Fleiri fréttir

Schwarzer til Fulham

Ástralski markvörðurinn Mark Schwarzer gekk í dag í raðir Fulham frá Middlesbrough. Schwarzer er 35 ára gamall og hefur varið mark Boro í 11 ár. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Lundúnafélagið.

Kitlar að taka við Njarðvík

Valur Ingimundarson er inni í myndinni hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur um að gerast næsti þjálfari liðsins. Í samtali við Vísi sagði Valur að hugmyndin um að taka við Njarðvík hafi kitlað sig nokkuð þegar hún kom upp á borðið.

John Terry mun ná sér

Félagar John Terry í enska landsliðinu eru á því að varnarmaðurinn muni ná sér eftir áfallið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær þar sem hann klúðraði vítaspyrnu sem hefði geta fært Chelsea Evrópumeistaratitilinn.

Ferguson vill vinna fleiri Evróputitla

Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United hafi alla burði til að verja titil sinn í Meistaradeildinni, því liðið geti bætt sig á næsta ári.

Ronaldo vill engu lofa

Cristiano Ronaldo vill ekki gefa nein loforð út um framtíð sína hjá Manchester United og hefur með því kveikt enn á ný í orðrómum um að hann muni fara frá félaginu.

Bryant sökkti meisturunum í seinni hálfleik

LA Lakers hefur tekið 1-0 forystu í einvíginu við meistara San Antonio í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Kobe Bryant skoraði 25 af 27 stigum sínum í síðari hálfleik og fór fyrir mikilli endurkomu Lakers, sem voru á tíma 20 stigum undir á heimavelli.

Manchester United Evrópumeistari

Manchester United varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Giggs: Betra en 1999

Ryan Giggs var einn fárra leikmanna United sem var í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 1999. Hann sagði sigurinn í kvöld vera sætari.

Ronaldo var orðlaus

Cristiano Ronaldo sagðist vera orðlaus eftir sigur sinna manna í Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Barcelona nálgast Keita

Börsungar eru sagðir á góðri leið með að tryggja sér þjónustu miðvallarleikmannsins Seydou Keita á næstu dögum eftir því sem kemur fram í spænskum fjölmiðlum.

Sylvinho vill vera um kyrrt hjá Barca

Brasilíski bakvörðurinn Sylvinho vill ólmur vera áfram í herbúðum Barcelona en hann er einn þeirra fjölmörgu leikmanna sem er sagður vera á leið frá félaginu.

Ferguson: Erfitt val á milli Hargreaves og Park

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði skömmu fyrir úrslitaleikinn gegn Chelsea í Meistardeild Evrópu að það hefði verið erfitt að velja á milli Owen Hargreaves og Ji-Sung Park.

Van der Sar sá fimmti elsti

Edwin van der Sar verður í kvöld fimmti elsti leikmaðurinn sem hefur komið við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða á undan henni.

Giggs bætti leikjametið í kvöld

Ryan Giggs kom inn á sem varamaður í úrslitaleik Manchester United og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í kvöld og bætti þar með leikjamet Bobby Charlton hjá United.

Kranjcar ánægður hjá Portsmouth

Króatinn Niko Kranjcar segist vera ánægður hjá Portsmouth og sé ekki á leið frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu.

Dropinn dýr í Moskvu

Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Carragher tippar á Chelsea

Varnarmaðurinn Jamie Carragher hjá Liverpool giskar á að það verði Chelsea sem vinni sigur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Ég hefði þurft að stökkva út um gluggann

Gennaro Gattuso segir að það hafi aldrei staðið raunverulega til að fara frá AC Milan, nokkrum dögum eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Veldu besta mark 3. umferðar

Nú geta lesendur Vísis kosið fallegasta mark 3. umferðar Landsbankadeildarinnar. Fimm lagleg mörk koma til greina eins og venjulega, en það var Grindvikingurinn Scott Ramsay sem átti fallegasta mark 2. umferðar að mati lesenda.

Maradona heldur með United í kvöld

Argentínska goðsögnin Diego Maradona ætlar að halda með Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Það er aðallega vegna vináttubanda hans við Carlos Tevez, leikmann United.

Essien hélt með United árið 1999

Michael Essien mun eflaust upplifa stóran draum í kvöld þegar hann mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liði sínu Chelsea. Essien hoppaði hæð sína af gleði þegar uppáhaldsliðið hans United vann keppnina á dramatískan hátt árið 1999.

Dómarinn ræður miklu um úrslit leiksins

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir dómarann eiga eftir að ráða miklu um útkomu úrslitaleiksins í Meistaradeildinni milli Manchester United og Chelsea í kvöld.

Barton hefur afplánun í dag

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle hefur sex mánaða afplánun sína í fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um alvarlega líkamsárás í Liverpool um jólin í fyrra.

Þóra inn í landsliðið á ný

Þóra B Helgadóttir var í dag valin í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á ný, en þá tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson hópinn sem mætir Serbum í undankeppni EM í næstu viku.

Eiður Smári ekki með gegn Wales

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Wales á Laugardalsvelli í næstu viku. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í hádeginu.

Cole verður væntanlega klár í kvöld

Ashley Cole verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla á æfingu liðsins í gærkvöld. Cole varð fyrir harðri tæklingu frá Claude Makelele, sem baðst innilega afsökunar á atvikinu.

Rooney: Við verðum að sækja

Wayne Rooney segir mikilvægt að hans menn í Manchester United haldi sig við leikstílinn sem færði þeim enska meistaratitilinn í kvöld þegar þeir mæta Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Moskvu.

Kirkland framlengir við Wigan

Markvörðurinn Chris Kirkland hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan um fjögur ár. Kirkland var í fínu formi í vetur og náði sér í samning við félagið eftir að hafa komið þangað sem lánsmaður frá Liverpool árið 2006.

Hallast að því að framlengja við Keflvíkinga

Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík sagði 80% líkur á því að hann yrði áfram hjá Keflavík næsta vetur þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum á dögunum.

Ákvað að sitja lengur en Ferguson

Sigurður Ingimundarson þjálfari segir spennandi tíma fram undan í Keflavík og segir það helstu ástæðuna fyrir því að hann framlengdi samning sinn við félagið í gær.

Chicago datt í lukkupottinn

Það verður lið Chicago Bulls sem fær fyrsta valrétt í nýliðavalinu í NBA deildinni í sumar. Í gær var dregið í nýliðalotteríinu svokallaða og þar fékk Chicago fyrsta valrétt þrátt fyrir að eiga aðeins 1,7% líkur á að hreppa hnossið.

Boston tók forystu gegn Detroit

Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79.

Tölfræðin er eins og mínipils

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika fagnaði fyrsta sigri Breiðabliks í Landsbankadeildinni í sumar og 40 ára afmæli sínu þegar liðið hans vann 2-1 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld.

Grétar: Vorum að klúðra þessu sjálfir

KR-ingar töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu 1-2 á heimavelli á móti Breiðabliki í kvöld. Miðvörðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson var líka ósáttur í leikslok.

Arnar: Frábær afmælisgjöf

Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni í kvöld þegar þeir lögðu KR-inga 2-1 í Vesturbænum. Blikar höfðu gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum.

Ólafur: Vildi stál og standpínu

„Þetta var besta afmælisgjöf sem ég gat hugsað mér," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigur liðsins á KR í kvöld. Ólafur varð fertugur í dag.

Sigurður áfram með Keflavík

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Víkurfrétta í kvöld.

Arnór danskur meistari

FC Kaupmannahöfn varð í kvöld danskur meistari í handbolta í fyrsta sinn. Með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Atlason.

Heimasigur á Akranesi

ÍA vann Fram 1-0 í Landsbankadeild karla í kvöld. Eina mark leiksins kom á 44. mínútu en þá skoraði Auðun Helgason, varnarmaður Fram, sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Þórði Guðjónssyni.

Unnur Tara á leið frá Haukum

Unnur Tara Jónsdóttir mun að öllum líkindum ekki leika með Haukum á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is. Unnur segir í samtali við síðuna að miklar breytingar þyrftu að eiga sér stað ef hún ætti að vera áfram í Hafnarfirði.

Marel byrjar hjá Blikum

Klukkan 20 hefst leikur KR og Breiðabliks í Landsbankadeild karla. Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks hefur gert fjórar breytingar á byrjunarliðið Breiðabliks frá því í markalausa jafnteflinu á móti Þrótti í síðustu umferð.

Sjá næstu 50 fréttir