Fleiri fréttir

Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur

Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði.

Kolbeinn ekki á skotskónum þegar Ajax vann 3-2

Kolbeinn Sigþórsson tókst ekki að skora í fjórða leiknum í röð með Ajax en það kom ekki að sök því Ajax tryggði sér toppsæti í hollensku úrvalsdeildinni með því að vinna 3-2 útisigur á Heracles Almelo.

Rooney: Hefðum getað skorað fleiri mörk

Wayne Rooney skoraði þrennu annan leikinn í röð þegar Manchester United vann 5-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fjórum umferðunum.

Jóhann Berg lagði upp mark í stórsigri AZ

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann 4-0 stórsigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. AZ fór á toppinn með þessum sigri þar sem að Twente tapaði fhyrir Roda JC fyrr í dag og Ajax er að spila sinn leik þessa stundina.

Real Madrid vann og hefur tveggja stiga forskot á Barca

Real Madrid vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum í Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og náði þar með tveggja stiga forystu á erkifjendur sína í Barcelona sem gerðu 2-2 jafntefli við Real Sociedad fyrr í kvöld.

Stjörnustúlkur jöfnuðu stigamet Vals í dag

Stjarnan jafnaði stigamet Vals í úrvalsdeild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan náði í 51 af 54 mögulegum stigum og jafnaði met Vals frá árinu 2008.

Manchester-liðin búin að skora 36 prósent af öllum mörkum tímabilsins

Manchester United og Manchester City eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni eftir flotta sigra í leikjum sínum í dag. Manchester City byrjaði á því að vinna 3-0 heimasigur á Wigan en Manchester United gerði enn betur með því að vinna 5-0 útisigur á Bolton.

Dalglish: Allar stóru ákvarðanirnar hafa fallið á móti okkur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var allt annað en ánægður með ákvarðanir dómarans eftir 1-0 tap á móti Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Stoke skoraði sigurmark sitt úr víti en Liverpool fékk síðan ekki augljósa vítaspyrnu þegar Matthew Upson handlék boltann í vítateignum.

Grótta jafnaði í uppbótartíma á móti Leikni

Hafsteinn Bjarnason tryggði Gróttu gríðarlega mikilvægt 1-1 jafntefli við Leikni í fallbaráttuslag í kvöld. Hafsteinn skoraði jöfnunarmarkið sitt í uppbótartíma þegar allt stefndi í að Leiknismenn væru að vinna og senda Gróttu niður í fallsæti.

OB-liðið fór í gang þegar Rúrik fór útaf

OB frá Óðinsvéum vann 3-1 útisigur á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. OB komst upp í þriðja sætið með þessum sigri en Silkeborg er áfram í þriðja neðsta sæti.

Mancini: Ég finn til með Carlos Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var að sjálfsögðu mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag sem unnu sannfærandi 3-0 sigur á Wigan á heimavelli.

Þorlákur Árnason: Stjarnan er með langbesta liðið

Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, sá sínar stelpur enda Íslandsmótið með stæl og vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Stjörnustelpur fengu Íslandsbikarinn afhentan í leikslok.

Mario Gomez með fernu í 7-0 sigri Bayern

Mario Gomez, framherji Bayern München, skoraði fernu í 7-0 stórsigri liðsins á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag en Bayern fór á toppinn með þessum sigri.

Manchester United aftur á toppinn - þrenna hjá Rooney

Manchester United er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 stórsigur á Bolton á útivelli í kvöldleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Nágrannarnir í Manchester City komust tímabundið á toppinn eftir 3-0 sigur á Wigan fyrr í dag.

Eyjastúlkur unnu upp þriggja marka forskot Vals - Grindavík fallið

Eyjastúlkur náðu ótrúlegu 4-4 jafntefli á móti Val í lokaumferð Pepsi-deild kvenna í dag en Valskonur náðu tvisvar þriggja marka forskoti í leiknum. Grindavíkurstúlkur náðu ekki að framkalla kraftaverk og eru fallnar úr Pepsi-deildinni en KR-stúlkur björguðu sæti sínu á markatölu.

Cleverly er þakklátur Martinez

Tom Cleverley hefur stimplað sig inn á miðjuna hjá Manchester United í fyrstu leikjum tímabilsins og hann þakkar Roberto Martinez, stjóra Wigan, fyrir framfarir sínar sem knattspyrnumanns.

Fimmtándi sigur Stjörnunnar í röð - Harpa með tvö gegn gömlu félögunum

Íslandsmeistarar Stjörnunnar héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á nágrönnum sínum í Breiðabliki í lokaumferðinni. Stjörnustúlkur fengu síðan Íslandsbikarinn afhendan í leikslok en þetta var fimmtándi deildarsigur liðsins í röð.

Finnar unnu flottan sigur á Georgíumönnum á EM

Norðurlandameistarar Finna halda áfram að standa sig vel á EM í körfubolta í Litháen en þeir eiga enn möguleika á því að komast í átta liða úrslitin eftir fjórtán stiga sigur á Georgíu, 87-73, í dag.

Gerrard dauðþreyttur eftir fyrstu æfingarnar með Liverpool-liðinu

Það styttist óðum í endurkomu Steven Gerrard í Liverpool en fyrirliðinn er farinn að æfa á fullu með félögum sínum. Gerrard er alveg útkeyrður eftir fyrstu æfingarnar og mun ekki spila með Liverpool um helgina en liðið mætir þá Stoke City á útivelli.

Fara bæði liðin upp úr 1. deildinni á ÍR-vellinum?

Selfyssingar eiga möguleika á því í dag að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild karla en þá þurfa þeir að ná í stig á ÍR-vellinum í dag. Næstsíðasta umferð 1. deildar karla fer einmitt fram í dag.

Vettel fremstur á ráslínu í tíunda skipti i ár

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag fyrir ítalska Formúlu 1 kappaksturinn á Monza brautinni á Ítalíu. Hann er því búinn að ná besta tíma í tíu tímatökum af þrettán á árinu. Lewis Hamilton náði næst besta tíma á McLaren og Jenson Button á samskonar bíl þriðja besta tíma. Formúlu 1 mótið á Monza fer fram á morgun.

Ekkert frí á miðvikudögum hjá Eggerti

Paulo Sergio, nýr stjóri Eggert Gunnþórs Jónssonar og félaga í Hearts, er þegar byrjaður að breyta hlutunum hjá félaginu. Portúgalinn ætlar nú að afnema frídag leikmanna í miðri viku því honum finnst skoskir leikmenn ekki leggja nógu mikið á sig.

Stjörnustelpurnar fá Íslandsbikarinn afhentan í dag

Það verður mikil hátíð í Garðabænum í dag þar sem Stjörnustúlkur fá Íslandsbikarinn afhentan eftir lokaleik sinn í Pepsi-deild kvenna sem er á móti Breiðabliki. Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 13.00 en öll lokaumferðin fer á sama tíma.

Villas-Boas: Chelsea getur alveg keppt við Manchester-liðin

André Villas-Boas, stjóri Chelsea, óttast ekki frábæra byrjun Manchester-liðanna í ensku úrvalsdeildinni og segir allt að sex félög muni berjast um meistaratitilinn í vetur. Manchester-liðin hafa fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina og hafa skorað saman 25 mörk í þeim.

Mun Ferguson hlífa David de Gea við "loftárásum" Bolton-manna?

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gæti sett Danann Anders Lindegaard í markið hjá United á móti Bolton í dag. Það er þó ekki vegna mistaka David de Gea í fyrstu leikjum sínum heldur vegna þess að skoski stjórinn óttast það að Bolton-menn muni stunda það að keyra inn í De Gea í leiknum. Blaðamenn Guardian velta þessu fyrir sér í morgun.

Vettel fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímatökuna

Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð 0.364 úr sekúndu á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari náði þriðja besta tíma og var 0.498 á eftir. Æfingin var sú síðasta fyrir tímatökuna sem fer fram í hádeginu.

Sögulegt sumar hjá KR

Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur.

Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig

Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur.

McGrath reynir fyrir sér sem söngvari

Fótboltagoðsögnin Paul McGrath reynir fyrir sér á nýjum vettvangi þessa dagana en gamli varnarjálkurinn var að gefa út hugljúft lag.

Ferguson og Dzeko bestir í ágúst

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og Edin Dzeko hjá Manchester City voru valdir menn ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Tevez ekki lengur fyrirliði City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur tilkynnt Carlos Tevez að hann sé ekki lengur fyrirliði liðsins. Varnarmaðurinn Vincent Kompany hefur nú tekið við því hlutverki.

Keflavík komið með tvo Kana

Keflvíkingar hafa samið við annan bandarískan leikmann en þegar var búið að ganga frá samningum við miðherjann Jarryd Cole. Nýi maðurinn heitir Charles Parker og er bakvörður.

Leverkusen á toppinn í Þýskalandi

Bayer Leverkusen skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 4-1 sigri á Augsburg. Þó er líklegt að liðið þurfi að láta toppsætið af hendi strax um helgina.

AC Milan hefur titilvörnina á jafntefli

AC Milan gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Lazio er keppni í ítölsku úrvalsdeildinni fór loksins af stað eftir verkfallsaðgerðir leikmanna í síðasta mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir