Fleiri fréttir

Kobe Bryant fékk flest atkvæði í úrvalslið NBA

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið NBA deildarinnar í vetur. Kobe Bryant, nýkjörinn verðmætasti leikmaður ársins, fékk fullt hús atkvæða í fyrsta úrvalslið deildarinnar.

Eriksson segir lítið um framtíðina

Sven-Göran Eriksson hefur lítið gefið út varðandi framtíð sína en enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann verði rekinn frá Manchester City í lok leiktíðarinnar.

Rooney tæpur fyrir sunnudaginn

Ólíklegt þykir að Wayne Rooney verði klár í slaginn fyrir leik Manchester United og Wigan um helgina en hann á við meiðsli í mjöðm að stríða.

Sigurvin spilar ekki í sumar

Sigurvin Ólafsson mun ekki taka fram knattspyrnuskóna nú í vor eftir að hafa íhugað stöðu sína í vetur.

Man City líklega í UEFA-keppnina

Manchester City mun sennilega fá þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili þar sem England fær aukasæti í keppninni út á prúðmennsku sem Knattspyrnusamband Evrópu nefnir Fair Play.

Ferguson hefur trú á Bolton

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á því að Bolton muni reynast Chelsea óþægur ljár í þúfu.

Hólmar og Hörður á leið heim

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson á leið til Íslands og munu spila með Keflvíkingum í sumar.

Hleb fer frá Arsenal

Umboðsmaður Alexander Hleb segir að hann muni fara frá Arsenal í sumar og þar með hafna samningstilboði frá Arsenal.

NBA: Celtics vann aftur

Boston Celtics vann í nótt sinn annan sigur á Cleveland á meðan að San Antonio vann loks sinn fyrsta leik gegn New Orleans Hornets.

Heimir og Pavla best

Heimir Örn Árnason úr Stjörnunni og Pavla Nevarilova úr Fram voru í kvöld útnefnd leikmenn ársins í N1 deild karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem haldið var á Brodway.

Allardyce orðaður við QPR

Sam Allardyce, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle og Bolton, er nú orðaður við stjórastöðuna hjá QPR.

Norrköping enn án sigurs

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Íslendingaliðið Norrköping er enn án sigurs eftir tíu umferðir.

Jewell óánægður með ummæli

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er afar ósáttur við ummæli sem einn þjálfara Reading lét falla í tengslum við leik liðanna um helgina.

Taylor orðaður við Liverpool

Maik Taylor, norður-írski markvörður Birmingham City, hefur verið orðaður við Liverpool en samningur hans við Birmingham rennur út í sumar.

Mark Viduka frá í hálft ár

Meiðsli Mark Viduka eru alvarlegri en talið var í fyrstu og verður hann af þeim sökum frá í allt að sex mánuði.

Rijkaard hættir og Guardiola tekur við

Barcelona hefur nú staðfest að Frank Rijkaard muni láta af störfum hjá félaginu í sumar og að Josep Guardiola muni taka við starfinu hans.

Kovalainen keppir í Tyrklandi

Heikki Kovalainen hefur fengið grænt ljós frá læknum McLaren-liðsins og keppir fyrir hönd þess í Formúlukeppninni í Tyrklandi.

De Canio hættur hjá QPR

Luigi De Canio, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins QPR, er hættur störfum hjá félaginu.

Lippi: Erfitt að sjá Ronaldo bæta sig meira

Marcello Lippi, fyrrum þjálfari heimsmeistara Ítala í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að sjá að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United geti bætt sig mikið meira sem knattspyrnumaður.

Kewell á förum frá Liverpool

Ástralinn Harry Kewell er á förum frá Liverpool í sumar. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Rafa Benitez í samtali við Sky í dag. Samningur miðjumannsins rennur út í sumar en hann hefur verið í herbúðum Liverpool í fimm ár.

Benitez vill 2,3 milljarða fyrir Crouch

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, vill fá um 2,3 milljarða króna fyrir framherjann Peter Crouch. Hinn leggjalangi Crouch hefur ekki átt fast sæti í liði Benitez og er farinn að hugsa sér til hreyfings í von um meiri spilatíma og sæti í enska landsliðinu.

Arnar Pétursson bestur hjá körlunum

Arnar Pétursson hjá Haukum var í dag útnefndur besti leikmaður umferða 22-28 í N1 deild karla í handbolta og þjálfari hans hjá Haukum, Aron Kristjánsson, besti þjálfarinn.

Petrache best í lokaumferðunum

Úrvalslið umferða 19-27 í N1 deild kvenna var valið í dag. Alina Petrache hjá Störnunni var valin besti leikmaður umferðanna og Aðalsteinn Eyjólfsson besti þjálfarinn.

Hack-a-Shaq fyrirbærið til skoðunar í NBA

David Stern, forseti NBA, segir að mótanefnd deildarinnar ætli sér að taka fyrirbærið Hack-a-Shaq til skoðunar þegar hún kemur saman í Orlando í næsta mánuði.

Skagamenn fá danskan markvörð

Skagamenn hafa náð samningum við danska markvörðinn Esben Madsen sem kemur frá 1. deildarliðinu AB. Þetta kemur fram á dönskum miðlum í dag. Madsen hefur verið varamarkvörður danska liðsins en á að baki 15 leiki með félaginu.

Keane tekur til hjá Sunderland

Roy Keane er byrjaður að hreinsa til í herbúðum Sunderland fyrir næstu leiktíð og í dag lét hann fjóra leikmenn fara frá félaginu.

Vann báða leikina gegn Barcelona í fyrsta skipti í 24 ár

Spánarmeistarar Real Madrid hafa góða ástæðu til að fagna þessa dagana. Liðið vann á dögunum annan meistaratitil sinn í röð og með 4-1 sigri á Barcelona í gær vann liðið þar með báða deildarleiki sína gegn Barcelona í fyrsta sinn í 24 ár.

Keegan kallaður inn á teppi

Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur verið kallaður inn á teppi hjá eiganda félagsins eftir hörð ummæli sem hann lét falla eftir 2-0 tapið gegn Chelsea á mánudaginn.

Sven er í viðræðum við Benfica

Sven-Göran Eriksson, stjóri Manchester City, hefur staðfest að hann sé kominn í viðræður við fyrrum félag sitt Benfica í Portúgal. Eriksson hefur verið tjáð að hann verði rekinn frá City í lok leiktíðar af eigandanum Thaksin Shinawatra.

Giovani á leið til City?

Faðir mexíkóska ungstirnisins Giovani dos Santos hjá Barcelona segir að Manchester City sé í lykilstöðu til vinna kapphlaupið um son sinn í sumar, en hann er sagður eftirsóttur af fleiri liðum á Englandi. Dos Santos ku vera falur fyrir um 10 milljónir evra.

Tottenham á eftir Eto´o

Spænska blaðið Marca fullyrðir að Tottenham hafi gert Barcelona formlega fyrirspurn í framherjann Samuel Eto´o og hefur fengið þau svör að hann sé falur fyrir 35 milljónir evra.

Lakers taplaust í úrslitakeppninni

Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit.

Hrefna Huld: Meiri alvara

Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrirliði KR, segir að meiri alvara hafi ríkt á þessu undirbúningstímabili en fyrra.

Gautaborg lagði toppliðið

IFK Gautaborg vann í kvöld 3-2 sigur á toppliði Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Real Madrid kjöldró Barcelona

Real Madrid vann 4-1 stórsigur á Barcelona á heimavelli sínum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen mátti þola að vera skipt út af á 24. mínútu leiksins.

Rúrik með sitt fyrsta mark

Rúrik Gíslason skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld er Viborg og Bröndby skildu jöfn, 1-1, í Íslendingaslag.

Birgir keppir ekki á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson hefur dregið sig úr keppni á opna ítalska mótinu í golfi sem hefst á morgun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Sjá næstu 50 fréttir