Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum 28. maí 2009 08:59 Það er ekki aðeins barist á brautinni eða vegna reglubreytinga, heldur eru keppnislið að berjast um bitann hvað varðar auglýsendur. Mynd: AFP Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson. Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson.
Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira