Handbolti

Aron lagði upp sigurmark Kiel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson spilaði Filip Jicha uppi í lokin.
Aron Pálmarsson spilaði Filip Jicha uppi í lokin. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Kiel vann eins marks sigur á HSG Wetzlar, 26-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar því áfram með fullt hús á toppi deildarinnar. Kiel er búið að vinna sex fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Filip Jicha skoraði sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok en Íslendingarnir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson áttu mikinn þátt í því.

Aron átti stoðsendinguna á Jicha en Kiel komst í sóknina eftir að Guðjón Valur fiskaði ruðning á Tobias Hahn þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir.

Aron og Guðjón Valur skoruðu báðir eitt mark í leiknum en Filip Jicha var markahæstur með átta mörk og Marko Vujin skoraði sjö mörk. Aron átti að auki fjórar stoðsendingar á félaga sína. Kent Robin Tönnesen skoraði átta mörk fyrir Wetzlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×