Handbolti

Sautján titlar hjá Ólafi á sex árum með Ciudad Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur var borinn á höfuðstól í leikslok.
Ólafur var borinn á höfuðstól í leikslok. Mynd/GettyImages

Ólafur Stefánsson vann sautján titla á sex árum sínum með spænska liðinu Ciudad Real þar af varð hann bæði spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu tvö síðustu tímabilin sín. Ólafur átti stórleik og gulltryggði sigur Ciudad Real á Kiel í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem var síðasti leikur hans með spænska liðinu.

Ólafur Stefánsson kom til BM Ciudad Real frá þýska liðinu SC Magdeburg sumarið 2003 en hann hafði unnið sjö titla með Magdeburgar-liðinu frá 1998 til 2003. Ólafur hafði áður leikið með Val (1991-1996) og LTV Wuppertal (1996-1998).

Ólafur kvaddi Ciudad Real á besta hugsanlegan hátt með því að tryggja liðinu Evrópumeistaratittilinn í þriðja sinn á fjórum árum. Hann er nú á leiðinni til þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen þar sem hann mun spila við hlið Guðjóns Vals Sigurðssonar næstu tvö árin.

Sautján titlar Ólafs með BM Ciudad Real 2003-2009

Meistaradeildin: 3 sinnum (2006, 2008, 2009)

Meistari Evrópumeistaranna: 2 sinnum (2005, 2006)

Spænskur meistari: 4 sinnum (2004, 2007, 2008, 2009)

Spænskur bikarmeistari: 1 sinni (2008)

Spænskur deildarbikarmeistari: 5 sinnum (2004, 2005, 2006, 2007, 2008)

Meistari meistaranna á Spáni: 2 sinnum (2005, 2008)












Fleiri fréttir

Sjá meira


×