Fleiri fréttir

Solano grunaður um nauðgun

Nolberto Solano var handtekinn á mánudaginn grunaður um að hafa nauðgað 22 ára konu frá Newcastle.

Liverpool á eftir leikmanni Charlton

Charlton hefur gefið Liverpool leyfi til að fara í samningaviðræður við hinn átján ára Jonjo Shelvey sem mun þegar hafa gengist undir læknisskoðun hjá síðarnefnda félaginu.

City fær Fulop að láni frá Sunderland

Manchester City hefur fengið markvörðinn Marton Fulop að láni frá Sunderland fyrir síðustu þrjá leiki tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Sullivan: Mögulegt að Zola hætti

David Sullivan, einn eiganda West Ham, segir að Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri liðsins, hafi gefið það í skyn að hann kunni að segja starfi sínu lausu eftir að tímabilinu lýkur í vor.

NBA í nótt: Boston og Cleveland áfram

Boston og Cleveland eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas minnkaði muninn í rimmu sinni gegn San Antonio þar sem staðan er nú 3-2.

Guardiola: Vil að leikmenn njóti leiksins

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hvetur sína menn til þess að mæta jákvæða til leiks gegn Inter annað kvöld en mikið er gert úr því að liðið þurfi að sækja linnulaust til þess að komast í úrslitaleikinn.

Puel: Töpuðum fyrir betra liði

Claude Puel, þjálfari Lyon, var að vonum vonsvikinn eftir að hans lið steinlá á heimavelli gegn FC Bayern í Meistaradeildinni í kvöld. Bayern þar með komið í úrslit en Lyon situr eftir með sárt ennið.

Benitez ekki á leið til Juventus

Umboðsmaður spænska stjórans, Rafael Benitez, segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að búið sé að ganga frá fjögurra ára samningi við Juventus.

Atli og Jóhannes að fá nýja meðlimi í bræðraklúbbinn á morgun

Argentínsku bræðurnir Diego og Gabriel Milito verða í eldlínunni á morgun þegar lið þeirra, Internazionale og Barcelona, mætast í seinni leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þeir hafa mæst áður inn á vellinum en þetta yrði í fyrsta sinn sem þeir léku gegn hvorum öðrum í Evrópuleik.

Arshavin: Það væri toppurinn á ferlinum að komast til Barcelona

Andrei Arshavin hefur viðurkennt að hann dreymi um að spila með Barcelona í framtíðinni. Þessi skemmtilegi Rússi hefur verið Arsenal frá ferbúar 2009 þegar hann kom til liðsins frá Zenit St. Petersburg sem hafnaði þá lægra tilboði frá Barcelona.

Hermann vill vera áfram hjá Portsmouth

Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur gefið það út að hann vonist eftir því að fá nýjan samning hjá Portsmouth en núverandi samningur Hermanns við félagið rennur út í sumar.

Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit

Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt.

Xavi: Hinar fullkomnu kringumstæður fyrir Inter

Evrópumeisturum Barcelona bíður erfiður leikur á morgun á móti Inter Milan í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Inter vann fyrri leikinn 3-1 og þarf því Barcelona að vinna 2-0 eða stærra annað kvöld.

Gerrard: Reynum að komast í Meistaradeildina í gegnum bakdyrnar

Steven Gerrard lofar því að Liverpool-liðið ætli að láta topplið Chelsea hafa fyrir hlutunum í leik liðanna á Anfield á sunnudaginn. Chelsea er með eins stigs forskot á Manchester United þegar tvær umferðir eru eftir og að marga mati er Liverpool nú það eina sem stendur á milli Chelsea og enska meistaratitilsins.

Metzelder hættur hjá Real Madrid og á leiðinni til Schalke

Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid eftir þrjú meiðslahrjáð tímabil hjá félaginu. Þýska blaðið Bild segir hinn 29 ára varnarmaður sé búinn að samþykkja að fara til Schalke 04.

Mörkin hans Robben hafa verið Bayern mikilvæg í Meistaradeildinni

Arjen Robben hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili og félagar hans í liðinu viðurkenna alveg að þeir treysti á að Hollendingurinn tryggi þeim líka sæti í úrslitaleiknum. Lyon og Bayern mætast í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

Unndór hættir með kvennalið Njarðvíkur

Unndór Sigurðsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari meistaraflokks kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil eða síðan að meistaraflokkur kvenna var endurvakinn hjá félaginu.

Gunnar Þór fótbraut leikmann Brage og fékk rautt spjald fyrir

Gunnar Þór Gunnarsson, íslenski varnarmaðurinn hjá Norrköping, fékk rauða spjaldið í leik liðsins á móti Brage í sænsku b-deildinni í gær eftir að hafa fótbrotið Andreas Hedlund leikmann Brage. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en atvikið gerðist á 44. mínútu.

Alex Ferguson grunaður um annað Rooney-gabb - klár um helgina?

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir leik liðsins um síðustu helgi, að Wayne Rooney myndi ekki spilað meira með liðinu á tímabilinu en nú eru ensku miðlarnir farnir að skrifa um það að Rooney verði hugsanlega með á móti Sunderland á sunnudaginn.

Júlíus verður næsti þjálfari Valsliðsins

Júlíus Jónasson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá Val. Júlíus mun taka við liðinu að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum.

Robbie Fowler skiptir um lið í áströlsku deildinni

Gamla Liverpool-hetjan Robbie Fowler er að framlengja fótboltaferill sinn í Ástralíu en hann hefur fundið sér nýtt lið í áströlsku deildinni eftir að North Queensland Fury sagði upp samningnum við hann.

Oddaleikir hjá báðum kynjum annað árið í röð

Körfuboltamenn og konur hafa boðið upp á mikla spennu allt til enda í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna síðustu tímabil og nú er svo komið að Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleikjum hjá báðum kynjum annað árið í röð.

David Beckham spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í nóvember

Það mun taka David Beckham lengur en áætlað var að ná sér eftir að hafa slitið hásin í deildarleik með AC Milan í mars. Beckham býst ekki við að spila fótbolta á ný fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Hann missir því ekki bara af HM heldur nánast öllu tímabilinu í bandarísku deildinni.

Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher

Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes.

Allir til sölu hjá West Ham nema Scott Parker

Scott Parker er eini leikmaðurinn í liði West Ham sem nýi eigandinn, David Sullivan, er ekki tilbúinn að selja í sumar. Hann segir að allir aðrir leikmenn séu til sölu í allsherjar tiltekt á Upton Park eftir tímabilið.

NBA: Orlando sópaði út Charlotte og Milwaukee jafnaði á móti Atlanta

Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og þar var lið Orlando Magic fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð. Milwaukee Bucks náði hinsvegar að jafna sitt einvígi á móti Atlanta Hawks og Phoenix Suns komst í 3-2 á móti Portland Trail Blazers.

Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik um titilinn - myndasyrpa

Keflvíkingar spilltu sigurhátíð Hólmara með sigri í fjórða leiki liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þetta þýðir að liðin spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn.

Solskjaer: Manchester United getur ennþá náð Chelsea

Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um að Manchester United liðið eigi enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir sannfærandi 7-0 sigur Chelsea á Stoke um helgina. United er einu stigi á eftir toppliði Chelsea og með miklu lakari markatölu þegar tveir leikir eru eftir.

Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum

Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin.

Raul skoraði illa meiddur á ökkla - verður ekki meira með á tímabilinu

Raul Gonzalez, fyrirliði Real Madrid, gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið, eftir að hann meiddist á ökkla í sigurleiknum á móti Real Zaragoza um helgina. Raul verður frá í fjórar vikur en hann hefur gefið það í skyn að 16 ára ferli hans á Santiago Bernabeu sé að ljúka.

Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa

„Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur.

Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus

„Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora,” sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26.

Ingi Þór: Nú er bara að snúa bökum saman

Snæfellingum mistókst að landa Íslandsmeistaratitlinum í kvöld en liðið beið lægri hlut fyrir Keflvíkingum í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Valsmenn héldu hreinu í framlengingunni og eru komnir í úrslit

Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratiitlinn í N1 deild karla í handbolta með 30-26 sigri á Akureyri í framlengdum oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma en Hlynur Morthens, markvörður Vals, fór á kostum í framlengingunni og hélt marki sínu hreinu.

Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum

Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum sigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks.

Þóra aðeins búin að fá á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir hefur byrjað ferillinn vel með LdB FC Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þóra hélt marki sínu hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum um helgina og LdB FC Malmö er nú eitt í efsta sæti deildarinnar með full hús stiga.

Sjá næstu 50 fréttir