Handbolti

Grosswallstadt staðfestir brotthvarf Einars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór

Þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt tilkynnti í dag að það muni ekki gera nýjan samning við Einar Hólmgeirsson sem fari því frá liðinu í sumar.

Einar greindi sjálfur frá þessu í upphafi mánaðarins en hann hefur verið að leita sér að nýju félagi undanfarnar vikur. Hann hefur verið mikið meiddur á undanförnum misserum sem hefur gert honum erfitt fyrir.

Þó er ólíklegt að hann komi heim nú en hann sagði þó nýlega í viðtali við Vísi að hann útiloki ekki neitt á þessum tímapunkti.

Einar hefur verið á mála hjá Grosswallstad síðan 2004 fyrir utan eitt tímabil er hann lék með Flensburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×