Golf

Frá­bær loka­hringur tryggði Smith sigur á Players

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cameron Smith átti frábæran hring í dag.
Cameron Smith átti frábæran hring í dag. Patrick Smith/Getty Images

Lokadagur lengsta Players-móts í golfi sem elstu menn muna eftir fór fram í dag. Eftir langt mót var það Ástralinn Cameron Smith sem fór með sigur af hólmi.

Veðrið spilaði stóran þátt á Players-mótinu í ár sem fram fór á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída. Miklar tafir urðu á mótinu og lauk því ekki fyrr en í kvöld. 

Fyrir lokadag mótsins var ljóst að sigurvegarinn yrði líklega einhver sem hefði ekki unnið risamót áður en margir óreyndir kylfingar voru á toppnum fyrir lokahring mótsins.

Þar var það téður Cameron Smith sem spilaði manna best en frammistaða hans á lokahring mótsins var með hreinum ólíkindum. Hann lék hring dagsins á sex höggum undir pari og endaði mótið þar með á 13 höggum undir pari.

Sigurinn tryggir Smith litlar 3,6 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en það gerir rúmar 478 milljónir íslenskra króna.

Indverjinn Anirban Lahiri endaði í öðru sæti á samtals 12 höggum undir pari en hann var lengi vel í forystu. Hinn enski Paul Casey endaði svo í þriðja sæti á 11 höggum undir pari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×