Fleiri fréttir

Einu stig Grindvíkinga komu í átta marka leik

Grindvíkingar heimsóttu Fram í lokaleik liðanna í fjórða riðli A-deildar Lengjubikars karla í kvöld. Hvorugt liðið hafði að neinu að keppa, en það voru Grindvíkingar sem unnu góðan 5-3 útisigur.

Elías tapaði en Árni og félagar björguðu stigi

Elías Már Ómarsson, leikmaður Nimes, þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Auxerre í frösnku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Á sama tíma björguðu Árni Vilhjálmsson og félagar hans í Rodez stigi gegn Guingamp í sömu deild.

Ætlunin er að vera eins pirrandi og hægt er

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið ætli sér að vera „eins pirrandi og hægt er“ í baráttu sinni við Manchester City um enska deildarmeistaratitilinn.

Chelsea dregur beiðnina um að leika fyrir luktum dyrum til baka

Fyrr í dag bárust fregnir af því að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi biðlað til enska knattspyrnusambandsins um að leikur liðsins gegn Middlesbrough í FA-bikarnum næstkomandi laugardag færi fram fyrir luktum dyrum. Félagið hefur nú dregið þá beiðni til baka.

Fullkomin frumraun Sveindísar

Sveindís Jane Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með Wolfsburg þegar hún var valin í lið umferðarinnar í þýsku 1. deildinni í fótbolta.

Örvhentu skytturnar áfram hjá meisturunum

Eftir að hafa tryggt sér annan bikarmeistaratitil sinn í röð um helgina tilkynntu Íslands- og bikarmeistarar Vals í handbolta karla um að samningar hefðu verið framlengdir við helstu örhventu skyttur liðsins.

FH staðfestir komu Einars Braga

Skyttan efnilega Einar Bragi Aðalsteinsson mun ganga til liðs við FH í sumar og hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Eig­endur Man Utd í­huga að jafna Old Traf­ford við jörðu

Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur.

Real komið með tíu stiga for­skot á toppnum

Topplið La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, vann 3-0 útisigur á Mallorca í eina leik kvöldsins. Karim Mostafa Benzema og Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior með mörkin.

Stjarnan í undanúrslit Lengjubikarsins

Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarskarla í knattspyrnu með 2-0 sigri á ÍA. Liðið mætir FH í undanúrslitum.

„Asna­legt að Kyri­e megi vera í salnum en ekki að spila“

Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum.

Hafþór til Þýskalands eftir tímabilið

Handboltamaðurinn Hafþór Már Vignisson gengur í raðir þýska B-deildarliðsins Empor Rostock frá Stjörnunni í sumar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Empor Rostock.

Sjá næstu 50 fréttir