Fleiri fréttir

Hodgson ekki á leið frá Fulham

Mohammad Al Fayed, eigandi Fulham, segir að Roy Hodgson verði áfram knattspyrnustjóri liðsins þrátt fyrir áhuga annarra félaga.

Umboðsmaður: Arshavin ekki á leið frá Arsenal

Andrei Arshavin er ekki á leið frá Arsenal og líklegast er að hann verði áfram hjá félaginu þar til að knattspyrnuferli hans lýkur. Þetta segir umboðsmaður Arshavin, Dennis Lachter.

Snæfellingar geta jafnað afrek Njarðvíkinga frá 1994

Snæfellingar geta í kvöld jafnað sextán ára gamalt afrek Njarðvíkinga frá árinu 1994 þegar Njarðvíkingar tryggðu sér titilinn eftir að hafa unnið oddaleiki á útivelli í bæði undanúrslitum og lokaúrslitum.

Keflvíkingar hafa aldrei tapað oddaleik um titilinn á heimavelli

Keflvíkingar eru gestgjafar í kvöld í fjórða sinn í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Babel spenntur fyrir leiknum í kvöld

Ryan Babel segist vera tilbúinn til að spila sem framherji með Liverpool gegn Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Íslandsmeistarabikarinn hefur aldrei farið norður fyrir Esju

Snæfell getur í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagins þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Breytt Silverstone braut vígð í dag

Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi.

Emil snýr ekki aftur til Barnsley

Emil Hallfreðsson er búinn að ganga frá sínum málum hjá enska B-deildarliðinu Barnsley og mun ekki snúa aftur til liðsins á næsta tímabili.

Keflvíkingar geta fyrstir lyft Sindra Stál-bikarnum í tíunda skipti

Keflvíkingar geta í kvöld orðið fyrsta félagið sem vinnur Sindra Stál-bikarinn í tíunda skipti þegar Keflavík og Snæfell spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Moss telur Schmacher búinn með það besta

Bretinn Stirling Moss, fyrrum Formúlu 1 ökumaður telur að Michael Schumacher hafi gert mistök í því að mæta aftur í Formúlu 1 og hann hafi ekki sömu brennandi þörf á sigri og áður. Moss vann sjálfur 16 Formúlu 1 mótum á meðan hann keppti og ók m.a. með Mercedes á sínum tíma sem Schumacher keppir með í dag.

Kemur ekki til greina að selja Subotic

Manchester United hefur nú verið orðað við serbneska varnarmanninn Neven Subotic sem slegið hefur í gegn með Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Einar Jónsson í þriggja leikja bann

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir „grófa óíþróttamannslega framkomu“ eins og segir í fundargerð aganefndar HSÍ.

NBA: Denver lagði Utah

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver minnkaði muninn í rimmu sinni gegn Utah og Milwaukee tók forystuna í einvíginu gegn Atlanta.

Treyjan hans Kobe vinsælust

Kobe Bryant er vinsælasti leikmaðurinn í NBA-deildinni því annað árið í röð seldist treyjan hans, með númerinu 24, mest allra. NBA greindi frá þessu í dag.

Inter fagnaði í Barcelona - myndir

Það var rafmagnað andrúmsloftið á Camp Nou í Barcelona í kvöld er Inter sótti Barcelona heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Sebastían áfram með Selfoss næsta vetur

Sebastían Alexandersson mun áfram halda um stjórnartaumana hjá karlaliði Selfoss í handknattleik er liðið leikur í N1-deildinni næsta vetur. Það er sunnlenska.is sem greinir frá þessu.

Mourinho: Verð áfram hjá Inter næsta vetur

José Mourinho, þjálfari Inter, réð sér engan veginn fyrir kæti í kvöld er lið hans, Inter, gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona út úr Meistaradeild Evrópu. Hann var svo kátur að hann lýsti því yfir að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur.

Sneijder: Draumur að rætast

Hollendingurinn Wesley Sneijder var ekki áberandi í liði Inter í kvöld enda spilaði liðið eingöngu varnarleik. Hann var afar kátur eftir leikinn og bíður spenntur eftir að komast á Santiago Bernabeau þar sem úrslitaleikurinn fer fram en þar lék hann með Real Madrid áður en hann fór til Inter.

Zanetti: Áttum skilið að komast í úrslit

Javier Zanetti, fyrirliði Inter, sagði að sitt lið hafi átt fyllilega skilið að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu en liðið sló Barcelona út úr keppninni í kvöld.

Löwen lagði Lemgo

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Lemgo mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Löwen vann tveggja marka sigur, 29-27, eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í leikhléi, 17-13.

Barton er ánægður með lífið

Joey Barton, leikmaður Newcastle, segist vera ánægður með lífið og tilveruna en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á síðustu árum.

Button lærði til meistara með Brawn

Jenson Button telur að sú staðreynd að hann hefur landað sigrum með McLaren eftir að hljóma vel þegar fram líða stundir, en hann telur að vera hans hjá Honda og Brawn hafi lagt grunninn að persónuleika hans og aksturstækni.

Reyndu að trufla svefn leikmanna Inter

Stuðningsmenn Barcelona byrjuðu að leggja sitt af mörkum fyrir leikinn í kvöld strax í nótt er 50 þeirra mættu fyrir utan hótel Inter.

Zamora tæpur fyrir leikinn gegn Hamburg

Bobby Zamora gat ekki æft með Fulham í dag og er sagður afar tæpur fyrir leik liðsins gegn Hamburg í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Inter í úrslit Meistaradeildarinnar

Það verða Internazionale og FC Bayern sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið en leikurinn fer fram á Santiago Bernabeau í Madrid.

Kuyt æfði með Liverpool í dag

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort þeir Dirk Kuyt og David Ngog geti spilað með liðinu gegn Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Haraldur Björnsson í Þrótt

Valur hefur ákveðið að lána Harald Björnsson til Þróttar í sumar en gengið var frá lánssamningnum í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

Grosswallstadt staðfestir brotthvarf Einars

Þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt tilkynnti í dag að það muni ekki gera nýjan samning við Einar Hólmgeirsson sem fari því frá liðinu í sumar.

Liverpool búið að kaupa sköllóttan táning frá Charlton

Charlton hefur ákveðið að selja Jonjo Shelvey til Liverpool um leið og tímabilinu líkur en þessi stórefnilegi enski 21 árs landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með félaginu síðan að hann lék sinn fyrsta leik aðeins 16 ára og 59 daga gamall.

Sjá næstu 50 fréttir