Handbolti

Valsmenn með markahæsta liðið í sínum riðli í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Tobar Valencia skorar eitt af átta mörkum sínum í gær.
Stiven Tobar Valencia skorar eitt af átta mörkum sínum í gær. Vísir/Diego

Valur tryggði sér í gærkvöldi sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar með frábærum níu marka sigri á franska félaginu Pays d'Aix.

Valsliðið skoraði fjörutíu mörk í leiknum og það þýddi að liðið hefur skoraði 303 mörk í fyrstu níu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Valur hefur því skorað 33,7 mörk að meðaltali í leik og er markahæsta liðið í sínum riðli.

Valsmenn hafa skorað þremur mörkum meira en topplið Flensburg sem hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Valur hefur unnið fjóra af níu leikjum sínum en liðið er með 39,3 mörk að meðaltali í heimasigrunum sínum á móti Pays d'Aix (40), Ferencváros (43) og Benidorm (35).

Aðeins tvö lið í allri Evrópudeildinni hafa skorað fleiri mörk en Valsmenn í fyrstu níu umferðum keppninnar en það eru þýska liðið Füchse Berlin (314) og franska liðið Montpellier (305).

  • Markahæsta lið Evrópudeildarinnar til þessa:
  • 314 mörk - Füchse Berlin
  • 305 mörk - Montpellier
  • 303 mörk - Valur
  • 300 mörk - Flensburg
  • 296 mörk - Frisch Auf Göppingen
  • 291 mark - Ferencváros
  • 288 mörk - Granollers



Fleiri fréttir

Sjá meira


×