Handbolti

Ólafur markahæstur í 7 af 8 úrslitaleikjum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson (lengst til hægri) fagnar því þegar Evrópubikarinn fór á loft í kvöld.
Ólafur Stefánsson (lengst til hægri) fagnar því þegar Evrópubikarinn fór á loft í kvöld. Mynd/AFP

Ólafur Stefánsson vann í dag Meistaradeildina í fjórða sinn á ferlinum þegar hann skoraði átta mörk í 33-27 sigri Ciudad Real í seinni úrslitaleiknum á móti Kiel.

Síðasta mark Ólafs í leiknum var einnig síðasta mark leiksins og gulltrygði sigurinn en þetta var einnig sextugasta mark Ólafs í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar.

Ólafur hefur komist fimm sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hefur fagnað sigri í fjögur skipti. Hann hefur ennfremur verið markahæsti maður síns liðs í sjö af átta úrslitaleikjum þegar titillinn hefur unnist og hefur alls skorað 60 mörk í þeim átta leikjum eða 7,5 mörk að meðaltali í leik.

Úrslitaleikir Ólafs í sigrum hans í Meistaradeildinni

2001-02

1) Veszprém-Magdeburg 23-21

Markahæstur í Magdeburg með 9 mörk

2) Magdeburg-Veszprém 30-25

Markahæstur í Magdeburg með 7 mörk

Samanlagt: 51-48 fyrir Magdeburg

2005-06

1) Portland San Antonio-Ciudad Real 19-25

Markahæstur í Ciudad með 5 mörk

2) Ciudad Real-Portland San Antonio 37-28

Markahæstur í Ciudad með 7 mörk

Samanlagt: 62-47 fyrir Ciudad Real

2007-08

1) Ciudad Real-Kiel 27-29

Markahæstur í Ciudad með 6 mörk

2) Kiel-Ciudad Real 31-25

Markahæstur í Ciudad með 12 mörk

Samanlagt: 58-54 fyrir Ciudad Real

2008-09

1) Kiel-Ciudad Real 39-34

Þriðji markahæstur í Ciudad með 6 mörk

2) Ciudad Real-Kiel 33-27

Markahæstur í Ciudad með 8 mörk

Samanlagt: 67-66 fyrir Ciudad Real

Meðalskor Ólafs í úrslitaleikjum eftir árum

2001-02 8,0 mörk í leik

2005-06 6,0 mörk í leik

2007-08 9,0 mörk í leik

2008-09 7,0 mörk í leik












Fleiri fréttir

Sjá meira


×