Fleiri fréttir

Bender þeysist um sveitir landsins

Gunnar Bender hefur í samstarfi við Myndform gefið út nýjan DVD-disk sem er safn af því besta sem sýnt var í þáttunum Veiðivaktinni á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðasta sumar.

Meistarabarátta um efsta sætið

Tiger Woods hefur hægt og bítandi blandað sér í baráttuna um efsta sæti heimslistans í golfi á ný eftir að hafa verið í sögulegri lægð á þeim lista. Einkalíf bandaríska kylfingsins var aðalfréttaefnið í lok nóvember árið 2009 en á þeim tíma var Woods í sérflokki sem kylfingur og hafði einokað efsta sæti heimslistans í mörg misseri.

Barist um sjálfboðaliðastörfin hjá ÍR

Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins.

Sturridge á leiðinni til Liverpool

Breskir fjölmiðlar greina frá því kvöld að framherjinn Daniel Sturridge sé á leiðinni frá Chelsea til Liverpool í janúar. Hermt er að búið sé að ganga frá öllu og að Liverpool greiði 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Kári og félagar komust áfram í bikarnum

Kári Árnason og félagar í D-deildarliði Rotherham komust í kvöld áfram í ensku bikarkeppninni með frekar óvæntum sigri á C-deildarliði Notts County á útivelli.

Lotus heldur Grosjean árið 2013

Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins.

Auðvelt hjá Ólafi og félögum

Flensburg styrkti stöðu sína í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan útisigur, 24-33, á TuS N-Lübbecke.

Alkmaar áfram í bikarnum

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar komust áfram í hollensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Liðið vann þá útisigur, 2-4, á neðrideildarliðinu Dordrecht.

Charlie Adam eldri bráðkvaddur

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Charlie Adam varð bráðkvaddur að heimili sínu í Dundee um helgina. Adam var fimmtíu ára.

Gullbjörninn segir að Tiger hafi gott af samkeppni frá McIlroy

Rory McIlroy er í efsta sæti heimslistans í golfi þessa stundina og hann var einnig valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Norður-Írinn var efstur á peningalistanum á tveimur stærstu atvinnumótaröðum veraldar. Goðsögnin Jack Nicklaus, segir að gott gengi McIlroy, hafi kveikt neista í Tiger Woods sem ætli sér ekki að standa lengi í skugga hins 23 ára gamla McIlroy.

Napólí missir tvö stig í deildarkeppninni á Ítalíu

Ítalska knattspyrnuliðið Napólí, sem leikur í A-deild þar í landi, missir tvö stig í deildarkeppninni vegna dóms þar sem að liðið er grunað um að hafa hagrætt úrslitum. Knattspyrnusamband Ítalíu staðfesti fyrri dóm í þessu máli.

Sunnudagsmessan: Umræða um QPR - Eiður Smári orðaður við félagið

Harry Redknapp tók nýverið við liði QPR í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið landaði sínum fyrsta sigri um s.l. helgi og var staða liðsins rædd í Sunnudagsmesunni á Stöð 2 sport 2. Guðmundur Benediktsson ræddi þau mál við Hjörvar Hafliðason og Bjarna Guðjónsson.

NBA: Stórkostleg tilþrif hjá Blake Griffin - myndband

Blake Griffin, framherji LA Clippers í NBA deildinni í körfubolta, sýndi stórkostleg tilþrif í nótt þegar lið hans lagði Detroit Pistons á útivelli. Griffin brá sér í "troðslukeppni" undir lok leiksins þegar þrír leikmenn Clippers brunuðu í hraðaupphlaup og varnarmenn Detroit voru hvergi sjáanlegir.

Þjálfari Tékka ánægður að mæta Íslandi

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspili um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Serbíu. Leikirnir fara fram í byrjun júní en lokakeppnin í desember.

McDermott: Ekki afskrifa Reading

Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, telur að liðið eigi enn möguleika á að bjarga sér frá falli. Reading tapaði 5-2 á heimavelli gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en tapið var það sjötta í röð.

NBA í nótt: Jeremy Lin stöðvaði sigurgöngu New York á heimavelli

Jeremy Lin átti stóran þátt í því að stöðva sigurgöngu síns gamla félags þegar hann mætti til leiks með Houston Rockets í Madison Square Garden í New York í nótt. Lin skoraði 22 stig í 109-96 sigri liðsins og þar að auki gaf hann átta stoðsendingar. Þetta var i fyrsta sinn sem Lin leikur á sínum gamla heimavelli eftir að hann yfirgaf New York s.l. sumar en hann átti stórkostlegt tímabili í fyrra með New York þar sem að Linsanity-æði gekk yfir borgina.

Samkeppnin meiri hjá Íslandi

Knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann kjósi að spila fyrir hönd Íslands eða Bandaríkjanna. Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hringdi í Aron og lýsti yfir áhuga sínum á honum.

Betra líkamlegt ásigkomulag skortir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn segir að bæta þurfi frammistöðuna frá því á EM í Serbíu til að eiga möguleika og að stelpurnar þurfi að vera í betra standi.

Kvennalandsliðið mætir Dönum í vináttuleik

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Dönum í vináttuleik þann 20. júní á næsta ári og verður leikið í Danmörku. Leikurinn verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppnin Evrópumótsins hefst þann 10. júlí í Svíþjóð.

Haukar engin fyrirstaða fyrir ÍR

ÍR komst á auðveldan hátt í átta liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta í kvöld með öruggum sigri, 78-95, á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum í kvöld.

Áhugaverður ágóðaleikur í Njarðvík

Njarðvíkingar ætla að láta gott af sér leiða fyrir jólin og á föstudag verður haldinn afar áhugaverður körfuknattleiksleikur í Ljónagryfjunni þar sem ágóðinn mun renna í gott málefni.

Sampdoria rak Ferrara og Rossi tekur við

Stjórn ítalska knattspyrnuliðsins, Sampdoria, rak í dag Ciro Ferrara þjálfara liðsins. Hann stýrði liðinu í sínum síðasta leik um helgina þegar Sampdoria tapaði fyrir Catania 3-1. Ferrara tók við starfi þjálfara hjá Sampdoria síðastliðið sumar eftir að hafa stýrt U21 árs landsliði Ítalíu með ágætum árangri.

Cazorla með þrennu í stórsigri Arsenal

Arsenal fór úr áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar upp í það fimmta í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 2-5, á arfaslöku liði Reading.

Björgvin setur ÓL treyjuna á uppboð til styrktar Bjarka

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. Björgvin, sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi, ætlar með þeim hætti að styðja við bakið á knattspyrnumanninum Bjarka Má Sigvaldasyni úr HK sem nýverið greindist með krabbamein.

Aron á leið undir hnífinn

Aron Jóhannsson, sóknarmaður AGF, er á leið í aðgerð vegna kviðslits. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 á laugardaginn.

Button: Hamilton mun koma Rosberg á óvart

Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er.

Mourinho: Deildinni svo gott sem lokið

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það sé nánast útilokað að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn. Real Madrid gerði jafntefli gegn botnliði Espanyol á heimavelli í gær 2-2.

Alonso valinn bestur af liðstjórum

Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport.

Sjá næstu 50 fréttir