Handbolti

Strákarnir hans Dags áfram á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka heimasigur á Vigni Svavarssyni og félögum í Minden, 32-25.

Refirnir hans Dags hafa þar með unnið fimm deildarleiki í röð. Füchse-liðið tapaði fyrir  MT Melsungen í fyrsta leik en hefur ekki tapað stigi síðan. Liðið komst upp að hlið Kiel í toppsætinu en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar spila seinna í kvöld.

Füchse Berlin komst í 3-0 og var 15-12 yfir í hálfleik. Refirnir tóku síðan fulla stjórn á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var mjög öruggur.

Konstantin Igropulo og Markus Richwien skoruðu báðir sex mörk fyrir Füchse Berlin og  Jesper Nielsen var með fjögur mörk. Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Minden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×