrnuliðinu LA Galaxy, viðurkennir að nokkur gremja sé í leikmönnum liðsins vegna þeirra ofurlauna sem David Beckham muni raka inn þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. 19.1.2007 20:15 Fjórir frá Barcelona í liði ársins hjá UEFA Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú birt niðurstöður úr skoðanakönnum lesenda heimasíðu sambandsins þar sem lið ársins 2006 var valið. Það kemur líklega ekki á óvart að leikmenn Barcelona og landsliðsmenn Ítalíu eru þar áberandi. 19.1.2007 16:41 Feyenoord vísað úr Evrópukepninni Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup. 19.1.2007 16:24 Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. 19.1.2007 14:03 Johnson nappaður við að stela klósettsetu Enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hjá Chelsea, sem leikur nú sem lánsmaður hjá Portsmouth, var á miðvikudaginn handtekinn ásamt félaga sínum eftir að hann reyndi að stela klósettsetu og pípulagnaefni í verslun á Dartford á Englandi. 19.1.2007 12:49 Lua Lua handtekinn Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth var handtekinn í nótt og er grunaður um líkamsárás. Lua Lua hefur verið meiddur í sex vikur og spilar ekki um helgina, en þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem lögregla þarf að hafa afskipti af Kongómanninum vegna óláta hans. Málið er enn í rannsókn. 19.1.2007 12:45 Klesstum á múrvegg Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi klesst á múrvegg í janúarglugganum og segir það staðfesta það sem hann hafi alltaf sagt - það sé mjög erfitt að finna góða leikmenn á þessum árstíma. 19.1.2007 12:36 Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. 19.1.2007 10:45 Bayern neitar tilboði United í Hargreaves Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Bayern Munchen hafi neitað kauptilboði Manchester United í enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves upp á 30 milljónir evra. Hargreaves er nú við það að snúa aftur úr meiðslum, en forráðamenn Bayern standa fast á því að selja hann ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar. 19.1.2007 10:41 Babbel íhugar að hætta Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik. 19.1.2007 10:36 Young í viðræðum við Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur gefið Aston Villa leyfi til að ræða við framherjann unga Ashley Young eftir að hafa samþykkt kauptilboð í hann í morgun. Talið er að tilboðið sé upp á um 8 milljónir punda, en Young hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að Watford samþykkti 9,65 milljón punda tilboð í hann. 19.1.2007 10:24 Shevchenko hættur að ræða við fjölmiðla Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld að hann ætlaði framvegis að sniðganga alla fréttamenn á Englandi í kjölfar þess að bresku blöðin hafi birt eftir hann fjölda tilvitnana sem væru úr lausu lofti gripnar. 18.1.2007 21:46 Öskubuskuævintýrið Paul Scholes Breska dagblaðið The Sun birti í dag áhugaverða grein um það hvernig lítil tilviljun kann að hafa ráðið miklu um það að miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United varð sú stórstjarna sem hann er í dag. 18.1.2007 20:34 Ég er sáttur hjá Chelsea Jose Mourinho segist vera ánægður með lífið hjá Chelsea og vill klára samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2010. Mikið hefur verið rætt um að Mourinho sé að hætta hjá Chelsea í sumar, en Portúgalinn litríki segist vera búinn að koma sér fyrir í London og hefur engan hug á að yfirgefa félagið. 18.1.2007 20:30 Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. 18.1.2007 19:30 Portsmouth kaupir Lauren Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell. 18.1.2007 19:30 Fastasta skot allra tíma? Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi. 18.1.2007 18:36 Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. 18.1.2007 16:38 Engin örvænting í herbúðum Chelsea Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins. 18.1.2007 16:29 Thatcher skammast sín fyrir árásina Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton. 18.1.2007 15:25 Birmingham neitaði West Ham Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld. 18.1.2007 13:29 Heinze vill ekki fara frá United Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze. 18.1.2007 13:25 Saviola á leið til Juventus? Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri. 18.1.2007 12:59 Sjá næstu 50 fréttir
Real Madrid í þriðja sæti Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða. 21.1.2007 21:54
Van Persie úr leik í sex vikur Jöfnunarmark hollenska framherjans Robin Van Persie hjá Arsenal gegn Manchester United reyndist honum dýrt, því í myndatöku eftir leikinn kom í ljós að hann er með brákað bein á ristinni og verður því frá keppni í að minnst sex vikur. 21.1.2007 21:02
Barcelona lagði Tarragona Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld. 21.1.2007 19:59
Wenger hrósar "ljónunum" sínum Arsene Wenger var mjög ánægður með sína menn í dag þegar Arsenal náði að leggja Manchester United að velli 2-1 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Wenger líkti leikmönnum sínum við ljón. 21.1.2007 19:23
Dramatískur sigur Arsenal á Man Utd Arsenal vann í dag dramatískan 2-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og því er ljóst að forskot United er enn aðeins sex stig á toppnum. Wayne Rooney kom United yfir í fyrri hálfleik, en Robin Van Persie jafnaði á 87. mínútu fyrir Arsenal og það var svo hinn magnaði Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn í uppbótartíma. 21.1.2007 17:53
Jafnt á Emirates í hálfleik Ekkert mark er enn komið í stórleik Arsenal og Manchester United á Emirates vellinum í London. Jafnræði hefur verið með liðunum fyrir hlé, en Jens Lehmann hefur tvisvar varið meistaralega frá framherjum United. 21.1.2007 16:53
Sigurganga Inter heldur áfram Ítalíumeistarar Inter Milan héldu áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í A-deildinni í dag þegar liðið lagði Fiorentina 3-1 eftir að hafa lent marki undir. Roma varð á í messunni og náði aðeins jafntefli við Livorno á útivelli þar sem Francesco Totti jafnaði leikinn 1-1 áður en hann var rekinn af velli í lokin. 21.1.2007 16:41
Látum Larsson ekki eyðileggja fyrir okkur aftur Cesc Fabregas, miðvallarleikmaður Arsenal, segir ekki koma til greina að láta sænska markaskorarann Henrik Larsson endurtaka leikinn frá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þegar sá sænski átti stóran þátt í sigri Barcelona á Arsenal. Liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16. 21.1.2007 15:47
Everton vann Wigan - Andy Johnson meiddur Wigan tapaði sínum sjöunda leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar þá lágu fyrir Everton 2-0 á heimavelli. Andy Johnson framherji Everton meiddist illa. 21.1.2007 15:34
Luku leik með sjö leikmönnum Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum. 21.1.2007 14:13
KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur. 21.1.2007 14:30
Kevin Davies framlengir við Bolton Framherjinn Kevin Davies skrifaði í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton sem gildir til ársins 2010. Davies er 29 ára gamall, en hefði eflaust kosið sér að halda upp á nýja samninginn en með 5-1 tapi eins og raunin varð hjá Bolton gegn Middlesbrough í dag. 20.1.2007 22:15
Neill fer til West Ham Breska sjónvarpið greindi frá því í dag að ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill hefði ákveðið að ganga í raðir West Ham frá Blackburn, en þar hafi honum verið boðinn allt að helmingi hærri samningur en hjá Liverpool. 20.1.2007 21:30
Young samþykkir að fara til Aston Villa Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir að framherjinn ungi Ashley Young hjá Watford hafi gert munnlegt samkomulag við sig um að ganga í raðir Villa. Hinn 21 árs gamli framherji hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að liðið gerði kauptilboð í hann. Fréttir herma að Villa muni kaupa leikmanninn á um 8 milljónir punda. 20.1.2007 20:30
Calderon baðst afsökunar Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir. 20.1.2007 19:44
Middlesbrough burstaði Bolton Sjö af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Middlesbrough stal senunni nú síðdegis með því að vinna 5-1 stórsigur á Bolton á heimavelli sínum. West Ham náði aðeins að hanga á 2-2 jafntefli gegn Newcastle eftir að hafa náð 2-0 forystu, en Reading lagði Sheffield United 3-1. Heiðar Helguson var rekinn af velli í liði Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham. 20.1.2007 16:59
Liðið skortir sjálfstraust Jose Mourinho viðurkenndi að sína menn hefði einfaldlega skort sjálfstraust í dag þegar Chelsea tapaði 2-0 fyrir Liverpool. Rafa Benitez var að vonum ánægður með sína menn þegar hann landaði sigri í 100. deildarleik sínum með þá rauðu. 20.1.2007 15:58
Middlesbrough að bursta Bolton Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu. Middlesbrough hefur 4-1 forskot gegn Bolton á heimavelli sínum og Íslendingalið West Ham hefur yfir 2-1 á St. James Park. Þá hefur Reading yfir 1-0 gegn Sheffield United, en mörkin má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.1.2007 15:53
Liverpool lagði Chelsea Liverpool vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í upphafi leiks. Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og hefur liðið nú hlotið 46 stig, fimm stigum minna en Chelsea sem er í öðru sæti. Þetta var 100. deildarleikur liðsins undir stjórn Rafa Benitez knattspyrnustjóra. 20.1.2007 14:34
Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom heimamönnum yfir eftir 4 mínútur og Jermaine Pennant bætti við öðru marki á 19. mínútu. Petr Cech er kominn í markið hjá Chelsea á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 20.1.2007 13:43
Við erum úr leik ef við töpum Arsene Wenger viðurkennir að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn ef það tapar fyrir Manchester United á heimavelli á sunnudag. Arsenal er þegar 15 stigum á eftir United, en Wenger segir það ekki þýða að hans menn geti ekki unnið sigur á toppliðinu. 19.1.2007 22:00
Milan Baros til Lyon? Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa gengur í raðir Lyon í Frakklandi í næstu viku ef marka má fréttir frá Frakklandi nú undir kvöldið. Baros er sagður hafa hringt í Gerard Houllier persónulega til að biðja hann afsökunar á að hafa neitað að ganga í raðir liðsins fyrir einu og hálfu ári. 19.1.2007 21:00
Gremja í berbúðum Galaxy vegna launa Beckhams Miðjumaðurinn Peter Vagenas hjá knattspyrnuliðinu LA Galaxy, viðurkennir að nokkur gremja sé í leikmönnum liðsins vegna þeirra ofurlauna sem David Beckham muni raka inn þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. 19.1.2007 20:15
Fjórir frá Barcelona í liði ársins hjá UEFA Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú birt niðurstöður úr skoðanakönnum lesenda heimasíðu sambandsins þar sem lið ársins 2006 var valið. Það kemur líklega ekki á óvart að leikmenn Barcelona og landsliðsmenn Ítalíu eru þar áberandi. 19.1.2007 16:41
Feyenoord vísað úr Evrópukepninni Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup. 19.1.2007 16:24
Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. 19.1.2007 14:03
Johnson nappaður við að stela klósettsetu Enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hjá Chelsea, sem leikur nú sem lánsmaður hjá Portsmouth, var á miðvikudaginn handtekinn ásamt félaga sínum eftir að hann reyndi að stela klósettsetu og pípulagnaefni í verslun á Dartford á Englandi. 19.1.2007 12:49
Lua Lua handtekinn Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth var handtekinn í nótt og er grunaður um líkamsárás. Lua Lua hefur verið meiddur í sex vikur og spilar ekki um helgina, en þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem lögregla þarf að hafa afskipti af Kongómanninum vegna óláta hans. Málið er enn í rannsókn. 19.1.2007 12:45
Klesstum á múrvegg Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi klesst á múrvegg í janúarglugganum og segir það staðfesta það sem hann hafi alltaf sagt - það sé mjög erfitt að finna góða leikmenn á þessum árstíma. 19.1.2007 12:36
Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. 19.1.2007 10:45
Bayern neitar tilboði United í Hargreaves Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag að Bayern Munchen hafi neitað kauptilboði Manchester United í enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves upp á 30 milljónir evra. Hargreaves er nú við það að snúa aftur úr meiðslum, en forráðamenn Bayern standa fast á því að selja hann ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar. 19.1.2007 10:41
Babbel íhugar að hætta Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik. 19.1.2007 10:36
Young í viðræðum við Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur gefið Aston Villa leyfi til að ræða við framherjann unga Ashley Young eftir að hafa samþykkt kauptilboð í hann í morgun. Talið er að tilboðið sé upp á um 8 milljónir punda, en Young hafði áður neitað að ganga í raðir West Ham eftir að Watford samþykkti 9,65 milljón punda tilboð í hann. 19.1.2007 10:24
Shevchenko hættur að ræða við fjölmiðla Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld að hann ætlaði framvegis að sniðganga alla fréttamenn á Englandi í kjölfar þess að bresku blöðin hafi birt eftir hann fjölda tilvitnana sem væru úr lausu lofti gripnar. 18.1.2007 21:46
Öskubuskuævintýrið Paul Scholes Breska dagblaðið The Sun birti í dag áhugaverða grein um það hvernig lítil tilviljun kann að hafa ráðið miklu um það að miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United varð sú stórstjarna sem hann er í dag. 18.1.2007 20:34
Ég er sáttur hjá Chelsea Jose Mourinho segist vera ánægður með lífið hjá Chelsea og vill klára samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2010. Mikið hefur verið rætt um að Mourinho sé að hætta hjá Chelsea í sumar, en Portúgalinn litríki segist vera búinn að koma sér fyrir í London og hefur engan hug á að yfirgefa félagið. 18.1.2007 20:30
Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. 18.1.2007 19:30
Portsmouth kaupir Lauren Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell. 18.1.2007 19:30
Fastasta skot allra tíma? Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi. 18.1.2007 18:36
Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. 18.1.2007 16:38
Engin örvænting í herbúðum Chelsea Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins. 18.1.2007 16:29
Thatcher skammast sín fyrir árásina Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton. 18.1.2007 15:25
Birmingham neitaði West Ham Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld. 18.1.2007 13:29
Heinze vill ekki fara frá United Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze. 18.1.2007 13:25
Saviola á leið til Juventus? Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri. 18.1.2007 12:59