Fleiri fréttir

Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis.

Rússnesk ólympíuhetja þungt haldin eftir sýningu í brunagaddi
Rússneski ólympíumeistarinn Romas Kostomarov liggur nú á sjúkrahúsi í Rússlandi en hann hefur misst báða fæturnar í kjölfar þess að hann kom fram á skautasýningu í miklu frosti í janúar.

Inter með frumkvæðið eftir mark undir lokin
Inter er með frumkvæðið í einvíginu gegn Porto en liðin mættust í fyrri leik liðanna á Ítalíu í kvöld. Inter hafði betur 1-0 en liðin mætast í Portúgal eftir þrjár vikur.

Allt galopið eftir jafntefli City í Þýskalandi
Manchester City og RB Leipzig gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fór fram í Þýskalandi í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum
Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum.

Gísli Þorgeir mataði félaga sína í góðum sigri Magdeburg
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti fínan leik fyrir Magdeburg sem lagði Zagreb að velli á útivelli í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Góður endurkomusigur hjá Keflavík en Haukar fóru létt með Breiðablik
Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik.

„Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“
Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin.

Sigurbjörg: „Fullt af góðum hlutum sem kom út úr þessum leik, en það er fullt sem við þurfum að bæta líka“
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, þjálfari ÍR, var nokkuð upplitsdjörf þrátt fyrir enn eitt tapið en hennar konur töpuðu gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í nokkuð ójöfnum leik þar sem lokatölurnar urðu 77-62.

Þorgeir hættur eftir áratuga starf hjá Haukum
Þorgeir Haraldsson er hættur sem formaður handknattleiksdeildar Hauka en þetta var tilkynnt á Facebook síðu handknattleiksdeildar Hauka nú í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Grindavík - ÍR 77-62 | Þægilegur Grindavíkursigur suður með sjó
Grindavík vann öruggan sigur á ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en liðin mættust í Grindavík í kvöld. Lokatölur 77-62 og Grindavík eygir því enn von um sæti í úrslitakeppninni.

Álaborg öruggt í umspil eftir sigur á Elverum
Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg unnu sigur á liði Orra Freys Þorkelssonar Elverum í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Álaborg er nú öruggt um sæti í umspili keppninnar.

„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“
Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur á Pinatar-mótinu
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sigur á Pinatar-mótinu í knattspyrnu er liðið vann afar sannfærandi 5-0 sigur gegn Filippseyjum í gærkvöldi. KSÍ hefur nú birt myndband þar sem hægt er að sjá mörkin úr leiknum.

Hamrén í vandræðum í Álaborg eftir að leikmenn kvörtuðu
Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén er í vandræðum í Danmörku en hann stýrir nú liði Álaborgar. Leikmenn liðsins hafa kvartað undan Hamrén og segja liðið spila gamaldags fótbolta.

Elvar Már ekki með gegn Spáni á morgun
Elvar Már Friðriksson verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar liðið mætir Spáni í undankeppni heimsmeistaramótsins á morgun. Elvar er að glíma við meiðsli í nára.

Dæmdur í átta ára bann fyrir lyfjanotkun en missir ekki Ólympíuverðlaunin sín
Kasakinn Igor Son má ekki ekki keppa í ólympískum lyftingum næstu átta ár.

Valsmenn með markahæsta liðið í sínum riðli í Evrópudeildinni
Valur tryggði sér í gærkvöldi sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar með frábærum níu marka sigri á franska félaginu Pays d'Aix.

Íslandsbanarnir tryggðu sér HM-sæti á dramatískan hátt
Portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag með 2-1 sigri í úrslitaleik á móti Kamerún.

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins
Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Ten Hag naut kvöldverðarins með Ferguson: „Frábært kvöld og ég hlakka til þess næsta“
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, naut þess að snæða kvöldverð með Sir Alex Ferguson.

Erlendur þjálfari kemur til greina
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist vera til í að skoða alla kosti í starf landsliðsþjálfara karla í handbolta.

Gunnar sækist ekki eftir landsliðsþjálfarastarfinu
Gunnar Magnússon mun stýra íslenska landsliðinu ásamt Ágústi Jóhannssyni næstu fjóra landsleiki. Í mars mætir liðið Tékkum í tvígang í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í byrjun næsta árs og síðan leikur liðið gegn Ísrael og Eistlandi í apríl.

Dagný um súra endinn á 2022: Gott að koma saman núna og byrja upp á nýtt
Íslenska kvennalandsliðið varð í gær Pinatar Cup meistari eftir 5-0 sigur á Filippseyjum í þriðja og síðasta leik sínum á æfingarmótinu á Spáni.

Björgvin Páll með flest varin skot í Evrópudeildinni
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti sannkallaðan stórleik á Hlíðarenda í gærkvöldi þegar Valsmenn tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Verkfallið bitnar á KKÍ og spænsku heimsmeisturunum
Verkfall hótelstarfsfólks í Reykjavík hefur meðal annars haft áhrif á undirbúning fyrir landsleik Íslands við heims- og Evrópumeistara Spánar í körfubolta en liðin mætast í undankeppni HM í Laugardalshöll annað kvöld.

Meistararnir mæta Haukum
Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.

„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar
Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans.

Bestir í klefanum: Sögur af fjórum geirvörtum og nöktum manni á Blönduósi
Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, bauð upp á topplista í síðasta þætti en þar valdi hann þá bestu í klefanum frá hans ferli í handboltanum.

„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“
Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember.

Veðmálafyrirtæki hverfi framan af treyjunum
Bresk stjórnvöld eru langt komin með frumvarp sem mun banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í ensku úrvalsdeildinni. Viðræður eru sagðar eiga sér stað milli stjórnvalda og forráðamanna félaga í deildinni.

Jónatan leitar til Skandinavíu
Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.

Sjáðu mörkin úr Real-martröð Liverpool á Anfield og sigri Napoli
Real Madrid og Napoli eru komin með annan fótinn inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir flotta útisigra í gær.

Katrín Tanja ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt
Fyrsta vika The Open er nú að baki og keppendur hafa skilað inn æfingum sínum úr 23.1 og um leið vitum við stöðu okkar fólks í þessum fyrsta hluta.

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

Carragher foxillur: „Skammarlegt og vandræðalegt“
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vandaði leikmönnum liðsins ekki kveðjurnar eftir 5-2 tap þeirra fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Lét stamið ekki stöðva sig og fór í viðtal: „Elska að sjá þetta“
Svíinn Ken Sema hefur hlotið mikið lof í vikunni fyrir að fara í viðtal hjá félagsrás liðs síns, Watford. Hann hefur lítið farið í viðtöl á sínum ferli vegna málhelti.

Telur ekki að Madrídingar séu komnir áfram: „Ekki séns“
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var eðlilega kampakátur eftir öruggan sigur sinna manna gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Subway-deildin, golf og rafíþróttir
Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem Meistaradeild Evrópu í fótbolta verður fyrirferðamikil.

Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“
Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi.

„Þykir vænt um Val og á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var orðlaus yfir frammistöðu Vals og þeirri staðreynd að Valur er komið áfram í 16-liða úrslit.

Óvæntur sigur í Breiðholtinu og sex marka jafntefli á Nesinu
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld þar sem Leiknir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í riðli 2 og Grótta og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í riðli 3.

„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“
Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu.

Napoli með tveggja marka forskot fyrir heimaleikinn
Napoli vann sterkan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Frankfurt í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool
Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.