Fleiri fréttir

Halldór Ingólfsson: Þetta var bara skipsbrot

Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, var ekki upplitsdjarfur eftir níu marka tap Haukaliðsins á móti FH á Ásvöllum í dag enda áttu hans menn engin svör við góðum leik FH í seinni hálfleiknum.

Solskjær hafnaði því að gerast þjálfari Molde

Ole Gunnar Solskjær hefur sagt frá því að hann hafnaði tilboði frá sínu gamla félagi í Noregi, Molde, um að gerast næsti aðalþjálfari liðsins. Solskjær ætlar í staðinn að halda áfram að vinna fyrir Manchester United.

Keflavík, Hamar og Haukar öll með fullt hús í kvennakörfunni

Keflavík, Hamar og Haukar eru öll með fullt hús eftir aðra umferðina í Iceland Express deild kvenna en Íslandsmeistarar KR hafa hinsvegar tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tap á heimavelli á móti Keflavík í stórleik dagsins. Haukar byrjuðu daginn á því að fara á toppinn með stórsigri á Grindavík en Keflavík og Hamar bættust í hópinn seinna um daginn.

FH-ingar unnu stórsigur á Íslandsmeisturunum

FH-ingar unnu glæsilegan níu marka stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 28-19, í Hafnarfjarðarslagnum á Ásvöllum í dag en liðin mættustu þá í lokaleik 2. umferðar N1 deildar karla.

Pearce fær ekki að nota Wilshere með 21 árs liðinu

Stuart Pearce, þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga, fær ekki að nota Arsenal-manninn Jack Wilshere í seinni umspilsleik Englendinga á móti Rúmeníu en þar er í boði sæti í úrslitakeppni EM líkt og í baráttu Íslendinga og Skota. Englendingar fara eins og íslenska liðið með 2-1 forskot í seinni leikinn á útivelli.

Portúgölsku blöðin þakka Poulsen fyrir hjálpina í gær

Portúgölsku blöðin fagna í dag góðum sigri portúgalska landsliðsins á Dönum í fyrsta leiknum undir stjórn Paulo Bento en Portúgali unnu 3-1 sigur í leik liðanna í undankeppni EM í Lissabon í gær þökk sé tveimur mörkum frá Nani og einu frá Cristiano Ronaldo.

Haukakonur unnu auðveldan sigur á Grindavík

Haukakonur létu ekki fjarveru þjálfarans, Hennings Henningssonar, hafa áhrif á sig þegar þær unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum í dag. Haukar unnu þá 24 stiga sigur á Grindavík, 60-36, og eru eins og er á toppi deildarinnar. Umferðin klárast síðan seinna í dag.

Capello laus við Ferdinand/Jagielka-hausverkinn

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, þarf ekki að glíma lengur við þann höfuðverk að velja á milli þeirra Phil Jagielka og Rio Ferdinand fyrir leikinn á móti Svartfjallalandi eftir helgi.

Logi hefur tapað öllum 8 leikjum sínum á móti Haukum

Logi Geirsson og félagar í FH heimsækja Íslands- og bikarmeistara Hauka á Ásvelli í dag og það er mikil spenna fyrir þessum fyrsta Hafnarfjarðaslag í tæp sjö ár þar sem FH-ingar geta telft fram Loga Geirssyni. Það hefur verið frábærlega mætt á leiki Hauka og FH síðustu ár og það má því örugglega búast við góðri mætingu á Ásvelli klukkan 15.45 í dag.

Pétur Markan búinn að semja við Víkinga

Fjölnismaðurinn Pétur Georg Markan hefur ákveðið að segja skilið við Grafarvoginn og spila með nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar. Pétur hefur gert þriggja ára samning við Víkinga en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings.

Örebro vann og Guðbjörg hélt markinu hreinu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu allan tímann þegar Örebro vann sigur á Sunnanå á útivelli í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt á sama tíma marki Djurgården hreinu í markalausu jafntefli á móti Kopparbergs/Göteborg.

Hamilton fær refsingu í Japan

Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu eftir tímatökuna á Suzuka brautinni sem verður í nótt, fimm tímum á undan kappakstrinum. Tímatökunni var frestað s.l. nótt vegna vatnselgs á brautinni, en hún verður sýnd kl. 00.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 00.45 eftir miðnætti.

Vettel: Rétt að fresta tímatökunni

Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra.

Andy Carroll skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Newcastle

Andy Carroll, framherji Newcastle United, hefur glatt stuðningsmenn félagsins með því að skrifa undir nýja fimm ára saming við enska úrvalsdeildarfélagið. Carroll er uppalinn á St. James' Park en hann hefur slegið í gegn með nýliðunum í haust.

LeBron og Bosh með 45 stig saman í sigri Miami Heat í nótt

Miami Heat byrjar undirbúningstímabilið vel fyrir komandi NBA-tímabil og það þrátt fyrir að hafa misst Dwyane Wade í meiðsli eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik. Miami-liðið vann 7 stiga sigur á Oklahoma City Thunder í nótt, 103-96 og hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína með sannfærandi hætti.

Liverpool gæti misst níu stig og söluna í uppnám

Staða Liverpool í botnbaráttu ensk úrvalsdeildarinnar gæti versnað enn frekar takist félaginu ekki að klára söluna á félaginu áður en risarstórt lán fellur á félagið eftir inann við viku og þvingar þetta fornfræga félag í gjaldþrot.

Formúlu 1 tímatöku frestað til aðfaranætur sunnudags

Tímatökunni fyrir Formúlu 1 mótið í Suzuka í Japan hefur verið frestað til aðfaranætur sunnudags og verður hún 5 klukkutímum áður en kappaksturinn hefst. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport rétt eins og kappaksturinn.

Úrhelli stöðvaði æfingu á Suzuka

Aðeins tveir ökumenn óku Suzuka brautina á æfingum keppnisliða í nótt í Japan vegna úrhellisrigningar og óljóst er hvort hægt verður að framkvæma tímatökuna. Spáð er enn verra veðri og keppnislið verða að bíða eftir ákvörðun mótshaldara hvað þetta varðar.

Mourinho hefur ekki áhuga á Bale

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, segir það ekki vera rétt að hann sé á höttunum eftir Gareth Bale, leikmanni Tottenham.

Tómas: Vorum góðir í þrjá fjórðunga

„Við vorum mjög góðir í þrjá fjórðunga, en síðasti leikhlutinn kostaði okkur of mikið,“ sagði Tómas Holton, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í kvöld gegn Snæfelli.

Jón Ólafur: Tökum stigin tvö með glöðu geði

Við tökum glaðir stigin tvö eftir þennan leik,“ sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir að lið hans hafði unnið Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

Portúgal vann öruggan sigur á Dönum

Nani, leikmaður Manchester United, fór á kostum þegar að Portúgal vann 3-1 sigur á Danmörku í riðli Íslands í undankeppni EM 2012.

Navas vill fá ríflega launahækkun

Framtíð spænska landsliðsmannsins Jesus Navas hjá Sevilla er enn í óvissu. Leikmaðurinn er í samningaviðræðum við félagið og vill fá ríflega launahækkun.

Ronaldinho fer ekki frá Milan í janúar

Brasilíumaðurinn Ronaldinho fullyrðir að hann muni ekki fara frá AC Milan í janúar þó svo hann hafi verið að gefa franska liðinu PSG undir fótinn.

Algjört kjaftæði að ég sé að hætta

Hollenski markvörðurinn hjá Man. Utd, Edwin van der Sar, segir það algjört kjaftæði að hann ætli sér að hengja upp hanskana í lok þessa tímabils.

Björgólfur fer ekki frítt frá KR

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að Björgólfur Takefusa sé samningsbundinn leikmaður og verði ekki leystur undan samningi án greiðslu.

Rússneskur vodkaframleiðandi aðalstyrktaraðili New Jersey Nets

Rússnesku áhrifin eru orðin mikil hjá NBA-körfuboltaliðinu New Jersey Nets í Bandaríkjunum. Það er ekki nóg með að Rússinn Mikhail Prokhorov sé búinn að eignast félagið heldur verður aðalstyrktaraðili félagsins rússneskur vodkaframleiðandi.

Schwarzer valinn besti fótboltamaður Ástralíu

Mark Schwarzer, markmaður Fulham, fékk tvö stór verðlaun á uppskeruhátíð áströlsku knattspyrnunnar í gær. Schwarzer var kosinn besti knattspyrnumaður Ástrala annað árið í röð og var einnig kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum.

Pepe: Jose Mourinho er hreinskilinn og jarðbundinn maður

Pepe, miðvörður Real Madrid hefur enn á ný látið ánægju sína í ljós með að spila fyrir landa sinn Jose Mourinho en Portúgalinn segir „Hinn sérstaka" krefjast vinnusemi í bæði leikjum og á æfingum.

Sjá næstu 50 fréttir