Fleiri fréttir

Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson

Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum.

Wenger afar óhress með meiðsli Arshavin

Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Andrey Arshavin missi af næstu þremur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst lítillega í landsleik með Rússum í gærkvöldi.

Katrín Ómarsdóttir ekki í hópnum á móti Eistlandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni fyrir HM 2011. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 17. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 20:00.

Ráðleggja leikmönnum að heilsast ekki vegna Svínaflensunnar

Sænska knattspyrnusambandið óttast útbreiðslu Svínaflensunnar meðal sinna félaga og hefur ráðlagt knattspyrnumönnum og konum í landinu að heilsa ekki andstæðingunum - hvorki fyrir né eftir leik. Það er venjan að þakka fyrir góðan leik en það þykir ekki skynsamlegt ef menn ætla sér að sleppa við Svínaflensuna.

Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari

Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti.

Lampard: Besta enska landslið sem ég hef spilað með

Chelsea-maðurinn Frank Lampard skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM í gær og hann var eins og aðrir í skýjunum með frammistöðu liðsins og að England væri komið inn á HM í Suður Afríku.

Fyrsti úrslitaleikur Þjóðverja og Englendinga síðan 1966

Þýskaland og England mætast í dag í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Finnlandi. Þetta er fyrsti úrslitaleikur þjóðanna á stórmóti í karla- eða kvennaflokki síðan að Englendingar unnu 4-2 sigur á umdeildan hátt í framlengdum úrslitaleik heimsmeistarakeppni karla árið 1966.

Mudrow kominn aftur til Lemgo

Volker Mudrow er aftur tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarfélagsins Lemgo en Markus Baur var í gær rekinn frá félaginu.

Argentínska pressan: Messi var aðeins skugginn af sjálfum sér

Fjölmiðlar í Argentínu voru allt annað en ánægðir með tap sinna manna á móti Paragvæ í nótt. Það var ekki bara þjálfarinn Diego Maradona sem fékk að heyra það frá þeim því Lionel Messi var einnig harðlega gangrýndur fyrir frammistöðu sína.

Ferdinand farinn að æfa aftur með United - gæti spilað um helgina

Rio Ferdinand varnarmaðurinn öflugi hjá Manchester United er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir daginn fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Ferdinand gæti verið klár fyrir næsta leik liðsins sem er á móti Tottenham á laugardaginn.

Del Bosque fékk nýjan samning fyrir að koma Spánverjum á HM

Vicente Del Bosque verður þjálfari spænska landsliðsins fram yfir næstu Evrópukeppni (2012) en spænska knattspyrnusambandið tilkynnti um nýjan samning Del Bosque eftir að Evrópumeistarnir tryggðu sig inn á HM með 3-0 sigri á Eistum í gær.

Henry kominn með fimmtíu landsliðsmörk fyrir Frakkland

Thierry Henry tryggði Frökkum 1-1 jafntefli í Serbíu í undankeppni HM í gær og sá til þess að Serbar náðu ekki að tryggja sér sigurinn í riðlinum og þar með sæti á HM í Suður Afríku. Markið var ennfremur það fimmtugasta sem hann skorar í 113 landsleikjum.

Iverson áfram í NBA-deildinni - samdi við Memphis Grizzlies

Allen Iverson er loksins búinn að finna sér samning í NBA-deildinni en hann gerði í gær eins árs samning við Memphis Grizzlies en mikil óvissa hefur verið um framtíð Iverson í allt sumar. Iverson fær 3,5 milljónir dollara fyrir tímabilið en auk þess fær hann stóran bónus ef Grizzlies kemst í úrslitakeppnina í vor.

Reynt að sanna að Renault hafi svindlað

FIA, alþjóðbílasambandið hefur kallað til fjölmörg vitni til að reyna sanna að Renault hafi látið Nelson Piquet keyra viljandi á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Fernando Alonso er meðal þeirra sem hefur mætt í vitnaleiðsur.

Bilic: Englendingar geta orðið heimsmeistarar

Slaven Bilic, þjálfari króatíska landsliðsins, er á því að Englendingar geta orðið heimsmeistarar í Suður-Afríku eftir að hann horfði á sína menn tapað 1-5 fyrir enska landsliðinu í undankeppni HM á Wembley í gær. Bilic átti samt ekki auðvelt með að tjá sig eftir leikinn enda alveg niðurbrotinn maður.

Argentínumenn töpuðu aftur - nú fyrir Paragvæ sem komst á HM

Staða Argentínumanna í undankeppni HM er orðin enn verri eftir 0-1 tap fyrir Paragvæ í nótt. Tapið þýðir að Argentínumenn eru komnir niður í 5. sæti í Suður-Ameríku riðlinum en aðeins fjögur efstu liðin komast beint inn á HM. Liðið í 5. sætið spilar umspilsleiki við lið úr Norður- og Mið-Ameríku.

Capello segir Aaron Lennon vera frábæran leikmann

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var mjög ánægður með frammistöðu Aarons Lennon í 5-1 sigri Englendinga á Króötum á Wembley í undankeppni HM í gær. Englendingar tryggðu sig inn á HM með þessum sigri.

Spánverjar sluppu með skrekkinn og Frakkar unnu Evrópumeistarana

Spánverjar þurftu framlengingu til að vinna 90-84 sigur á Slóvenum á lokadegi riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta í Póllandi í gær. Frakkar unnu 69-64 sigur á Evrópumeisturum Rússa og Lettar voru aðeins sekúndum frá því að komast áfram í milliriðil.

Englendingar og Spánverjar bókuðu farseðilinn á HM

Leikið var í undankeppni HM 2010 í kvöld en þar bara hæst að bæði Englendingar og Spánverjar héldu sigurgöngu sinni áfram og gulltryggðu þátttökurétt sinn á lokakeppninni í Suður-Afríku á næsta ári.

Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið

Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli.

Grétar Rafn: Auðvelt að hitta á svona stóran haus

Grétar Rafn Steinsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Georgíu en hann fann þá verk í hnénu. Fram að því hafði Grétar leikið fantavel og lagði upp fyrsta mark leiksins með glæsilegri fyrirgjöf.

England rúllaði yfir Króatíu

Enska landsliðið er enn með fullt hús stiga í undankeppni HM en það rúllaði yfir Króatíu 5-1 í kvöld. Steven Gerrrard og Frank Lampard skoruðu tvö mörk hvor.

Baur látinn taka pokann sinn hjá Lemgo

Þýska handknattleiksfélagið Lemgo hefur ákveðið að reka þjálfarann Markus Baur eftir slakt gengi í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum.

Aðeins þrír varamenn hjá Georgíu

Georgía er aðeins með þrjá varamenn á leikskýrslu sinni fyrir landsleikinn við Ísland sem hefst á Laugardalsveli klukkan 19.30.

Hector Cuper á Laugardalsvellinum í kvöld - þjálfar Georgíu

Hector Cuper er þjálfari Georgíumanna sem mæta íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum í kvöld. Cuper er 53 ára gamall Argentínumaður sem er þekktastur fyrir að þjálfa spænska liðið Valencia (1999-2001) og ítalska liðið Internazionale (2001-03).

Guus Hiddink saknar andrúmsloftsins í enska boltanum

Guus Hiddink, þjálfari rússneska landsliðsins, sagði það á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Wales í undankeppni HM í kvöld, að hann hefði áhuga á að stýra aftur liði í ensku úrvalsdeildinni.

Jamie Carragher hefur áhyggjur af uppkomu Manchester City

Jamie Carragher varnarmaður Liverpool hefur trú á því að Manchester City blandi sér í hóp fjögurra bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Carragher spáir því einnig að lið eins og Tottenham Hotspur, Everton og Aston Villa verði að berjast um Meistaradeildarsætin.

Sex breytingar á byrjunarliðinu gegn Georgíu - Grétar Rafn fyrirliði

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld kl. 19.30. Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag.

John Terry: Er enn að svekkja sig yfir Króatíutapinu fyrir tveimur árum

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir liðið skulda ensku þjóðinni að vinna leikinn á móti Króatíu í kvöld og ná þar með að hefna fyrir tapið á Wembley fyrir tveimur árum sem kostaði enska landsliðið sæti á EM 2008. Terry segir að tapið hafi skilið eftir sig jafnslæma tilfinningu og þegar hann klikkaði á víti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu.

Nýr framherji við hlið Cristiano Ronaldo í kvöld

Það er mikið undir hjá portúgalska landsliðinu í kvöld því mega alls ekki tapa á móti Ungverjum ef liðið ætlar að eiga einhverja raunhæfa möguleika á að komast á HM í Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir