Fleiri fréttir

Króatar í undanúrslitin í fyrsta sinn í átján ár

Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta i Slóveníu eftir tólf stiga sigur á Úkraínu, 84-72, í leik þjóðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Sigur Króata var öruggur. Móherjar Króatíu í undanúrslitunum verða annaðhvort Litháen eða Ítalía.

FH-banarnir unnu í Úkraínu - öll úrslit kvöldsins

FH-banarnir í Genk byrja vel í riðlakeppni Evrópudeildarinnar því þeir sóttu þrjú stig til Úkraínu í kvöld með því að vinna 1-0 sigur á Dynamo Kiev. Julien Gorius skoraði eina mark leiksins 28 mínútum fyrir leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 0-2 | Langþráður Valssigur í Eyjum

Valsmenn unnu langþráðan sigur í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja. Valur vann ÍBV 2-0 og komu bæði mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna í Pepsi-deild karla síðan 7. ágúst en Hlíðarendaliðið var búið að spila sex leiki í röð án sigurs.

Tiger ánægður með árið hjá sér

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á Tour Championship-mótinu sem hefst í dag. Takist honum að vinna mótið verður hann kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni.

Jay-Z selur hlut sinn í Nets

Ástarævintýri rapparans Jay-Z og Brooklyn Nets er lokið. Rapparinn er þegar byrjaður að selja hlut sinn í félaginu og heimavelli félagsins, Barclays Center.

Hörður Axel til Spánar

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að finna sér nýtt félag. Hann samdi við spænska úrvalsdeildarliðið CB Valladolid.

Bolt reynir að þreyta Aguero | Myndband

Það styttist í stórleik Man. City og Man. Utd en hann fer fram næstkomandi sunnudag á Etihad-vellinum. Fljótasti maður heims, Usain Bolt, leggur sitt af mörkum til þess að hjálpa Man. Utd í leiknum.

Fuglamaðurinn er enginn barnaníðingur

Eftir fimmtán mánaða rannsókn á meintu kynferðisbroti Chris "Birdman" Andersen hefur körfuboltamaðurinn verið sýknaður. Hann lenti í mjög sérstöku máli sem er í anda þess sem ruðningsleikmaðurinn Manti Te'o lenti í.

Þjálfari Eiðs Smára rekinn

Tækifærum Eiðs Smára Guðjohnsen gæti farið fjölgandi á næstunni því félagið er búið að reka þjálfarann sinn.

Rooney mærir Moyes

Þrátt fyrir meint ósætti á milli Wayne Rooney og David Moyes, stjóra Man. Utd, þá hrósar Rooney stjóranum fyrir góðar æfingar sem henti honum vel.

Aron svekktur út í KSÍ

Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna, er í ítarlegu viðtali hjá Kjarnanum í dag. Þar ræðir hann meðal annars um viðbrögð KSÍ við því að hann ákvað að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland.

Hörpu vantar fimm mörk til að ná Helenu

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 28 mörk í Pepsi-deild kvenna í sumar og hefur skoraði 51 mark síðan að hún varð mamma í apríl 2011. Harpa bætti í sumar metið yfir flest mörk hjá mömmu á einu tímabili en á enn eftir að ná Helenu Ólafsdóttur yfir flest mörk sem móðir.

Markahæsta mamman

Harpa Þorsteinsdóttir bætti mömmu-markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur um átta mörk í sumar en engin móðir hefur skorað jafnmikið á einu tímabili í efstu deild á Íslandi. Harpa skoraði 28 mörk í 18 leikjum.

Fannst tennurnar vera skakkar

Landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson mun ekki geta leikið með spútnikliði þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, Bergischer, næstu mánuði þar sem hann kjálkabrotnaði í leik um síðustu helgi. Mikið áfall fyrir norðanmanninn sem hafði verið að spila fr

Skagamenn fallnir í fjórða sinn

Skagamenn féllu í kvöld úr Pepsi-deild karla í fótbolta og spila því í 1. deildinni sumarið 2014. Þetta er í fjórða sinn sem Skagaliðið fellur úr efstu deild. Skagamenn féllu einnig úr deildinni 1967, 1990 og 2008.

Atli Ævar og Anton flottir í sigri á meisturunum

Atli Ævar Ingólfsson og Anton Rúnarsson átti báðir flottan leik þegar Nordsjælland vann 32-31 sigur á meisturum Aalborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingarnir voru saman með ellefu mörk og voru tveir markahæstu leikmenn Nordsjælland-liðsins í leiknum.

Wenger: Reynsla og þolinmæði skiluðu þessum sigri

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður eftir 2-1 útisigur á Marseille í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Marseille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana

Keflavík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en bæði lið eru saman í A-riðli keppninnar. Stólarnir unnu 24 stiga sigur á Valsmönnum á Króknum, 109-85, en Keflvíkingar unnu á sama tíma tíu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 85-75, í TM-höllinni á Sunnubraut.

Frakkar í undanúrslitin á EM í Körfu

Frakkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 72-62, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, skoraði 27 stig í leiknum en Frakkar munu mæta Spánverjum í undanúrslitununum.

SönderjyskE nálægt fyrsta stiginu

Nýliðar SönderjyskE urðu að sætta sig við þriðja tapið í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Ágúst Jóhannsson þjálfari SönderjyskE-liðið og með liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Ramune Pekarskyte.

Aron lagði upp sigurmark Kiel

Kiel vann eins marks sigur á HSG Wetzlar, 26-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar því áfram með fullt hús á toppi deildarinnar. Kiel er búið að vinna sex fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Strákarnir hans Dags áfram á sigurbraut

Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka heimasigur á Vigni Svavarssyni og félögum í Minden, 32-25.

Basel fór með öll stigin af Brúnni

Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho.

Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni

Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic.

Messi með þrennu í 4-0 sigri á Ajax - Kolbeinn klúðraði víti

Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0.

Ramsey skorar enn - Arsenal vann í Marseille

Theo Walcott og Aaron Ramsey tryggðu Arsenal 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta var frábær sigur fyrir lærisveina Arsene Wenger.

Spánverjar í undanúrslitin eftir stórsigur á Serbum

Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum á áttunda Evrópumótinu í röð í kvöld þegar Spánverjar unnu 30 stiga sigur á Serbum, 90-60, í átta liða úrslitum EM karla í körfubolta í Slóveníu.

Shaneka og Vesna áfram í Eyjum

Shaneka Gordon og Vesna Smiljkovic framlengdu á dögunum samninga sína við ÍBV til eins árs. Þær hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðinu undanfarin ár.

Sjá næstu 50 fréttir