Boston tók forystu gegn Detroit 21. maí 2008 07:00 Kevin Garnett og félagar hafa tekið forystu í einvíginu gegn Detroit NordcPhotos/GettyImages Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79. Boston var aðeins tveimur dögum áður búið að slá Cleveland út í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildarinnar og því fengu Boston-menn ekki mikla hvíld fyrir leikinn í nótt. Það virtist ekki koma að sök því liðið náði fljótlega góðri forystu og hélt henni allt til leiksloka. Það var ekki síst fyrir sterkan varnarleik heimamanna sem sigurinn vannst, en varnarleikur Boston hefur verið magnaður í heimaleikjunum. Þetta var níundi sigur Boston í röð á heimavelli í úrslitakeppninni, en liðið hefur enn ekki unnið útileik. Leikmenn Detroit voru ef til vill dálítið ryðgaðir eftir að hafa ekki spilað í heila viku. Detroit sló Orlando út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Það var Paul Pierce sem dró vagninn fyrir Boston í oddaleiknum gegn Cleveland á sunnudagskvöldið, en í nótt var það Kevin Garnett sem setti tóninn í sóknarleiknum. Garnett var besti maður vallarins, skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Paul Pierce skoraði 22 stig og Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 15 og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Rasheed Wallace var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 12 skotum sínum. Sömu sögu var að segja um leikstjórnandann Chauncey Billups, en hann skoraði aðeins 9 stig. Billups hafði ekki spilað í 10 daga eftir að hafa meiðst í einvíginu við Orlando. Tölfræði leiksins Annar leikur liðanna er í Boston annað kvöld. Meistararnir í vandræðum Fyrsti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildar fer fram í kvöld, en þar er hætt við því að meistarar San Antonio mæti nokkuð lúnir til leiks. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á New Orleans í oddaleik í fyrrakvöld, en leikmenn liðsins lentu í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að sofa um borð í flugvélinni nóttina eftir sigurinn í New Orleans. Vélin mátti ekki fara á loft vegna bilunar og því komust meistararnir ekki til Los Angeles fyrr en níu að staðartíma morguninn eftir New Orleans-leikinn. Annar leikur LA Lakers og San Antonio verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79. Boston var aðeins tveimur dögum áður búið að slá Cleveland út í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildarinnar og því fengu Boston-menn ekki mikla hvíld fyrir leikinn í nótt. Það virtist ekki koma að sök því liðið náði fljótlega góðri forystu og hélt henni allt til leiksloka. Það var ekki síst fyrir sterkan varnarleik heimamanna sem sigurinn vannst, en varnarleikur Boston hefur verið magnaður í heimaleikjunum. Þetta var níundi sigur Boston í röð á heimavelli í úrslitakeppninni, en liðið hefur enn ekki unnið útileik. Leikmenn Detroit voru ef til vill dálítið ryðgaðir eftir að hafa ekki spilað í heila viku. Detroit sló Orlando út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Það var Paul Pierce sem dró vagninn fyrir Boston í oddaleiknum gegn Cleveland á sunnudagskvöldið, en í nótt var það Kevin Garnett sem setti tóninn í sóknarleiknum. Garnett var besti maður vallarins, skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Paul Pierce skoraði 22 stig og Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 15 og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Rasheed Wallace var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 12 skotum sínum. Sömu sögu var að segja um leikstjórnandann Chauncey Billups, en hann skoraði aðeins 9 stig. Billups hafði ekki spilað í 10 daga eftir að hafa meiðst í einvíginu við Orlando. Tölfræði leiksins Annar leikur liðanna er í Boston annað kvöld. Meistararnir í vandræðum Fyrsti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildar fer fram í kvöld, en þar er hætt við því að meistarar San Antonio mæti nokkuð lúnir til leiks. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á New Orleans í oddaleik í fyrrakvöld, en leikmenn liðsins lentu í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að sofa um borð í flugvélinni nóttina eftir sigurinn í New Orleans. Vélin mátti ekki fara á loft vegna bilunar og því komust meistararnir ekki til Los Angeles fyrr en níu að staðartíma morguninn eftir New Orleans-leikinn. Annar leikur LA Lakers og San Antonio verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira