Handbolti

Löwen lagði Lemgo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn komst ekki á blað í kvöld.
Snorri Steinn komst ekki á blað í kvöld.

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Lemgo mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Löwen vann tveggja marka sigur, 29-27, eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í leikhléi, 17-13.

Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk fyrir Löwen en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi liðsins og lýsti leiknum þess í stað í þýsku útvarpi.

Löwen komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en Lemgo er sem fyrr í sjöunda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×