Fleiri fréttir

Efast um heilindi Buttons í samningamálum

Eigendur meistaraliðsins í Formúlu 1 eru heldur sárir Jenson Button fyrir að yfirgefa liðið og ganga til liðs við McLaren. Liðið heitir nú Mercedes í stað Brawn, eftir að bílarisinn keypti það í vikunni.

Trapattoni: Spiluðum frábærlega og áttum að vinna

Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni hjá Írlandi var eðlilega afar ósáttur með að missa af möguleikanum á að komast lokakeppni HM eftir að Frakkland skoraði vafasamt sigurmark í framlengdum seinni leik liðanna í París í gær.

Henry: Þetta var hendi en ég er ekki dómari

Frakkland tryggði sér farseðilinn á lokakeppni HM í Suður-Afríku næsta sumar með vægast sagt vafasömum hætti í gærkvöldi. Frakkar unnu fyrri leik þjóðanna í Dyflinni 0-1 en Írar jöfnuðu metin í einvíginu í París í gærkvöldi og grípa þurfti til framlengingar.

Stefni klárlega á að vera með á EM

Landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur leikið vel með liði sínu GOG Svendborg eftir að hafa snúið aftur úr erfiðum hnémeiðslum sem héldu honum utan vallar í tæpt hálft ár.

Bryndís: Þessi sigur mun hjálpa okkur mikið í stigatöflunni

Bryndís Guðmundsdóttir átti flottan leik með Keflavík þegar liðið vann 68-67 sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Bryndís var með 18 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en hún spilaði allar 40 mínúturnar í leiknum.

Atli: Börðumst fyrir þessu stigi

„Eins og komið var þá verð ég að vera sáttur við þetta stig," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 24-24 jafnteflið við Val í N1-deild kvenna í kvöld.

Stefán: Vorum betra liðið í kvöld

„Ef við tökum það jákvæða þá er liðið enn taplaust og var að mínu viti betra liðið í þessum leik," sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals, um sitt lið eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í toppslag N1-deildarinnar.

Fram vann nauman sigur í Árbænum

Fram vann í kvöld afar nauman sigur á Fylki í Árbænum, 20-19, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik. Staðan þá var 12-7, Fylki í vil.

Róbert með fjögur í sigri

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach sem vann sigur á Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-24.

Keflavík lagði Íslandsmeistarana

Keflavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express deild kvenna er liðið vann Íslandsmeistara Hauka á útivelli, 68-67, í spennandi leik.

Umfjöllun: Toppliðin skiptu stigunum á milli sín

Valur tapaði sínum fyrsta stigi í N1-deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli 24-24 við Stjörnuna í toppslag kvöldsins. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði fyrir Stjörnuna.

Grikkir á HM eftir sigur á Úkraínu

Grikkir spila í úrslitakeppni HM 2010 eftir 1-0 sigur á Úkraínu á útivelli í síðari umspilsleik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1994 sem Grikkir komast á HM.

Alsír tryggði sér sæti á HM

Alsír vann í dag 1-0 sigur á Egyptalandi í hreinum úrslitaleik um hvort liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku á næsta ári.

Íslenskir dómarar á Íslendingaslagnum í Meistaradeild Evrópu

Íslensku handboltadómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma Íslendingaslag GC Amicitia Zurich og THW Kiel í Meistaradeild Evrópu en leikið verður á laugardaginn í Sviss. THW Kiel vann fyrri leik liðanna með 18 mörkum, 42-24, í Þýskalandi um síðustu helgi.

Iverson er ekki tilbúinn að leggja NBA-skóna á hilluna

Umboðsmaður Allen Iverson segir sinn mann ekki vera tilbúinn að setja punktinn á bak við NBA-feril sinn þrátt fyrir að hafa látinn fara frá Memphis Grizzlies í vikunni. Iverson er orðinn 34 ára gamall en hann hefur skorað 27,0 stig að meðaltali í 889 leikjum í9 NBA-deildinni.

Milan Stefán: Það eru allir í Bosníu að bíða eftir þessum leik

Bosníumenn eiga möguleika á að komast á HM í knattspyrnu í fyrsta sinn þegar þeir taka móti Portúgal í Zenica í Bosníu í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst klukkan 19.40.

Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur

„Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

Button og Hamilton ökumenn McLaren 2010

Formúlu 1 lið McLaren staðfesti í dag að hafa ráðið heimsmeistarann Jenson Button til liðsins við hlið Lewis Hamilton fyrir árið 2010.

Leikmaður City rekinn úr landsliðinu fyrir að mæta of seint

Vincent Kompany, varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, var ekki með belgíska landsliðinu á móti Katar eftir að hafa mætt tvisvar of seint. Í fyrra skiptið kom hann fimm mínútum of seint á liðsfund og í seinna skiptið skilaði hann sér of seint eftir að hafa farið í jarðaför ömmu sinnar í Brussel.

Wayne Rooney: Ég er hræddur við Capello

Wayne Rooney, lykilmaður Manchester United og enska landsliðið líður ekkert alltof vel í návist Fabio Capello, þjálfara enska landsliðsins ef marka má viðtal hans við enska blaðið The Sun. Capello gerði Rooney að fyrirliða enska landsliðsins í leiknum á móti Brasilíu í vikunni en heldur United-manninum engu að síður á tánum með kuldalegri framkomu.

Keane: Pressan er núna alfarið á Frökkum

Framherjinn Robbie Keane hjá írska landsliðinu viðurkennir að atvik í lok fyrri umspilsleiks Írlands og Frakklands í Dyflinni hafi kveikt rækilega í sér og liðsfélögum sínum fyrir seinni leik þjóðanna í París í kvöld.

Henry: Írar munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana

Framherjinn Thierry Henry varar liðsfélaga sína í franska landsliðinu við því að erfiðasti hjallinn sé enn eftir í kvöld þegar Frakkland mætir Írlandi í seinni umspilsleik þjóðanna í París um laust sæti á HM næsta sumar.

Útsala í vændum hjá Liverpool í janúar?

Samkvæmt heimildum Daily Mirror mun knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool vera undir ströngum fyrirmælum frá eigendum félagsins að losa sig við svonefnda jaðarmenn í leikmannahópnum berist kauptilboð í þá í félagaskiptaglugganum í janúar.

Chelsea sagt vera nálægt því að landa Aguero

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph munu forráðamenn Chelsea og Atletico Madrid vera búnir að ákveða að hittast á fundi strax eftir helgi til þess að ræða félagaskipti framherjans Sergio Aguero.

Kimi Raikkönen hættir í Formúlu 1

Finninn Kimi Raikkönen keppir ekki í Formúlu 1 á næsta ári, eftir að samningaviðræðum við McLaren fór út um þúfur. Allt bendir til að Jenson Button verði liðsmaður McLaren með Lewis Hamilton.

James: Ég verð klár í slaginn fyrir lokakeppni HM

Markvörðurinn David James hjá Portsmouth er staðráðinn í að fara með enska landsliðinu á lokakeppni HM næsta sumar í Suður-Afríku en landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hefur ítrekað að hann muni ekki velja neina leikmenn sem eru ekki í hundrað prósent formi og lausir við öll meiðsli.

Puyol: Barcelona hefur ekkert að gera með Robinho

Varnarmaðurinn og fyrirliðinn Carles Puyol lætur sér fátt um finnast um endalausar sögusagnir í spænskum og breskum fjölmiðlum um að Barcelona sé á eftir Brasilíumanninum Robinho hjá Manchester City.

Eimskipsbikar karla: Haukar unnu Hauka 2

Íslandsmeistarar Hauka lentu ekki í teljandi erfiðleikum gegn Haukum 2 í 16-liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í kvöld. Haukar unnu 28-38 sigur en staðan í hálfleik var 11-20.

Þýski handboltinn: RN Löwen niðurlægði Lemgo

Rhein-Neckar Löwen vann 22-38 stórsigur gegn Lemgo á útivelli í sannkölluðum Íslendingaslag en þríeykið Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru í liði RN Löwen og Vignir Svavarsson var í liði Lemgo en Logi Geirsson gat reyndar ekki leikið með vegna meiðsla.

Sjá næstu 50 fréttir