Fleiri fréttir

Frank Lampard: Erfiðast að spila á móti Steven Gerrard

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að verkefni dagsins sé það erfiðasta í boltanum. Hann mætir þá félaga sínum í enska landsliðinu, Steven Gerrard, þegar lið þeirra Chelsea og Liverpool mætast í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Brúnni og hefst klukkan 15.00.

Áttundi bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks í kvennaflokki

Tvö sigursælustu félög í sögu bikarkeppni kvenna, Valur og Breiðablik mætast í dag í 25. bikarúrslitaleik kvenna frá upphafi og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Laugardalsvellinum. Þetta verður í áttunda sinn sem þessi tvö lið mætast í bikarúrslitaleik kvenna þar af í fimmta sinn sem leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum.

Gary Wake: Staðráðnar í að fá ekki silfur tvær helgar í röð

Gary Wake, þjálfari Breiðabliks, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Breiðablik getur þar með unnið sinn fyrsta stóra titil síðan árið 2005 þegar liðið vann tvöfalt.

Freyr: Finn að liðið er sært frá því í fyrra

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Valskonur sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár geta þar unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2006.

Vettel vann en vildi ekki hætta keyra

Sebastian Vettel hafði svo gaman af Suzuka brautinni í nótt að hann vildi halda áfram að keyra hring eftir hring, eftir að hann kom í endamark.

Þjálfaramet í hættu í úrslitaleikjum Powerade-bikarsins í dag

Úrslitaleikir Powerade-bikars karla og kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Kvennalið KR og Hamars mætast klukkan 13.00 og klukkan 15.30 hefst leikur karlaliða Njarðvíkur og Grindavíkur. Kvennalið KR og karlalið Grindavíkur töpuðu úrslitaleikjunum keppninnar í fyrra og eru bæði sigurstranglegri í leikjum dagsins.

Pepe Reina: Fernando Torres er betri en Didier Drogba

Pepe Reina segir enginn vafa vera í sínum huga að Fernando Torres sé besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Margir líta á leik Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag sem einvígi tveggja heitustu framherja deildarinnar, Fernando Torres hjá Liverpool og Didier Drogba hjá Chelsea.

Leonardo, þjálfari AC Milan: Ég ætla ekki að gefast upp

Það er óhætt að segja að það sé orðið heitt undir Brasilíumanninum Leonardo sem stýrir stórliði AC Milan. Liðið mætir Atalanta á útivelli í ítölsku deildinni og það gæti orðið síðasta tækifærið fyrir Leonardo að bjarga starfinu sínu.

Vettel sótti sigur á Suzuka brautinni

Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull.

Þorsteinn farinn að þjálfa 3. flokk hjá KR

Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. flokks karla hjá KR ásamt bróður sínum Valþóri Halldórssyni en Þorsteinn tók við liði Þróttar í Pepsi-deild karla um mitt sumar en náði ekki að bjarga liðinu frá falli. Þorsteinn verður aðalþjálfari 3. flokks og Valþór aðstoðarþjálfari en þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skipti - myndaveisla

Breiðablik varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu karlaliðs félagsins eftir að liðið vann 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir.

Alfreð er sá tíundi sem skorar tvennu í bikarúrslitaleik í Laugardalnum

Blikinn Alfreð Finnbogason varð í dag tíundi leikmaðurinn sem nær því að skora tvö mörk í bikarúrslitaleik síðan farið var að leika úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Alfreð skoraði bæði mörk Blika sem gerðu 2-2 jafntefli við Fram en tryggði sér sigur í vítakeppni.

Ferguson: Dórmarinn var ekki í formi til að dæma þennan leik

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var allt annað en ánægður með dómarann Alan Wiley eftir 2-2 jafntefli Manchester United á móti Sunderland í kvöld. United mátti þakka fyrir jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Ferguson talaði um lítið annað en formleysi dómarans.

Glock keppir ekki vegna meiðsla

Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans.

Sneijder bjargaði öllum stigunum fyrir Mourinho

Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði sigurmark Inter Milan í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á sjóðheitu liði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld. Markið kom Inter í toppsæti deildarinnar.

Bent: Svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum

Darren Bent og félagar í Sunderland urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að ná í stig á Old Trafford á þessu tímabili en hann var engu að síður svekktur með að ná ekki að vinna leikinn. United jafnaði með sjálfsmarki Anton Ferdinand í uppbótartíma.

Zlatan skoraði ekki en Barcelona hélt sigurgöngunni áfram

Zlatan Ibrahimovic tókst ekki að setja nýtt félagsmet þegar Barcelona vann 1-0 sigur á Almeria á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona hefur þar með unnið sex fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu en Zlatan hafði fyrir kvöldið í kvöld skorað í öllum deildarleikjum liðsins.

Button býst ekki við titili í nótt

Jenson Button gerir ekki ráð fyrir að landa meistaratitlinum í Formúlu 1 í nótt í japanska kappakstrinum á Suzuka. Hann ræsir tólfti af stað, en keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello er tíundi og Sebastian Vettel er fremstur.

Sjálfsmark tryggði United stig í uppbótartíma

Manchester United náði að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Anton Ferdinand skoraði sjálfsmark á annarri mínútu í uppbótartíma eftir gríðarlega pressu Manchester United í lokin. Sunderland komst tvisvar yfir í leiknum en lék manni færri síðustu mínúturnar.

Ólafur: Hefur verið geðveikt ferðalag

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum kampakátur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir úrslitaleikinn í dag. Hann segir þennan bikar gríðarlega mikilvægan fyrir félagið.

Ingvar Kale: Þessi leikur var stál í stál

„Mig hafði ekki dreymt um að vinna titil á fyrsta árinu mínu hérna," sagði Ingvar Kale, markvörður Breiðabliks, eftir sigurinn í bikarúrslitaleiknum í dag. Ingvar varði vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni í vítaspyrnukeppninni.

Alfreð Finnboga: Dreymt um þetta lengi

„Þetta er alls ekki slæm tilfinning!" sagði sóknarmaðurinn ungi Alfreð Finnbogason eftir sigur Breiðabliks í bikarúrslitunum í dag. Alfreð skoraði bæði mörk Blika í venjulegum leiktíma.

Fjórði bikarmeistaratitilinn sem vinnst í vítakeppni

Breiðablik varð í dag fjórða liðið í sögu bikarkeppninnar sem vinnur bikarinn í vítakeppni í bikarúrslitaleiknum. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, varð hinsvegar að sætta við að tapa öðru sinni í vítakeppni í bikarúrslitaleik.

Portsmouth vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu

Portsmouth vann loksins sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Wolves 1-0 á útivelli í dag. Hull vann líka mikilvægan sigur í botnbaráttunni en Tottenham náði aðeins jafntefli á móti Bolton.

Ferguson: Steve Bruce getur orðið stjóri hjá toppliði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur mikla trú á stjórahæfileikum fyrrum lærisveins sínum Steve Bruce sem nú stýrir liði Sunderland. Bruce var fyrirliði Manchester United á níunda og tíunda áratugnum og hefur oft verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Ferguson Manchester United.

Mark Hughes: Adebayor fékk sanngjarna refsingu

Mark Hughes, stjóri Manchester City, segir refsingu Emmanuel Adebayor, fyrir fagnaðarlæti sín á móti Arsenal, vera sanngjarna. Adebayor fékk tveggja leikja skilorðsbundinn dóm og 25 þúsund punda sekt fyrir það að hlaupa allan völlinn eftir að hafa skorað svo að hann gæti fagnað marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

Ólafur í viðtali á ksi.is: Óhemju gaman að taka þátt í þessu

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks er í viðtali á ksi.is í dag vegna bikarúrslitaleiknum á móti Fram á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en þar reyna Blikar að vinna fyrsta bikarmeistaratitil félagsins og fyrsta stóra titil Kópavogs í karlaknattspyrnunni.

Auðun í viðtali á ksi.is: Settum pressu á okkur sjálfa

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, er í viðtali á ksi.is í dag vegna bikarúrslitaleiknum á móti Breiðabliki á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en þar reyna Framarar að vinna fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í tuttugu ár og fyrsta stóra titil sinn síðan 1990.

Breiðablik bikarmeistari karla í fyrsta sinn

Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor.

Button og Barrichello dæmdir brotlegir

Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps.

Óhapp Glock gæti heft þátttöku hans

Þjóðverjinn Timo Glock keyrði harkalega útaf í tímatökum fyrir japanska kappakustrinn í Suzuka í nótt. Grófst Toyota bíll hans inn í dekkjavegg eftir að hann missti vald á honum í lokabeygju brautarinnar.

Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt

Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota.

Mjótt á munum á á lokæfingu

Toyota menn brostu i kampinn þegar Jarno Trulli á Toyota náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð 0.062 sekúndum fljótari en Sebastian Buemi á Torro Rosso.

Wenger gefur í skyn að Henry muni snúa aftur

Framherjinn Thierry Henry hjá Barcelona viðurkenndi nýlega í viðtölum við spænska fjölmiðla að hann hafi mikinn hug á að snúa aftur á fornar slóðir til Arsenal í framtíðinni.

Framtíð Pandev óráðin - orðaður við Fiorentina

Makedónski landsliðsframherjinn Goran Pandev hjá Lazio á enn í hörðum deilum við forseta ítalska félagsins Claudio Lotito og því er alls óvíst hvort að hann eigi einhverja framtíð þar.

Ferguson og Torres valdir bestir í september

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og Fernando Torres framherji Liverpool voru valdir bestir stjórinn og besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni en styrktaraðili deildarinnar, Barclays, stendur fyrir valinu.

United getur andað léttar útaf Owen

Framherjinn Michael Owen hjá Englandsmeisturum Manchester United varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir tuttugu mínútna leik gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni á dögunum.

Petrov vonar að Barry verði fagnað á Villa Park

Miðjumaðurinn Stiliyan Petrov hjá Aston Villa bindur vonir við að fyrrum liðsfélagi sinn Gareth Barry hjá Manchester City fái hlýjar móttökur þegar liðin mætast á Villa Park-leikvanginum á mánudag.

Sjá næstu 50 fréttir