Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:22 Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson við dráttinn í gær. Mynd/Stefán Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19