Philadelphia burstaði Detroit - Phoenix í vondum málum 26. apríl 2008 08:30 Samuel Dalembert fór mikinn í nótt NordcPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio. Detroit fékk skell Lið Philadelphia 76ers heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppninni og í nótt pakkaði það reyndu liði Detroit saman í þriðja leik liðanna í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni, 95-75, og hefur yfir 2-1 í einvíginu. Detroit hefur verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm ár í röð og hefur komist þangað á fagmennsku, varnarleik og reynslu. Nú er það hinsvegar óreynt lið Philadelphia sem sýnir á sér slíkar hliðar og áttu gestirnir frá Detroit aldrei möguleika í leiknum í nótt. Detroit átti ekkert svar við hörðum varnarleik heimamanna og tapaði boltanum 25 sinnum, það mesta hjá liðinu í allan vetur. "Þeir eiga öllu samkvæmt ekki að vera í þessari stöðu. Enginn hafði trú á því að þetta lið gæti komist í þá stöðu sem það er í í dag," sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. Samuel Dalembert skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 21 stig, en að öðru leiti fengu heimamenn góða frammistöðu frá flestum sínum leikmönnum nema helst aðalstjörnu sinni Andre Iguodala. Það kom þó ekki að sök í nótt. Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince 18, en ljóst er að Detroit er komið í nokkur vandræði í einvíginu. Liðið tapaði fyrsta leiknum óvænt á heimavelli en vann annan leikinn sannfærandi. Næsti leikur fer fram í Philadelphia og þar verður áhugavert að sjá hvort liðið í sjöunda sætinu nær að velgja liðinu í öðru sætinu frekar undir uggum. Tölfræði leiksins Dallas sýndi klærnar Dallas náði að rétta sinn hlut gegn New Orleans á heimavelli sínum eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum í New Orleans. Dallas var yfir allan þriðja leikinn í nótt og vann öruggan 97-87 sigur. Avery Johnson þjálfari Dallas gerði breytingar á liði sínu og setti Jason Terry í byrjunarliðið í stað Jerry Stackhouse. Annars var það aðalstjarna liðsins Dirk Nowitzki sem dró vagninn hjá Dallas með 32 stigum, 19 fráköstum og 6 stoðsendingum. Jason Terry skoraði 22 stig og Josh Howard skoraði 18. "Við vildum tryggja að við gerðum séríu úr þessu og ná að vinna fyrsta heimaleikinn. Það þýðir ekkert að slaka á - þeir munu koma á okkur af krafti í næsta leik," sagði Nowitzki eftir leikinn. New Orleans náði sér aldrei á strik í sókninni í nótt og miklu munaði um skelfilega hittni stjörnuleikmanna liðsins, þeirra Chris Paul og David West. Paul hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum og West úr 6 af 20. "Við vorum mikið til að fá skotin sem við vildum í þessum leik - þau bara vildu ekki niður hjá okkur," sagði Chris Paul, sem var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en náði sér aldrei á strik í fyrsta útileik sínum í úrslitakeppni á ferlinum. Tölfræði leiksins Meistararnir í góðum málum Rúsínan í pylsuendanum í nótt var svo öruggur sigur meistara San Antonio í Phoenix 115-99 - og fyrir vikið er San Antonio komið í 3-0 stöðu í einvíginu og nægir einn sigur til að komast áfram. Meistararnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu frá upphafi til enda. Varnarmenn Phoenix fundu aldrei svar við hárbeittum sóknarleik meistaranna með Frakkann Tony Parker í essinu sínu. Parker skoraði 41 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum á ferlinum og gaf 12 stoðsendingar. San Antonio náði strax 15 stiga forystu í frábærum fyrsta leikhluta og náði Phoenix aldrei að minnka muninn nema niður í 13 stig í síðari hálfleiknum. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 20 stig. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og 11 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal 19, en hann hitti aðeins úr 9 af 17 vítum sínum í leiknum eftir að leikmenn San Antonio brutu ótt og títt á honum og sendu hann viljandi á línuna. Fjórði leikur liðanna fer fram í Phoenix á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni um kvöldmatarleytið. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio. Detroit fékk skell Lið Philadelphia 76ers heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppninni og í nótt pakkaði það reyndu liði Detroit saman í þriðja leik liðanna í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni, 95-75, og hefur yfir 2-1 í einvíginu. Detroit hefur verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm ár í röð og hefur komist þangað á fagmennsku, varnarleik og reynslu. Nú er það hinsvegar óreynt lið Philadelphia sem sýnir á sér slíkar hliðar og áttu gestirnir frá Detroit aldrei möguleika í leiknum í nótt. Detroit átti ekkert svar við hörðum varnarleik heimamanna og tapaði boltanum 25 sinnum, það mesta hjá liðinu í allan vetur. "Þeir eiga öllu samkvæmt ekki að vera í þessari stöðu. Enginn hafði trú á því að þetta lið gæti komist í þá stöðu sem það er í í dag," sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. Samuel Dalembert skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 21 stig, en að öðru leiti fengu heimamenn góða frammistöðu frá flestum sínum leikmönnum nema helst aðalstjörnu sinni Andre Iguodala. Það kom þó ekki að sök í nótt. Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince 18, en ljóst er að Detroit er komið í nokkur vandræði í einvíginu. Liðið tapaði fyrsta leiknum óvænt á heimavelli en vann annan leikinn sannfærandi. Næsti leikur fer fram í Philadelphia og þar verður áhugavert að sjá hvort liðið í sjöunda sætinu nær að velgja liðinu í öðru sætinu frekar undir uggum. Tölfræði leiksins Dallas sýndi klærnar Dallas náði að rétta sinn hlut gegn New Orleans á heimavelli sínum eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum í New Orleans. Dallas var yfir allan þriðja leikinn í nótt og vann öruggan 97-87 sigur. Avery Johnson þjálfari Dallas gerði breytingar á liði sínu og setti Jason Terry í byrjunarliðið í stað Jerry Stackhouse. Annars var það aðalstjarna liðsins Dirk Nowitzki sem dró vagninn hjá Dallas með 32 stigum, 19 fráköstum og 6 stoðsendingum. Jason Terry skoraði 22 stig og Josh Howard skoraði 18. "Við vildum tryggja að við gerðum séríu úr þessu og ná að vinna fyrsta heimaleikinn. Það þýðir ekkert að slaka á - þeir munu koma á okkur af krafti í næsta leik," sagði Nowitzki eftir leikinn. New Orleans náði sér aldrei á strik í sókninni í nótt og miklu munaði um skelfilega hittni stjörnuleikmanna liðsins, þeirra Chris Paul og David West. Paul hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum og West úr 6 af 20. "Við vorum mikið til að fá skotin sem við vildum í þessum leik - þau bara vildu ekki niður hjá okkur," sagði Chris Paul, sem var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en náði sér aldrei á strik í fyrsta útileik sínum í úrslitakeppni á ferlinum. Tölfræði leiksins Meistararnir í góðum málum Rúsínan í pylsuendanum í nótt var svo öruggur sigur meistara San Antonio í Phoenix 115-99 - og fyrir vikið er San Antonio komið í 3-0 stöðu í einvíginu og nægir einn sigur til að komast áfram. Meistararnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu frá upphafi til enda. Varnarmenn Phoenix fundu aldrei svar við hárbeittum sóknarleik meistaranna með Frakkann Tony Parker í essinu sínu. Parker skoraði 41 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum á ferlinum og gaf 12 stoðsendingar. San Antonio náði strax 15 stiga forystu í frábærum fyrsta leikhluta og náði Phoenix aldrei að minnka muninn nema niður í 13 stig í síðari hálfleiknum. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 20 stig. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og 11 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal 19, en hann hitti aðeins úr 9 af 17 vítum sínum í leiknum eftir að leikmenn San Antonio brutu ótt og títt á honum og sendu hann viljandi á línuna. Fjórði leikur liðanna fer fram í Phoenix á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni um kvöldmatarleytið. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Sjá meira