Fleiri fréttir

Sex íslensk mörk í sigri Kiel

Kiel er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á heimavelli á HC Motor Zaporozhye.

Kolding úr leik

Danska liðið Kolding, sem Aron Kristjánsson stjórnar, féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Metalurg.

Flautuðu leikinn af eftir að stuðningsmaður Djurgården lést

Það þurfti að stoppa leik Helsingborgs IF og Djurgården í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag eftir að stuðningsmenn Djurgården ruddust inn á völlinn. Leikurinn var seinna flautaður af eftir að í ljós kom að stuðningsmaður Djurgården hafi látist eftir átök í miðbæ Helsingborg.

Thiago ekki með gegn United

Thiago Alcantara verður fjarri góðu gamni þegar Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen mæta Manchester United í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

NBA: 26 leikja taphrina Sixers á enda - 17 sigrar í röð hjá San Antonio

Philadelphia 76ers lét sér nægja að jafna metið yfir flesta tapleiki í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sannfærandi sigur á Detroit Pistons í nótt. San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni, Los Angeles Clippers tryggði sig inn í úrslitakeppnina og meiðslarhjáð Miami-lið vann sinn leik.

Slæmu strákarnir héldu upp á 25 ára afmælið

"The Bad Boys" eða slæmu strákarnir hjá Detroit Pistons halda upp á það um þessar mundir eru 25 ár eru liðin síðan að liðið varð NBA-meistari með sannfærandi hætti árið 1989.

Flottur útisigur hjá Ólafi Inga og félögum

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem unnu 3-0 útisigur á FH-bönunum í Genk í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Bale með tvö mörk í stórsigri Real Madrid

Gareth Bale skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Real Madrid vann 5-0 stórsigur á Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komst þar með aftur á sigurbraut með stæl. Real Madrid skoraði fjögur af mörkum sínum í seinni hálfleiknum.

Jón Daði hetja Viking í fyrsta leik

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var hetja Viking í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Rosenborg á útivelli.

Erlingur hafði betur á móti Geir

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í SG Westwien unnu sex marka útisigur á strákunum hans Geirs Sveinssonar í HC Bregenz í kvöld, 30-24, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Atlético Madrid aftur á toppinn

Koke tryggði Atlético Madrid 2-1 útisigur á Athletic Club í Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og þar með endurheimti Atlético efsta sætið í spænsku deildinni en Barcelona komst þangað fyrr í dag eftir 1-0 sigur á Espanyol.

Mourinho lét boltastrák heyra það - myndir

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var spurður út í það eftir tapleikinn á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag af hverju hann lét boltastrák heyra það í uppbótartíma eftir að strákurinn var eitthvað að hangsa með boltann.

Mourinho: Eigum ekki lengur möguleika á titlinum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að sjálfsögðu ekki kátur eftir 1-0 tap á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en það vakti kannski mesta athygli að hann telur sitt lið ekki lengur eiga möguleika á enska meistaratitlinum.

Rooney fór upp fyrir Lampard

Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-1 sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og hækkaði sig um leið á listanum yfir mesti markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Messi tryggði Barcelona þrjú stig

Lionel Messi gerði út um leik Barcelona-liðanna, Barcelona og Espanyol, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði eina mark leiksins þrettán mínútum fyrir leikslok.

Varamaður Arons Einars tryggði Cardiff stig á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City náðu í stig á útivelli á móti West Bromwich Albion í dag þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir eftir aðeins níu mínútna leik. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir tvö mörk í uppbótartíma.

Eiður Smári: Ég kann vel við mig á miðjunni

Eiður Smári Guðjohnsen hefur fengið langþráð tækifæri í síðustu tveimur leikjum Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta og það á nýjum stað á vellinum.

Svakaleg sería hjá Shouse

Justin Shouse hefur staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni síðustu árin en það verður erfitt að finna betri seríu hjá kappanum en þá sem lauk í gær með dramatískum 94-93 sigri Stjörnumanna í Keflavík.

Snæfellskonur áfram kanalausar í kvöld

Snæfell verður ekki með bandarískan leikmann í kvöld í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Stjörnumenn fyrstir til að slá Keflavík út þrjú ár í röð

Það er kominn sannkölluð Stjörnugrýla í Keflavík eftir að Stjarnan sló Keflavík út í kvöld í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Stjörnumenn hafa þar með sent Keflvíkinga snemma í sumarfrí þrjú ár í röð og alltaf í átta liða úrslitunum.

Sjá næstu 50 fréttir