Fleiri fréttir

Dýrast á völlinn hjá Liverpool

Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur.

Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum

Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1.

Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012

Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull

Rossi hafnaði Juventus

Ítalinn Giuseppe Rossi hefur tekið fyrir það að ganga til liðs við Juventus þar sem hann vill frekar spila með Villarreal í Meistaradeild Evrópu.

Góð skot á Tannastaðatanga

Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði.

Fyrrum landsliðsmaður Japans hneig niður á æfingu

Naoki Madsuda fyrrum landsliðsmaður Japana hneig niður á æfingu með liði sínu Matsumoto Yamaga í morgun. Að sögn liðsfélaga Madsuda fór hann í hjartastopp áður en hann var fluttur á sjúkrahús.

Kuyt: Þurfum að verjast betur

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, hefur ekki áhyggjur af gengi liðsins nú á undirbúningstímabilinu en viðurkennir að liðið þurfi að verjast betur.

Sigurður Eggertsson til liðs við Fram

Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

Heidfeld stóð ógn af eldinum

Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum

Stekelenburg samdi við Roma

Hollenski markvörðurinn Marten Stekelenburg hefur gengið til liðs við ítalska félagið Roma frá Ajax í heimalandinu. Kaupverðið er sagt vera um 6,3 milljónir evra.

Ætlar City að klófesta Nasri?

Samir Nasri gæti verið á leið til Manchester City fyrir 22 milljónir punda ef marka má frétt í enska götublaðinu The Sun í dag. Nasri var fyrr í sumar sterklega orðaður við Manchester United.

126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá

Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum.

Hart fékk nýjan samning hjá City

Joe Hart hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City samkvæmt fréttavef Sky Sports. Talið er að samningurinn gildi næstu fimm árin.

Scholes lofar Sneijder

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Wesley Sneijder sé frábær leikmaður en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu.

Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti

Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel.

Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna

Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008.

Afmælisdagur sem gleymist ekki

Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum fagnaði 35 ára afmælisdeginum með því að vinna Einvígið á Nesinu í gær. Hann er fyrsti heimamaðurinn sem vinnur mótið í heil tólf ár en Nesklúbbsfólk hefur margoft þurft að horfa upp á sína kylfinga rétt missa af sigri. Nö

24 laxar á einum degi í Svalbarðsá

Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn.

"Veðurguðir greiða gamla skuld"

Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum!

Veiðitölur úr Andakílsá

Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni.

Fær þessi tveggja ára bann fyrir þetta rugl? - myndband

Brasilíumaðurinn Rildo gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann fyrir að missa algjörlega stjórn á sér í leik í B-deildinni í heimalandinu. Rildo lét sér ekki nægja að kasta boltanum í dómarann í leik Vitoria 1-0 tapleik gegn Boa Esporte. Hann fullkomnaði fáránlega hegðun sína með því að sparka í dómarann en Rildo mistókst ætlunarverkið og hitti ekki dómarann.

Leikmaður Twente með ótrúlegan leikaraskap - myndband

Peter Wisgerhof leikmaður hollenska liðsins Twente gæti eflaust reynt fyrir sér sem leikari þegar keppnisferlinum lýkur í fótboltanum. Wisgerhof sýndi af sér óheiðarleika í hæsta gæðaflokki þegar hann henti sér niður með tilþrifum í leik gegn Kolbeini Sigþórssyni og félögum hans í Ajax fyrir viku síðan.

Stern og Fisher byrjaðir að tala saman

Eigendur liðanna í NBA körfuboltanum og leikmenn hafa hafið viðræður í von um að binda enda á verkbannið sem staðið hefur í sléttan mánuð.

Vucinic til Juventus

Juventus hefur gengið frá kaupum á Mirko Vucinic frá Roma á 15 milljónir evra. Þessi 27 ára gamli framherji frá Svartfjallalandi skrifaði undir 4 ára samning við Juventus.

Nökkvi: Ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart

Nökkvi Gunnarsson hélt upp á 35 ára afmælið sitt með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Inga Rúnar Gíslason í bráðabana.

Tseng vann Opna breska kvennamótið

Yani Tseng frá Taívan sigraði Opna breska kvennamótið í golfi um helgina og varð um leið yngsta konan til að vinna fimm risamót í golfi.

1.715 laxar komnir úr Norðurá

Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga.

Enn fær Liverpool þrjú mörk á sig

Liverpool lenti í kröppum dansi gegn varaliði Vålerenga í æfingaleik liðanna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en þjú mörk voru skoruð á síðustu sjö mínútum leiksins.

Bellamy vill ekki til Celtic

Craig Bellamy framherji Manchester City hefur samkvæmt heimildum Sky Sports engan áhuga á að ganga til liðs við Celtic í sumar en hann var á láni hjá skoska stórliðinu frá Newcastle 2005.

Zhirkov á leiðinni til Rússlands

Rússneski kantmaðurinn Yury Zhirkov hjá Chelsea er við það að ganga til liðs við Anzhi Makhachkala í heimalandi sínu fyrir 15 milljónir evra en hann hefur verið á mála hjá Chelsea síðustu tvö árin.

Nökkvi vann Einvígið á Nesinu

Nökkvi Gunnarsson NK vann einvígið á Nesinu 2011. Hann tryggði sér sigur í bráðabana á lokaholunni en í öðru sæti var Ingi Rúnar Gíslason GKJ.

Valencia með nýjan samning

Antonio Valencia hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Englandsmeistara Manchester United.

Barton má fara frá Newcastle

Enski miðjumaðurinn og ólátabelgurinn Joey Barton má yfirgefa Newcastle á frjálsri sölu eftir að hafa farið mikinn á twitter síðasta sólarhringinn þar sem hann hefur gagnrýnt eigendur og stjórnendur Newcastle og rifist við stuðningsmann félagsins.

Balotelli: Ég þoli ekki Manchester-borg

Það má ekki líta af Mario Balotelli og þá er hann kominn í vandræði. Balotelli stóð sig vel með Manchester City í úrslitaleik Dublin-bikarsins í gær, skoraði mark og fékk hrós frá stjóranum Roberto Mancini eftir leikinn. Hann talaði hinsvegar "af sér" í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

Henry ætlaði að fá að spila síðustu fimm með Arsenal - FIFA sagði nei

Thierry Henry fékk ekki leyfi til þess að spila með sínu gamla félagi á Emirates-bikarnum í gær. Henry, sem var kominn á Emirates-völlinn með bandaríska liðinu New York Red Bulls, hafði fengið leyfi frá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um að skipta um búning í lokin og spila síðustu fimm mínútur leiksins með Arsenal-liðinu.

Wilshere meiddist í gær og gæti misst af Hollandsleiknum

Jack Wilshere haltraði af velli eftir aðeins sjö mínútur í leiknum á móti New York Red Bulls í Emirates-bikarnum í gær. Wilshere fékk högg á ökklann og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst ekki við honum fyrr en eftir viku.

Sjá næstu 50 fréttir