Fleiri fréttir

Vettel: Titilbaráttunni ekki lokið

Sebastian Vettel hjá Red Bull er ekkert búinn að gefa titilvonir sínar upp á bátinn þó hann hafi misst af mögulegum sigri vegna vélarbilunnar í gær. Hann var í forystu í mótinu í Suður Kóreu þegar vélin gaf sig í 45 hring af 55.

Redknapp búinn að senda Gareth Bale í frí

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar að passa upp á álagið á skærustu stjórnu liðsins en hann hefur ákveðið að gefa hinum frábæra Gareth Bale nokkra daga frí á ströndinni til þess að safna kröftum fyrir komandi leiki á móti Manchester United og Inter Milan.

Barton ætlar að gefa Carroll góð ráð - myndband

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, þekkir það vel að lenda í vandræðum utan vallar og hann ætlar að miðla af reynslu sinni til þess að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Newcastle, Andy Carroll.

Öll mörkin úr enska boltanum inn á Vísi

Þetta var mjög viðburðarrík helgi í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem Chelsea hélt sigurgöngu sinni áfram, Arsenal vann 3-0 sigur á Manchester City, Manchester United vann langþráðan útisigur og Liverpool komst loksins á sigurbraut eftir sjö leiki í röð án sigurs.

Gary Neville um Rooney-málið: Tíminn mun lækna öll sár

Gary Neville, varnarmaður Manchester United, trúir því að stuðningsmenn Manchester United verði fljótir að gleyma vikunni þar sem Wayne Rooney ætlaði að yfirgefa félagið. Rooney skrifaði loks undir fimm ára samning nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann væri á förum.

Arsene Wenger er ánægður með framfarir Samir Nasri

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ánægður með frammistöðu landa síns Samir Nasri sem hefur skorað 7 mörk í síðustu 7 leikjum og átt með því mikinn þátt í að liðið er komið í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Fjölnir stóð í KR

Hið unga og skemmtilega lið Fjölnis stóð sig vel gegn meistaraefnunum í KR í gær. KR-ingar stigu þó upp undir lokin og lönduðu sigri.

KR lagði Snæfell

KR-stúlkur unnu fínan sigur á ungu liði Snæfells í Vesturbænum í gær en stelpurnar úr Hólminum bíða enn eftir fyrsta sigri sínum í vetur.

Stackhouse genginn í raðir Miami Heat

Ofurlið Miami Heat er ekki hætt að styrkja sig fyrir átök vetrarins. Nú hefur liðið samið við Jerry Stackhouse sem verður 36 ára í næsta mánuði.

Adrian Mutu lamdi og sparkaði í barþjón

Hinn litríki Rúmeni Adrian Mutu hjá Fiorentina á Ítalíu er sagður hafa ráðist á barþjón í Florence rétt rúmri viku áður en hann á að snúa aftur úr banni vegna notkunar ólöglegra lyfja.

Rosenborg norskur meistari

Rosenborg varð í kvöld norskur meistari í knattspyrnu enn eina ferðina. Rosenborg vann þá 1-0 sigur á Tromsö sem gerir það að verkum að önnur lið deildarinnar geta ekki náð liðinu í lokaumferðunum.

Örvar: Strákarnir hafa hjartað og kraftinn

„Ég er auðvitað vonsvikinn með það að tapa en aftur á móti ánægður með margt hjá strákunum. Mér fannst við vera mjög öflugir í fyrri hálfleik og þetta var hörkuleikur hlangað til að þeir stungu okkur af í fjórða leikhluta. Það vantaði ekki mikið upp á en þeir unnu verðskuldað," sagði Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir hörkuleik gegn KR í kvöld en heimamenn sigruðu leikinn, 93-77.

Fannar: Þetta er allt á réttri leið

„Þeir eru með gott lið en við fórum bara loks að spila varnarleik í síðari hálfleik, við fengum alltof mikið á okkur í fyrri hálfleik. Við viljum halda liðunum undir sjötíu stigum og við höfum verið að finna taktinn sérstaklega varnarlega og það er jákvætt," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Fjölni í kvöld.

Meistarinn að missa af lestinni í titilslagnum

Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag.

Sampdoria nældi í jafntefli gegn Inter

Ítalíumeistarar Inter misstu af mikilvægum stigum á heimavelli í kvöld þegar Sampdoria kom í heimsókn á San Siro. Inter náði aðeins jafntefli í leiknum sem endaði 1-1.

Flaug niður tröppur í miðjum leik - Myndband

Óvenjulegt og skondið atvik átti sér stað í leik Ponte Preta og Santo Andre í Brasilíska boltanum á dögunum. Guilherme leikmaður Ponte Preta var þá á harðaspretti en náði ekki að stöðva sig og endaði einhverstaðar í neðanjarðargöngum leikfabgsins.

Liverpool og Spurs vilja fá Young

Það verður slegist um vængmanninn Ashley Young næstu vikur en enski landsliðsmaðurinn ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa.

Alonso: Þolgæði lykill að meistaratitli

Fernando Alonso var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag, en hann náði forystu í stigakeppni ökumanna á meðan tveir af helstu keppinautum hans féllu úr leik. Þeir Mark Webber og Sebastian Vettel náðu ekki að komast í endamark. Vélin bilaði hjá Vettel og Webber ók útaf

Steve Bruce: Peningar eru uppskrift fyrir vandræði

Steve Bruce, stjóri Sunderland, lýsir yfir reiði vegna þess hversu valdamiklir leikmenn eru orðnir innan knattspyrnunnar. Ummæli hans birtust í kjölfar máls í kringum framherjann Wayne Rooney sem fór ekki framhjá neinum í síðustu viku.

Hannover tapaði fyrir Lemgo

Lemgo hefndi fyrir tapið gegn Hannover/Burgdorf í bikarnum á dögunum með þvi að leggja Hannover í dag í deildarleik. Lokatölur 26-31 fyrir Lemgo.

Cesc Fabregas: Við spiluðum frábæran fótbolta

Fyrirliði Arsenal, Cesc Fabregas, var mjög ánægður með lið sitt eftir, 3-0, sigur gegn Manchester City í dag. „Við spiluðum frábæran fótbolta í dag og það er erfitt að stoppa lið sem spilar á svona hraða."

Jafntefli hjá Degi og Guðmundi

Guðmundur Guðmundsson er enn taplaus sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Litlu mátti muna að Guðmundur hefði tapað sínum fyrsta leik í dag er hann mætti með lið sitt til Berlínar þar sem Löwen mætti liði Dags Sigurðssonar, Fuchse Berlin.

Arsenal kláraði City sannfærandi einum fleiri

Arsenal landaði góðum, 3-0, sigri gegn Manchester City í dag er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega en strax á fimmtu mínútu fékk Dedryck Boyata að líta rauða spjaldið fyrir brot á Marouane Chamakh framherja Arsenal.

Neville slapp með skrekkinn

Gary Neville var afar lánsamur að fá ekki rauða spjaldið í leiknum gegn Stoke í dag. Hann tæklaði Matthew Etherington þá hraustlega þegar hann var kominn með gult spjald.

Liverpool enn í fallsæti eftir sigur á Blackburn

Liverpool hafði betur í botnbaráttunni gegn Blackburn, 2-1, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sotirios Kyrgiakos kom Liverpool yfir á 48.mínútu með góðu skallamarki. Blackburn jafnaði metin þremur mínútum síðar en þá skoraði Jamie Carragher ansi klaufalegt sjálfsmark eftir skot frá El-Hadji Diouf.

Hernandez: Hef aldrei reynt að skalla svona áður

Svakalegri viku hjá Man. Utd lauk með ljúfum sigri á Stoke City. Það var Mexíkóinn Javier Hernandez sem tryggði United sigurinn með tveimur mörkum. Seinna markið kom nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Öruggur sigur hjá AZ Alkmaar

Íslendingaliðið AZ Alkmaar vann góðan sigur á Willem II, 3-0, í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Hernandez tryggði United öll stigin gegn Stoke

Javier Hernandez skoraði bæði mörk Manchester United í dag er liðið sigraði Stoke City, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni. Hernandez kom United yfir eftir hálftíma með fallegu skallamarki og útlitið gott fyrir United.

Rangers sigraði Celtic í toppslagnum

Rangers sigraði Celtic, 3-1, í toppslagnum á Skotlandi í dag. Fyrsta mark leiksins kom rétt fyrir leikhlé en það voru heimamenn í Celtic sem tóku forystuna með marki frá Gary Hooper en hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Portsmouth heldur lífi

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth er nú í betri stöðu og samkvæmt nýjustu fréttum er félagið ekki á leið í gjaldþrot eftir að Sacha Gaydamak fyrrverandi eigandi félagsins komst að samkomulagi um greiðslu upp á 2,2 milljóna punda sem félagið skuldar honum.

Hamrarnir og Fram komust áfram í bikarnum

32-liða úrslitum Eimskips bikar karla í handbolta lauk í gær með tveimur leikjum. Fram og utandeildarliðið Hamrarnir frá Akureyri tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitunum.

Alonso vann eftir stormasama keppni

Fernando Alonso á Ferrari vann sigur í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í nótt, eftir að þremur af fimm keppinautum hans um meistaratitilinn í Formúlu 1 fataðist flugið.

Sjá næstu 50 fréttir