Fleiri fréttir

Íslendingaliðin leika til úrslita í Danmörku

Það verða FCK og GOG sem leika til úrslita um meistaratitilinn í handbolta í Danmörku. GOG vann í dag 37-36 sigur á Arhus á útivelli í dag þar sem Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson 4.

Stjörnustúlkur í góðri stöðu

Kvennalið Stjörnunnar er í vænlegri stöðu í N1 deild kvenna eftir leiki dagsins. Liðið vann nauman 20-19 sigur á Gróttu á útivelli í dag og getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í lokaleik sínum.

Haukar lögðu Aftureldingu og tóku við bikarnum

Íslandsmeistarar Hauka kláruðu leiktíðina í N1 deildinni með sóma í dag þegar þeir lögðu Aftureldingu 32-29. Haukarnir fengu svo Íslandsbikarinn afhentan eftir leikinn en þeir höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni.

Eiður í byrjunarliðinu gegn Deportivo

Leikur Deportivo og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í kvöld, en liðið verður án nokkurra fastamanna sem eru hvíldir fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í næstu viku.

Denver - LA Lakers beint á Stöð 2 Sport í kvöld

Þriðji leikur Denver Nuggets og LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 21:25 í kvöld. Lakers vann fyrstu tvær viðureignir liðanna á heimavelli sínum en í kvöld eigast liðin við í Colorado.

Teitur hættur í Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þjálfarann Teit Örlygsson. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Undir stjórn Teits féllu Njarðvíkingar úr leik 2-0 fyrir Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Enski í dag: Drama á botninum

Mikil dramatík var í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem segja má að Fulham hafi stolið senunni rækilega. Liðið náði sér í gríðarlega mikilvæg stig í fallslagnum með 3-2 útisigri á Manchester City eftir að hafa lent undir 2-0.

Grant heldur enn í vonina

Avram Grant, stjóri Chelsea, gaf tilfinningunum lausan tauminn í dag þegar lið hans lagði Manchester United í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir vel mögulegt að Manchester United verði á í messunni í síðustu tveimur leikjunum.

Vincent rekinn frá Bobcats

Þjálfarinn Sam Vincent hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Charlotte Bobcats í NBA deildinni eftir aðeins eitt ár í starfi. Gamla brýnið Lary Brown hefur þegar verið orðaður við starfið hjá Michael Jordan og félögum, en hann hætti forsetastöðu sinni hjá Philadelphia fyrir nokkru.

Kotila hættur að þjálfa Snæfell

Bandaríski þjálfarinn Geof Kotila hefur ákveðið að hætta að þjálfar bikarmeistara Snæfells í körfubolta. Samningur hans rennur út nú í sumar og ætlar hann að flytja aftur til Danmerkur með fjölskyldu sinni. Þetta kom fram í Stykkishólmspóstinum.

Chelsea lagði United í fjörugum leik

Chelsea vann í dag gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Manchester United í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni og þar með eru liðin orðin jöfn með 81 stig á toppnum. Michael Ballack var hetja þeirra bláklæddu í dag og skoraði bæði mörk heimamanna.

Raikkönen á ráspól í Barcelona

Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari verður á ráspól í Barcelona kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að frábær lokahringur hans í tímatökum í dag tryggði honum besta tímann.

Tottenham kaupir króatískan landsliðsmann

Tottenham hefur gengið frá kaupum á króatíska miðjumanninum Luka Modric frá Dinamo Zagreb fyrir rúmar 15 milljónir punda. Modric þessi er 22 ára gamall og hefur verið orðaður við m.a. Chelsea og Arsenal, en hann á þegar að baki 20 landsleiki þrátt fyrir ungan aldur.

Chelsea yfir í hálfleik

Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Manchester United þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þýðingarmiklum leik liðanna á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni.

Philadelphia burstaði Detroit - Phoenix í vondum málum

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio.

Inter getur jafnað árangur granna sinna

Ítalska liðið Inter Milan getur jafnað árangur granna sinna í AC Milan um helgina þegar hagstæð úrslit geta tryggt því 14. meistaratitilinn. Mílanóliðin eiga þó enn langt í Juventus, sem hefur unnið titilinn 25 sinnum.

Mikið fjör í körfunni í nótt

Það verður nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í kvöld og þar af geta sjónvarpsáhorfendur fengið tvo leiki beint í æð í kvöld. Leikur Toronto og Orlando frá því í gærkvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport skömmu fyrir miðnætti og þá verður bein útsending á NBA TV rásinni frá leik Philadelphia og Detroit klukkan 23:00.

KR vann Lengjubikarinn

KR-stúlkur tryggðu sér í kvöld sigur í Lengjubikarnum með 4-0 sigri á Val í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni. KR hafði yfir 1-0 í hálfleik en Valsstúlkur misstu mann af velli um miðjan síðari hálfleik og eftir það tók KR öll völd á vellinum.

Mourinho er til í að snúa aftur til Englands

Jose Mourinho segist ekki útiloka að snúa aftur til Englands á næstu leiktíð, en þvertekur fyrir að vera búinn að lofa að taka að sér þjálfun Inter á Ítalíu.

Leeds tryggði sér umspilssæti

Leeds United tryggði sér í kvöld sæti í umspili um sæti í ensku B-deildinni þegar það lagði Yeovil 1-0. Það er ekki síst merkilegur árangur í ljósi þess að Leeds hóf leik með fimmtán stig í mínus í sumar sem leið eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Víkingur í úrvalsdeildina

Karlalið Víkings tryggði sér í kvöld sæti í N1 deildinni í handbolta næsta vetur þegar liðið lagði ÍR 35-30 í úrslitaleik um sæti meðal þeirra bestu. Víkingar tryggðu sér annað sæti 1. deildarinnar með sigrinum og fara upp með FH-ingum.

Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans

Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld.

Magdeburg burstaði Minden

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Magdeburg burstaði Minden 37-23 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-8. Einar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Minden, sem er í bullandi fallhættu í deildinni og situr í sætinu fyrir ofan fallsvæðið.

Gautaborg tapaði fyrir nýliðunum

Sjöundu umferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk í kvöld og þar urðu óvænt úrslit þegar meistarar Gautaborgar töpuðu 2-1 á útivelli fyrir nýliðum Ljungskile. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru á sínum stað í byrjunarliði Gautaborgar sem situr í fjórða sæti deildarinnar.

Fartölvu forsetans stolið

Þjófur lét greipar sópa um höfuðstöðvar knattspyrnufélagsins Barcelona eftir leik liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Hann hafði á brott með sér fartölvum forseta félagsins Joan Laporta og hefur félagið tilkynnt að mál verði tafarlaust höfðað á hendur hverjum þeim sem misnotar upplýsingar sem þar er að finna.

Pierce klár í slaginn með Boston

Framherjinn Paul Pierce hjá Boston verður klár í slaginn annað kvöld þegar Boston sækir Atlanta heim í þriðja leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA.

Liverpool nálgast Degen

Samkvæmt fréttum frá Liverpool er liðið að nálgast hægri bakvörðinn svissneska Philipp Degen. Rafael Benítez ræddi í vikunni við Tom Hicks um leikmannakaup sumarsins og er Degen ofarlega á óskalista hans.

Vidic æfði með United í dag

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic æfði með Manchester United í dag og eru menn vongóðir um að hann verði tilbúinn í slaginn fyrir stórleikinn gegn Chelsea á morgun.

Ráðast úrslitin á morgun?

Ef Sir Alex Ferguson og lærisveinar hans í Manchester United vinna Chelsea á Stamford Bridge á morgun eru þeir nánast öruggir með enska meistaratitilinn þetta árið.

Raikkönen náði besta tíma

Finninn Kimi Raikkönen á Ferrari náði besta tímanum á kappakstursbrautinni í Barcelona í dag, á seinni æfingu keppnisliða. En það voru þeir Nelson Piquet og Fernando Alonso á Renault sem stálu senunni.

Pirlo bjartsýnn fyrir EM

Andrea Pirlo er allt að því sigurviss fyrir Evrópumót landsliða á komandi sumri. Þessi 28 ára leikmaður var í ítalska landsliðinu sem vann HM fyrir tveimur árum og er bjartsýnn á að liðið geti endurtekið leikinn í sumar.

Dyrnar opnar fyrir Beckham

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að dyrnar séu opnar fyrir David Beckham um að leika á heimsmeistaramótinu 2010. Mikið hefur verið rætt um hvort Beckham eigi framtíð með landsliðinu.

Newcastle hentar Modric vel

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, segir að Newcastle United sé góður áfangastaður fyrir Luka Modric. Fjölmörg lið hafa áhuga á Modric sem leikur með Dinamo Zagreb en sagan segir að Newcastle sé að vinna kapphlaupið.

Víkingur getur komist upp í kvöld

Það er stórleikur í 1. deild karla í handbolta í kvöld þegar Víkingur tekur á móti ÍR. Liðin berjast um að fylgja FH upp í efstu deild en með því að ná stigi í kvöld tryggir Víkingur sér úrvalsdeildarsætið.

Lampard ekki með á morgun

Frank Lampard mun ekki leika með Chelsea á morgun þegar liðið tekur á móti Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Móðir hans lést úr lungnabólgu miðvikudagskvöld.

McCarthy framlengir við Blackburn

Benni McCarthy hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blackburn Rovers og er því samningsbundinn félaginu til sumarsins 2011.

Bara Arsenal kemur til greina

Thierry Henry sagði í viðtali við BBC að hann væri ánægður í herbúðum Barcelona. Ef hann kæmi aftur í enska boltann væri Arsenal eina félagið sem til greina kæmi.

Sjö þjóðir hafa sótt um HM

Í næstu vikur rennur út frestur til að sækja um að fá að halda heimsmeistarakeppnina í körfubolta árið 2014. Alls hafa sjö þjóðir sent inn umsókn en það eru Sádi Arabía, Katar, Ítalía, Frakkland, Danmörk, Spánn og Rússland.

Æfingar í Barcelona

Kimi Raikkönen hjá Ferrari var sneggstur allra á æfingu á Barcelona brautinni í morgun. Liðsfélagi hans, Felipe Massa, var aðeins 50/1000 á eftir honum. Massa var þó mistækur á æfingunni og snerist í þrígang í brautinni.

Grétar Rafn: Ekki vanur botnbaráttu

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur fengið að kynnast botnbaráttunni síðan hann gekk til liðs við Bolton. Grétar var áður að berjast á hinum endanum með hollenska liðinu AZ Alkmaar.

Álaborg að stinga af

Álaborg er komið með sjö stiga forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann 3-0 sigur á Randers í gær. Midtjylland situr í öðru sæti.

Vignir leikmaður ársins

Landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson hefur verið valinn leikmaður ársins hjá danska liðinu Skjern. Þetta var tilkynnt eftir að Skjern vann Kolding 32-27 í síðasta leik sínum á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir