Fleiri fréttir

Guðjón Skúlason: Mikið afrek að koma hingað og vinna tvisvar

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var kátur eftir að hans menn slógu nágrannana í Njarðvík út úr úrslitakeppninni með 89-83 sigri í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann þar með undanúrslitaeinvígi liðanna 3-1 og er komið í lokaúrslitin á móti annaðhvort KR eða Snæfell.

Japanir með súrefnisgrímur

Takeshi Okada, þjálfari landsliðs Japan, hefur skipað leikmönnum sínum að nota súrefnisgrímur til að undirbúa sig undir loftslagið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Hull berst við falldrauginn án Stephen Hunt

Hull varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að þeirra markahæsti leikmaður á tímabilinu spilar ekki meira þennan veturinn. Stephen Hunt hefur ekki spilað síðan 20. febrúar en er samt sem áður markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk.

Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Börsungar án Iniesta næstu vikur

Spænski miðjumaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona er meiddur og leikur ekki næsta mánuðinn. Þetta er áfall fyrir Börsunga sem hafa þriggja stiga forystu á Real Madrid í spænsku deildinni.

Sigurður: Liðið sem vinnur okkur það hlýtur að vinna

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, sá sína menn detta út úr úrslitakeppninni í kvöld eftir 83-89 tap á heimavelli á móti nágrönnunum úr Njarðvík. Keflvík vann þar með undanúrslitaeinvígi liðanna 3-1 og er komið í lokaúrslitin á móti annaðhvort KR eða Snæfell.

Hörður Axel: Það er enginn búinn að tala um okkur í allan vetur

Hörður Axel Vilhjálmsson átti flottan leik í vörn og sókn þegar Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 89-83 sigur á nágrönnum úr Njarðvík í kvöld. Keflavík vann einvígið 3-1 og báða leikina sem liðið spilaði í Ljónagryfju Njarðvíkinga.

Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni

Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum.

Ian Rush: Liverpool verður að hætta að treysta svona mikið á Torres

Ian Rush, hinn kunni markaskorari Liverpool á árum áður, segir að Liverpool-liðið verði að fara getað spilað án spænska framherjans Fernando Torres. Torres hefur verið mikið meiddur á þessu tímabili og Liverpool-liðið hefur ekki verið sannfærandi án hans.

Hörður Axel með hæsta framlagið í einvíginu - Gunnar skorar mest

Keflvíkingar eiga þá þrjá leikmenn sem hafa skilað mestu í framlagi til sinna liða í fyrstu þremur leikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitaeinvígi nágrannanna í Iceland Express deild karla. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla

„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH.

Nick og Magnús hafa unnið alla upp á líf og dauða leiki saman

Njarðvíkingarnir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson hafa ekki enn ekki tapað saman einvígi í úrslitakeppninni en þeir eru upp við vegginn fræga í kvöld ásamt félögum sínum úr Njarðvíkurliðinu í annað skiptið á þremur dögum. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Grant með tilboð frá ensku úrvalsdeildarliði

Samkvæmt heimildarmanni The Sun hefur Avram Grant, knattspyrnustjóri Portsmouth, úr ýmsum tilboðum að velja. Grant hefur sýnt Portsmouth mikla tryggð þrátt fyrir erfiðleika félagsins.

Einar Andri: Ætlum okkur stóra hluti með Loga

Logi Geirsson er mættur aftur í búninginn hjá FH og var hann kynntur til sögunnar í Kaplakrika í dag. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, er að sjálfsögðu hæstánægður með að fá Loga í sitt lið.

Van Persie með gegn Tottenham

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest að Robin Van Persie muni snúa aftur í liðið á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Hollendingurinn hefur ekki spilað á þessu ári eftir ökklameiðsli sem hann hlaut í vináttulandsleik.

Mancienne magnaður á miðjunni

Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Wolves, hrósar Michael Mancienne í hástert. Þessi 22 ára leikmaður er hjá Úlfunum á lánssamningi frá Chelsea og var upphaflega fenginn til að leika í vörninni.

Máttur Indlands eflist í Formúlu 1

Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum.

Berbatov talinn á útleið

Ensku götublöðin telja að þolinmæði Sir Alex Ferguson gagnvart búlgarska sóknarmanninum Dimitar Berbatov sé á þrotum. Berbatov hefur alls ekki náð að fylla skarðið sem meiðsli Wayne Rooney sköpuðu.

Hækka laun Ranieri um 80 prósent?

Samkvæmt frétt La Gazzetta dello Sport þarf Roma að borga níu milljónir evra í bónusgreiðslur ef félagið vinnur bæði deild og bikar á Ítalíu.

Button segir McLaren taka framförum

Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum.

Chiellini til Manchester?

Giorgio Chiellini, miðvörður Juventus, er á óskalista beggja liðanna í Manchester samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu.

Tilbúnir að spila þrátt fyrir bónusaleysi

Richard Hughes, leikmaður Portsmouth, segir að leikmenn séu tilbúnir að leika bikarúrslitaleikinn fyrir félagið þrátt fyrir að það skuldi þeim bónusgreiðslur.

Rio Ferdinand: Tevez var latur á æfingum

Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, segir að argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez hafi sparað sig á æfingum liðsins til að nota sem mesta orku í sjálfa leikina.

Tevez ósáttur við ákvarðanir og æfingaálag City

Carlos Tevez, markahrókur Manchester City, hefur hrist upp í hitanum fyrir nágrannaslaginn gegn Manchester United næsta laugardag. Hann gagnrýnir æfingaálag knattspyrnustjórans Roberto Mancini og einnig þá ákvörðun félagsins að nota mynd af sér til að fara í taugarnar á erkifjendunum.

NBA: Dallas og Denver unnu

Eins og oft áður var nóg um að vera nýliðna nótt í NBA-deildinni. Dallas Mavericks og Denver Nuggets berjast um annað sætið í Vesturdeildinni og unnu bæði sigra í nótt.

Spilar Van Persie með Arsenal á morgun?

Samkvæmt heimildum BBC gæti sóknarmaðurinn Robin van Persie spilað á morgun þegar liðið heimsækir Tottenham í gríðarlega mikilvægum leik.

Logi búinn að semja við FH

Það urðu stórtíðindi í íslenskum handbolta í kvöld er landsliðsmaðurinn Logi Geirsson skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH.

Marca: Jose Mourinho líklegastur til að taka við Real Madrid

Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, er efstur á blaði sem næsti þjálfari Real Madrid samkvæmt frétt í spænska íþróttablaðinu Marca. Spænska blaðið er farið að ganga að því vísu að Manuel Pellegrini verði látinn fara frá Real Madrid í sumar.

Pennant aftur til Englands?

The People segir að Stoke, Blackburn og Aston Villa fylgist spennt með málefnum vængmannsins Jermaine Pennant.

Hlynur: Það var mjög lélegt hjá okkur að tapa þessu

Hlynur Bæringsson var ekki sáttur með eigin frammistöðu í tapinu á móti KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deild karla í Hólminum í kvöld. KR vann leikinn 76-72 en Snæfell hafði komist í lokaúrslitin með sigri.

Ingi Þór: Við ætlum að búa til sögu

Ingi Þór Steinþórson, þjálfari Snæfells, sá sína menn tapa þriðja heimaleiknum á stuttum tíma fyrir KR og mistakast að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandmeistaratitilinn. KR vann 76-74 og því verður oddaleikur í DHL-höll þeirra KR-inga á fimmtudagskvöldið.

Grasið á Wembley er til skammar - líkt við skautasvell

Ástand grassins á þjóðarleikvangi Englendinga er mikið til umræðu eftir undanúrslitaleiki bikarkeppninnar sem fram fóru um helgina. Sumir ganga svo langt að segja grasið vera hreina skömm fyrir ensku þjóðina.

KR-ingar unnu baráttusigur í Hólminum og tryggðu sér oddaleik

KR-ingar tryggðu sér í kvöld oddaleik á móti Snæfelli í baráttu liðanna um sæti í lokaúrslitunum í Iceland Express deild karla eftir fjögurra stiga sigur, 72-76, eftir ótrúlega stöðu- og varnarbaráttu tveggja öflugra liða í Stykkishólmi.

Raúl frá í þrjár vikur

Sóknarmaðurinn Raúl hjá Real Madrid, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla á hné. Raúl er 32 ára og meiddist í El Clasico um helgina.

Emmanuel Adebayor er hættur að spila fyrir landslið Tógó

Emmanuel Adebayor, fyrirliði landsliðs Tógó og leikmaður Manchester City, hefur ákveðið að hætta spila með landsliðinu en hann er enn að glíma við eftirmála skotárásarinnar á rútu liðsins á Afríkumótinu í Angóla í ársbyrjun.

Kubica: Flugslysið þjóðarharmleikur

Ein helst íþróttastjarna Pólverja, Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica vottaði í dag löndum sínum samúð sína vegna flugslyssins í Rússlandi á laugardaginn. Þá fórust 96 manns og meðal þeirra forseti Póllands, Lech Kaczynksi og kona hans, auk fjölda yfirmanna pólskrar stjórnsýslu og hermála.

Sjá næstu 50 fréttir