Fleiri fréttir

Maho­mes valinn sá mikil­vægasti með miklum yfir­burðum

Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl.

Fyrsta flugan undir í vor

Vorveiði hefst hjá flestum þeim veiðimönnum sem hana stunda með veiði á sjóbirting en hann getur verið mjög gráðugur á vorin.

Hurts geislar af sjálfsöryggi og stutt í grínið hjá þjálfaranum

Þetta var bara einn af óteljandi fjölmiðlaviðburðum hjá þeim Nick Sirianni, þjálfara Philadelphia Eagles, og leikstjórnendanum Jalen Hurts þegar þeir sátu fyrir svörum fjölmiðlamanna á hóteli rétt utan Phoenix í gær. En þetta var sá síðasti fyrir stærsta leik tímabilsins og það mátti sjá á báðum þeirra að þeir nutu augnabliksins.

Fréttaskýring: Hvað í fjandanum gerðist hjá Brooklyn Nets?

Hvernig getur lið með þremur súperstjörnum klúðrað málunum svo svakalega að enginn fékk ekki einu sinni að vita hvað hefði getað orðið? Þetta er stóra spurningin eftir að Durant-Irving-Harden ævintýrið endaði skyndilega í vikunni.

„Er kannski á næstsíðasta söludegi“

Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad.

„Þessi tilraun mistókst“

Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni.

Ætla að um­turna þjálfun stelpna á hæsta stigi

Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að það ætli sér að setja á fót áætlun sem ætlað er að bæta þjálfun stelpna á hæsta stigi. Áætlunin á að tryggja hágæða þjálfun sem er í samræmi við gæði leikmanna.

Naum töp hjá Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri

Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í liði Magdeburg sem varð samt að sætta sig við tap. Þá töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes naumlega fyrir Celje Pivovarna Laško á heimavelli. 

Ein­stakt á Ís­landi og jafn­vel í heiminum

Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo.

Hall­dór Stefán tekur við KA í sumar

Handknattleiksdeild KA hefur staðfest að Halldór Stefán Haraldsson muni taka við þjálfun liðs KA í Olís deild karla í sumar. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Umfjöllun: Höttur - KR 82-81 | Fall blasir við Vestur­bæingum eftir enn eitt tapið

Höttur vann gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á KR í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar eru því áfram rótfastir á botni deildarinnar og blasir fall við liðinu. Eitthvað sem nær ómögulegt þegar það vann hvern Íslandsmeistaratitilinn á fætur öðrum fyrir ekki svo mörgum árum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Á­nægður að við gefum ekkert eftir

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með leik sinna manna í kvöld gegn Haukum að Ásvöllum. Leikurinn endaði með jafntefli 33-33, eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn megnið af leiktímanum.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 33-33 | Jafn­tefli í dramatískm leik

Haukar og Stjarnan mættust að Ásvöllum í kvöld í fyrsta leik 15. umferðar í Olís-deildinni. Leikurinn var jafn og spennandi. Stjarnan tryggði sér eitt stig út úr leiknum með síðasta skoti leiksins af vítalínunni en liðið hafði verið skrefi á eftir Haukum allan seinni hálfleikinn. Lokatölur 33-33.

Fínn leikur Ágústs Elís dugði ekki

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson léku með Ribe-Esbjerg.

Ólafur Karl í Fylki og Viktor Andri í Kefla­vík

Nýliðar Fylkis hafa samið við framherjann Ólaf Karl Finsen um að leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Þá hefur Keflavík samið við Viktor Andra Hafþórsson.

Júlíus til Fredrikstad

Júlíus Magnússon er genginn í raðir Fredrikstad í Noregi frá bikarmeisturum Víkings.

Arnór flaug yfir skilti: „Ég var heppinn“

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson segist hafa haft heppnina með sér að meiðast ekki rétt fyrir upphaf keppnistímabilsins í sænska fótboltanum, þegar honum var ýtt yfir auglýsingaskilti.

KR sækir liðsstyrk til Noregs

KR hefur fengið norska miðjumanninn Olav Öby til liðsins. Hann lék síðast með Fredrikstad í norsku B-deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir