Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 15:45 Birna Valgarðsdóttir hefur skorað 14,3 stig að meðaltali í fyrstu sex umferðunum. Mynd/Stefán „Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld. „Það er komin meiri leikgleði í þetta hjá okkur og við erum líka komnar með nýjan kana. Hún er að breyta miklu fyrir okkur. Hún er mjög góð og dregur okkur með sér. Þetta er mjög öflugur leikmaður," segir Birna um Kristi Smith sem var með 21 stig í fyrsta leiknum sínum sem Keflavík vann með 27 stigum. „Við vorum í vandræðum með koma boltanum upp og það var aðalvandamálið hjá okkur og þessi hentar því betur en hin," segir Birna. Birna segir líka að það muni mikið um að fá Bryndísi Guðmundsdóttur til baka en hún er með 12,7 stig, 10.7 fráköst og 4,3 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum sínum. „Hún styrkir okkur þvílíkt mikið," segir Birna. Haukarnir hafa unnið fyrstu fjóra heimaleiki vetrarins í deildinni og Birna veit að það mun reyna á hennar lið á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og jafn leikur. Bæði liðin þurfa að hafa fyrir þessu en ég vona að við vinnum. Það væri óskandi að fá þriðja sigurinn í röð núna en við þurfum þá að vera duglegar," segir Birna. Birna hefur spilað í gegnum meiðsli að undanförnu en segist vera öll að ná sér. „Ég reif vöðva frá rifbeininu og það blæddi inn á milli rifjanna. Það var eins og ég hafði brotnað. Ég er samt öll að koma til og það má koma við þetta núna," segir Birna sem missti ekki af neinum leik þrátt fyrir þessu leiðinlegu meiðsli. "Ég æfði ekki en píndi mig í leikina," segir Birna. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum í kvöld og á sama tíma tekur Snæfell á móti Hamar í Stykkishólmi og nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld. „Það er komin meiri leikgleði í þetta hjá okkur og við erum líka komnar með nýjan kana. Hún er að breyta miklu fyrir okkur. Hún er mjög góð og dregur okkur með sér. Þetta er mjög öflugur leikmaður," segir Birna um Kristi Smith sem var með 21 stig í fyrsta leiknum sínum sem Keflavík vann með 27 stigum. „Við vorum í vandræðum með koma boltanum upp og það var aðalvandamálið hjá okkur og þessi hentar því betur en hin," segir Birna. Birna segir líka að það muni mikið um að fá Bryndísi Guðmundsdóttur til baka en hún er með 12,7 stig, 10.7 fráköst og 4,3 stoðsendingar í fyrstu þremur leikjum sínum. „Hún styrkir okkur þvílíkt mikið," segir Birna. Haukarnir hafa unnið fyrstu fjóra heimaleiki vetrarins í deildinni og Birna veit að það mun reyna á hennar lið á móti Íslandsmeisturunum í kvöld. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur og jafn leikur. Bæði liðin þurfa að hafa fyrir þessu en ég vona að við vinnum. Það væri óskandi að fá þriðja sigurinn í röð núna en við þurfum þá að vera duglegar," segir Birna. Birna hefur spilað í gegnum meiðsli að undanförnu en segist vera öll að ná sér. „Ég reif vöðva frá rifbeininu og það blæddi inn á milli rifjanna. Það var eins og ég hafði brotnað. Ég er samt öll að koma til og það má koma við þetta núna," segir Birna sem missti ekki af neinum leik þrátt fyrir þessu leiðinlegu meiðsli. "Ég æfði ekki en píndi mig í leikina," segir Birna. Leikur Hauka og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum í kvöld og á sama tíma tekur Snæfell á móti Hamar í Stykkishólmi og nágrannarnir Grindavík og Njarðvík mætast í Grindavík.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira