Fleiri fréttir

Mosfellingar unnu toppslaginn í Mýrinni

Afturelding er nú eina liðið með fullt hús í 1. deild karla í handbolta eftir tveggja marka útisigur á Stjörnunni í kvöld, 28-26, í toppslag deildarinnar í Mýrinni.

Gunnar Steinn og félagar unnu öruggan sigur

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Nantes enduðu tveggja leikja taphrinu í kvöld þegar liðið vann sannfærandi níu marka heimasigur á Tremblay, 34-25, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Konan og barnið halda Kjartani Henry gangandi

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR-inga og besti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2011, fór í aðgerð á hné í gær. Hann hefur lítið getað beitt sér á knattspyrnuvellinum í tæp tvö ár. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti KR-inginn Kjartan Henry Finnbogason í dag og tók við hann viðtal fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö.

Róbert vann Arnór í Íslendingaslag í Frakklandi

Róbert Gunnarsson og félagar í Paris Saint-Germain unnu fimm marka útisigur á Saint Raphaël, 36-31, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld eftir að hafa verið 18-12 yfir í hálfleik.

Snorri Steinn markahæstur í jafntefli GOG

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold gerðu í kvöld 27-27 jafntefli á móti Team Tvis Holstebro á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en GOG hafði einmitt betur í bikarleik liðanna fyrr í vikunni.

Guðlaugur Victor og félagar stoppuðu Alfreð

Botnlið NEC Nijmegen varð í kvöld fyrsta liðið sem heldur hreinu á móti íslenska framherjanum Alfreði Finnbogasyni í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Guðlaugur Victor Pálsson og félegar unnu þá 2-0 heimasigur á Heerenveen.

Guðjón kom Halmstad yfir í mikilvægum sigri

Guðjón Baldvinsson skoraði eitt marka Halmstad í 3-1 útisigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Halmstad-liðið í fallbaráttunni.

Indriði skoraði en Viking tapaði

Íslendingaliðið Viking tapaði 1-3 á heimavelli á móti Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sæti deildarinnar við Haugesund og Molde. Viking er datt niður í 5. sætið eftir þetta tap.

56 íslensk stig dugðu ekki Drekunum

Fjögurra leikja sigurganga Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta endaði í kvöld þegar liðið tapaði með fimm stigum á heimavelli.

Mike Cook Jr. tryggði Þór sigurinn sekúndu fyrir leikslok

Þórsarar eru áfram með fullt hús í Dominos-deild karla í körfubolta eftir 100-98 sigur á KFÍ í frábærum leik í Jakanum á Ísafirði í kvöld en þar var einmitt hægt að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á Vísi í boði KFÍTV.

Kiel hefur áhuga á Landin

Það gekk ekki hjá Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, að fá Uwe Gensheimer frá Rhein-Neckar Löwen en hann er ekki hættur að reyna að kroppa í lið Löwen.

Tólfta þrenna Pavels í úrvalsdeildinni

Pavel Ermolinskij átti magnaðan leik með KR í Stykkishólm í gærkvöldi en íslenski leikstjórnandinn var þá með 20 stig, 22 fráköst og 13 stoðsendingar þegar KR vann Snæfell 99-84 í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Gensheimer framlengdi við Löwen

Einn besti hornamaður heims, Uwe Gensheimer, hefur tekið ákvörðun um framtíð sína og hún kom ansi mörgum á óvart.

Ásta Birna með slitið krossband

Hornamaðurinn Ásta Birna Gunnarsdóttir er með slitið krossband og verður að öllum líkindum frá keppni út leiktíðina.

Rio mun fara til Rio

HM-draumur miðvarðarins, Rio Ferdinand, er ekki dauður þó svo hann hafi ekki leikið með enska landsliðinu í rúmt ár.

David James er hættur

Enski markvörðurinn David James er hættur knattspyrnuiðkun. Þetta staðfestir hann í viðtali við BBC.

Arnór Ingvi semur við Norrköping

Keflvíkingurinn Arnór Ingi Traustason heldur til Svíþjóðar á mánudaginn þar sem hann mun skrifa undir samning við IFK Norrköping.

Bulls mun ekki halda aftur af Rose

NBA-deildin fer á fullt í næstu viku og þá loksins fá NBA-aðdáendur að sjá Derrick Rose, leikmann Chicago Bulls, aftur á parketinu.

Pulis farið að klæja í puttana

Tony Pulis hefur verið atvinnulaus síðan hann fór frá Stoke City í sumar. Stjórinn segist vera orðinn eirðarlaus og vill komast aftur í þjálfun.

Carrick hefur tröllatrú á Rooney

Wayne Rooney fagnaði 28 ára afmæli sínu í vikunni og félagi hans, Michael Carrick, segir að hans bestu ár í boltanum séu eftir.

Framtíðin er ekki alveg í mínum höndum

Leit Stjörnunnar að aðstoðarþjálfara er í fullum gangi. Pepsi-deildar félagið hefur meðal annars áhuga á KR-ingnum Brynjari Birni Gunnarssyni sem vill þjálfa.

Silfurdrengur með nýja heimasíðu

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur opnað nýja heimasíðu til að leyfa fólki að fylgjast betur með gengi sínu.

Lárus Orri aftur heim í Þór og Sandor Matus samdi

Þórsarar tilkynntu það á heimasíðu sinni í kvöld að félagið væri búið að semja við nýjan aðstoðarþjálfara og nýjan markvörð fyrir átökin í Pepsi-deild karla næsta sumar. Aðstoðarþjálfarann þekkja allir Þórsarar en markvörðurinn kemur frá erkifjendunum í KA.

Tim Roth á að leika Blatter í nýrri mynd um FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, verður viðfangsefnið í nýrri kvikmynd samkvæmt frétt á Guardian og mun myndin fjalla um sögu FIFA. FIFA hefur gefið grænt ljós á myndina og spilling innan sambandsins verður því örugglega ekki meðal viðfangsefna hennar.

Fyrsti sigur Stjörnumanna - úrslit kvöldsins í körfunni

Stjörnumenn unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu sextán stiga sigur á Skallagrími en Valsmenn eru áfram stigalausir á botninum eftir átta stiga tap á móti Kanalausum Íslandsmeisturum Grindavíkur.

KR-ingar þurfa engan Kana þegar þeir hafa Pavel

KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Stykkishólmi í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á heimamönnum í Snæfelli, 99-84. KR-liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni í ár.

Franska fótboltadeildin í verkfall í næsta mánuði

Félögin í tveimur efstu deildunum í franska fótboltanum eru ekki hrifin af nýjum skattalögunum í landinu sem myndu skerða laun tekjuhárra leikmanna verulega. Það stefnir í verkfallsaðgerðir í næsta mánuði.

Sjáið markið hans Jóhanns Berg í Kasakstan

Jóhann Berg Guðmundsson var áfram á skotskónum í Evrópudeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði í 1-1 jafnteflisleik hollenska liðsins AZ Alkmaar og Shakhtyor Karagandy í 3. umferð riðlakeppninnar.

Haukarnir á toppinn eftir stórsigur fyrir norðan

Haukar komust í efsta sæti Olísdeildar karla í handbolta í kvöld eftir átta marka sigur á Akureyri, 30-22, fyrir norðan í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta. ÍR og FH geta bæði náð toppsætinu af Haukum toppsætinu seinna í kvöld.

Danir og Þjóðverjar vilja halda saman HM í handbolta 2019

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta og verðandi íþróttastjóri danska handboltasambandsins, hefur mikla trú á því að HM í handbolta eftir rúm fimm ár geti orðið flottasta keppni sögunnar fari svo að Danir og Þjóðverjar fái að halda keppnina saman.

Sjá næstu 50 fréttir