Fleiri fréttir

Ferguson samþykkir að hitta forstjóra BBC

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur samþykkt að funda með Mark Thompson, forstjóra breska ríkisútvarpsins, til að reyna að leysa margra ára deilu Ferguson við BBC.

Tap í fimm marka leik í Úkraínu

Íslenska U-21 landsliðið tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Úkraínu í vináttulandsleik ytra í kvöld, 3-2. Aron Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu mörk Íslands.

Ungfrú Wales kennir leikmönnum þjóðsönginn

Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, beitir öllum brögðum til þess að ná sigri gegn Englendingum. Nú hefur verið opinberað leynivopn hans fyrir leikinn. Það er engin önnur en fegurðardrottning Wales, Courtenay Hamilton.

Umfjöllun: Háspennujafntefli á Akureyri

Akureyri og Haukar skildu jöfn í N1-deild karla í handbolta á Akureyri í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allan leikinn og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum en úrslitin voru 29-29.

Kiel kaupir mann frá AG Köbenhavn

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska félagsins Kiel, er búinn að tryggja sér þjónustu Danans sterka Rene Toft Hansen sem leikur með danska ofurliðinu AG Köbenhavn.

Aðeins einu víti frá Suðurnesjalausum undanúrslitum

Það munaði ótrúlega litlu að ÍR-ingar hefði slegið Keflvíkinga út úr átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í gær og séð til þess að ekkert Suðurnesjalið hafi verið í undanúrslitunum sem hefjast um helgina.

Aaron Ramsey verður fyrirliði Wales á móti Englandi

Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður fyrirliði velska landsliðsins í leiknum á móti Englandi í undankeppni EM en hann fer fram á laugardaginn. Gary Speed, þjálfari Wales tilkynnti þetta í dag en Ramsey er aðeins tvítugur og nýbyrjaður að spila eftir að hafa fótbrotnað illa í fyrra.

Sigurður Gunnar besti Íslendingurinn í 8 liða úrslitunum

Keflvíkingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skilaði hæstu framlagi íslensku leikmannanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla sem lauk með þremur oddaleikjum í gærkvöldi. Sigurður Gunnar var 0.5 framlagsstigum á undan KR-ingnum Pavel Ermolinskij og aðeins Kelly Biedler hjá ÍR og Marcus Walker hjá KR skiluðu meira til sinna liða í þessum leikjum.

Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi

Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili.

Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson eru báðir hættir

Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna og spiluðu því sína síðustu leiki á ferlinum í einvíginu á móti KR í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Karfan.is greinir frá þessu í dag.

Heilli umferð á Spáni frestað fram á sumar

Spænska úrvalsdeildin gæti ekki endað fyrr en um miðjan júnímánuð vegna deilna um sjónvarpsmál en félögin í deildinni vilja fella úr gildi lög sem segja að einn leikur í viku hverri verði að vera sýndur í opinni dagskrá.

Benitez dreymir um að komast aftur á Anfield

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool saknar mikið tímans á Anfield og dreymir um að fá annað tækifæri hjá félaginu. Benitez hætti sem stjóri Liverpool í lok síðasta timabils en hann var þá búinn að vera þar í sex ár.

Ingvar og Jónas dæma í úrslitakeppninni í Katar

Íslenskir handboltadómararar og eftirlitsmenn verða næstu daga og vikur í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma meðal annars í úrslitakeppninni í Katar og Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma Meistaradeildarleik hjá Björgvini Páli Gústavssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen.

Sunnudagsmessan: Hættir Moyes hjá Everton og tekur við Aston Villa?

Everton var umfjöllunarefni í síðustu Sunnudagsmessu á Stöð 2 sport 2. Hjörvar Hafliðason sérfræðingur þáttarins setti fram þá kenningu að David Moyes knattspyrnustjóri Everton myndi fara frá liðinu og Aston Villa í Birmingham gæti orðið næsti vinnustaður Skotans.

Yngvi kom báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum

Valsmenn eru komnir upp í úrvalsdeild karla og úrvalsdeild kvenna í körfuboltanum eftir að bæði lið félagsins unnu úrslitaeinvígi sín á síðustu tveimur dögum. Yngvi Gunnlaugsson er þjálfari beggja liðanna og kom því báðum Valsliðunum upp á innan við 24 tímum.

Rio Ferdinand í sérmeðferð í Þýskalandi - gæti náð Chelsea-leiknum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast eftir því að fá góðar fréttir af varnarmanninum Rio Ferdinand þegar hann kemur til baka úr sérmeðferð frá Þýskalandi. United-menn stefna á það að Rio nái seinni leiknum á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gareth Bale er meiddur og verður ekki með á móti Englandi

Ensku landsliðsmennirnir hafa talað um lítið annað en að stoppa Gareth Bale á blaðamannafundum fyrir leik Englands og Wales í undankeppni EM á laugardaginn en nú er ljóst að enska liðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af Tottenham-manninum á Millennium Stadium.

NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn

Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic.

Hildigunnur úr leik í vetur

Deildarmeistarar Vals í N1-deild kvenna urðu fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hildigunnur Einarsdóttir meiddist illa á hné á æfingu. Hún verður af þeim sökum ekkert með Valskonum í úrslitakeppninni sem hefst eftir aðeins eina viku.

Klárar Akureyri titilinn í kvöld?

Heil umferð fer fram í N1-deild karla í kvöld og líkt og í síðustu umferð þá eiga Akureyringar möguleika á að tryggja sér deildarmeistaratitilinn sem verður fyrsti titillinn í sögu félagsins.

Vináttuleikur í Úkraínu í dag

Undirbúningur U-21 landsliðs Íslands fyrir EM í Danmörku heldur áfram í dag er strákarnir mæta Úkraínu ytra klukkan 17.30.

Heilsan skiptir Abidal mestu máli

Eric Abidal er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var fjarlægt úr lifur hans. Umboðsmaður hans, David Venditelli, segir að kappinn sé ekki að hugsa um hvenær hann geti byrjað að spila á ný.

Guðjón: Við eiginlega stálum sigrinum

„Þetta var rosaleg spenna hérna í lokin og við eiginlega stálum sigrinum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík er komið í undanúrslit Iceland-Express deild karla eftir að hafa unnið frækin sigur, 95-90, gegn ÍR í framlengdum oddaleik.

Henderson sjóðheitur á æfingu

Enska U-21 landsliðið er nú að undirbúa sig fyrir æfingaleiki gegn Danmörku og Íslandi á næstu dögum og birti enska knattspyrnusambandið myndband frá æfingu liðsins í gær.

Kjartan: Í þessu til að hitta úr stóru skotunum

Stjörnumaðurinn Kjartan Atli Kjartansson átti ansi stóran þátt í sigri sinna manna í Röstinni í kvöld. Hann setti niður rosalegan þrist þegar öðrum leikmönnum virtist fyrirmunað að skora.

Gunnar: Hefðum átt að klára dæmið í venjulegum leiktíma

"Ég var búinn að undirbúa mig fyrir sigur hérna í lokin,“ sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, eftir tapið í kvöld. ÍR þurfti að sæta sig við það að komast aðeins í 8-liða úrslitin í ár eftir frábært einvígi gegn Keflavík. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga gegn ÍR, 95-90.

Þorleifur: Við vorum lélegir

Þorleifur Ólafsson kom óvænt inn í lið Grindavíkur í kvöld. Hann er búinn að vera fjarverandi vegna meiðsla en Grindavík þurfti á öllu að halda í kvöld og því beit Þorleifur á jaxlinn.

Sigurður: Þetta var aldrei spurning í lokin

„Þetta var virkilega sætt þó svo að sóknarleikur okkar hafi verið skelfilegur,“ sagði Sigurður Þorsteinsson eftir sigurinn í kvöld. Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-90, gegn ÍR-ingum í oddaleik um laust sæti í undanúrslitum Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn.

Sævar Ingi: Ungu strákarnir stóðu sig vel

"Við náðum ekki að halda hraðanum niðri í þessum leik og það sást best í þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Ingi Haraldsson leikmaður Hauka eftir 87-73 tap liðsins í kvöld gegn Íslandsmeistaralið Snæfells.

Nonni Mæju: Ingi tók okkur á góðan fund

„Ingi Þór tók okkur á góðan fund fyrir leikinn þar sem hann fór í gegnum ýmis atriði sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir 87-73 sigur Íslandsmeistaraliðsins gegn Haukum í kvöld.

Umfjöllun: Keflavík í undanúrslit eftir sigur á ÍR í háspennuleik

Það var sannkallaður háspennuleikur í Keflavík í kvöld þegar heimamenn unnu ÍR-inga, 95-90, í oddaleik 8-liða úrslita Iceland-Express deild karla, en framlengja þurfti leikinn. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið í venjulegum leiktíma en eftir gríðarlega baráttu þá náðu Keflvíkingar að jafna leikinn. Keflvíkingar lögðu gruninn af sigrinum á fyrstu mínútum framlengingarinnar þegar þeir skoruðu fyrstu átta stigin og ÍR-ingar virtust fara á taugum.

Valur aftur í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru

Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli.

Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut

Það var mikil spenna í loftinu í "Fjárhúsinu“ fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði "sínum“ leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73.

Sjá næstu 50 fréttir