Fleiri fréttir

KR Íslandsmeistari 2011 - myndir

Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1.

Hreiðar með tilboð frá liði í Hvíta-Rússlandi

Landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson mun líklega hafa vistaskipti í sumar en samningur hans við þýska B-deildarfélagið Emsdetten rennur þá út. Félagið hefur ekkert rætt við Hreiðar um nýjan samning og því er hann farinn að líta í kringum sig.

Barca gegn Real í kvöld: Fyrsti stóri titill ársins í boði

Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1.

Alfreð: Hamburg búið að vinna titilinn

Kiel og Hamburg munu eigast við í risaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en oftar en ekki hefur titilbaráttan ráðist í leikjum þessara liða í þýsku úrvalsdeildinni.

Hrafn: Ég svíf um á skýi

„Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla.

Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum

KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1.

Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk

„Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu.

Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík.

Finnur: Það var komin tími á mig

„Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1.

Pavel: Ég á heiminn

„Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra.

Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn

Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum.

Teitur: KR-ingarnir bara betri

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum.

Brynjar um Walker: Stórkostlegur

"Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“

Ferguson: Móðgun að spjalda Hernandez

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við að dómari leiks Newcastle og Man. Utd í kvöld skildi ekki hafa dæmt víti í lok leiksins er Javier Hernandez féll í teignum.

Man. Utd tapaði mikilvægum stigum

Man. Utd varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Newcastle. United er með sjö stiga forskot á Arsenal eftir leikinn en hefur leikið einum leik meira.

Sara Björk með þrennu fyrir Malmö

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir fór á kostum með Ldb Malmö í kvöld er liðið lagði Hammarby, 3-1. Sara Björk skoraði öll mörk Malmö í leiknum.

Öruggur sigur hjá Löwen

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst í kvöld upp að hlið Kiel í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

El-Hadji Diouf: Hef alltaf borið virðingu fyrir Gaddafi

El-Hadji Diouf, núverandi leikmaður Rangers og fyrrum leikmaður Liverpool, Bolton Wanderers, Sunderland og Blackburn, er þekktur fyrir að segja hluti sem vekja oft ekki miklar vinsældir á sumum stöðum. Nú síðasta hefur hann talað um vinskap sinn við Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu.

Brjóta KR-ingar hundrað stiga múrinn áttunda leikinn í röð?

KR-ingar geta sett nýtt met í úrslitakeppninni í kvöld skori liðið hundrað stig eða meira í fjórða leik lokaúrslitanna á móti Stjörnunni. KR-ingar geta því ekki aðeins tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn því með því að skora hundrað stig bæta þeir met Keflvíkinga frá 2003.

Ágúst farinn með stelpurnar til Tyrklands

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, stýrir landsliðinu í fyrsta sinn um páskana en hann er nýtekinn við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Stelpurnar eru í æfingabúðum í Tyrklandi og munu spila þrjá leiki við Pólland og Tyrkland í ferðinni.

Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn

Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Puyol getur spilað bikaúrslitaleikinn á móti Real

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Það var staðfest á heimasíðu Barcelona í dag að Josep Guardiola geti notað miðvörðinn reynslumikla á morgun.

Teitur: Fór aðeins yfir strikið

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta.

Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins

Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun.

Oddur heldur út til Þýskalands í dag

"Ég ætla að skella mér til Þýskalands á morgun og skoða aðstæður hjá Wetzlar,” sagði Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Oddur mun halda til Þýskalands í dag þar sem hann mun verða til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar í eina þrjá daga.

Harry hlær að sögusögnum um Chelsea

Harry Redknapp segir nákvæmlega ekkert til í því að hann muni taka við liði Chelsea nú í sumar eins og enskir fjölmiðlar hafa verið að gefa í skyn.

Guðmundur: Sigur liðsheildarinnar

"Ég er alveg búin á því, en mikið rosalega er ég ánægður,“ sagði Guðmundur Hólmar, leikmaður Akureyrar, eftir sigurinn í gær.

Kristinn: Við erum virkilega svekktir

„Ég er auðvita drullu svekktur, við ætluðum okkur áfram og ekkert annað,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. HK-ingar eru komnir í sumarfrí eftir tap gegn Akureyri í oddaleik undanúrslitana.

Atli: Heimavöllurinn á eftir að skila okkur langt

"Seinni hálfleikurinn var í raun okkar frá fyrstu mínútu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í gær. Akureyri komst í gær í úrslitaeinvígið gegn FH í N1-deild karla eftir góðan sigur gen HK í oddaleik.

Ólafur: Gekk bara ekki upp hjá okkur

"Þetta gekk ekki alveg hjá okkur í kvöld,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn gegn Akureyri í gær. Ólafur Bjarki átti samt sem áður algjöran stórleik og Akureyringar réðu ekkert við þennan snjalla leikstjórnanda.

FH rúllaði yfir Fram - myndir

FH komst í úrslit N1-deildar karla í gær með sannfærandi stórsigri á Fram í Kaplakrika. Jafnt var á tölum í fyrri hálfleik en aðeins eitt lið var á vellinum í síðari hálfleik.

Atli tileinkar Guðlaugi sigurinn - Ælandi heima að létta sig

Atli Hilmarsson tileinkaði Guðlaugi Arnarssyni, Húsavíkurtröllinu sem oftast er kallaður Öxlin, sigurinn á HK í kvöld. Hann sat heima á dollunni með nóró vírusinn að öllum líkindum og því vantaði þennan lykilmann í vörn Akureyrar í kvöld.

Ólafur: Fagnað í kvöld

„Skipulagið var að vinna leikinn, við unnum leikinn og gott betur en það," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 32-21 sigur gegn Frömurum í kvöld.

Heimir: Þetta er frábær tilfinning

„Þetta er frábær tilfinning að vera komin í úrslit,“ sagði Heimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, eftir sigurinn á HK í oddaleiknum fyrir norðan í kvöld.

Kastaði af sér vatni í miðjum leik

Jorge Valdivia, leikmaður Palmeiras í Brasilíu, dó ekki ráðalaus þegar náttúran kallaði og hann þurfti að kasta af sér vatni í miðjum leik. Valdivia gerði sér lítið fyrir og vippaði félaganum út og lét vaða rétt fyrir utan völlinn.

Magnús: Mikil vonbrigði

"Þetta eru vægast sagt mikil vonbrigði, við ætluðum okkur að gera miklu betur og ég væri til í að vita hvað gerðist hjá okkur í hálfleik," sagði Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Framara eftir 32-21 tap gegn FH.

Ásbjörn: Verður hörku rimma

"Við lögðum upp með sterka vörn, oddaleikir vinnast oftast á góðri vörn og við náðum því hér í dag," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH eftir 32-21 sigur á Fram.

Oddur keyrir frá Akureyri til Keflavíkur í nótt

Oddur Gretarsson á langa nótt fyrir höndum. Hann þarf að keyra frá Akureyri til Keflavíkur þaðan sem hann fer til Þýskalands í fyrramálið. Hann er á leiðinni á reynslu hjá Wetzlar.

Sjá næstu 50 fréttir